Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Blaðsíða 29

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Blaðsíða 29
SAGAN UM SNÚNA KERTIÐ 23 fyrir hann, og heyrðist ekkert í ilskónum hennar. Meðan á þessu stóð, hélt Salvólíó áfram að ausa yfir mig allskonar ónotum og illyrðum; en hann hlýtur að hafa séð undrunina í augum mínum, því hann hætti í miðju kafi og leit við. Hinn gamli Tyrki steig rösklega fram á við, greip utan um Salvólíó með vinstri hendi, og þarna stóðu þeir í kynlegum stellingum, eins og þeir ætluðu að fara að stíga dans. Tyrkinn var höfði hærri en Salvólíó, og ég þóttist sjá, að hann væri afar sterkur. Þeir horfðust í augu, og það rann skyndilega af Salvólíó, og þá hnubbaði Tyrkinn hann hægt undir síðuna — að því er mér virtist, — en Salvólíó fékk hræðilegt hóstakast, varð máttlaus í fangi hans og datt svo eins og þungur poki nið- ur á gólfið. Tyrkinn laut rólega niður og þerraði langan hníf á jakka hins, áður en hann stakk honum aftur í mittislinda sinn. Svo leit hann á mig og sneri til dyra, en nam staðar í dyrunum og leit hugs- andi við. Hann sagði eitthvað á tyrknesku, sem ég skildi ekki, en mælti svo á frakk- nesku: „Hver eruð þér?“ spurði hann. Eg skýrði honum frá því í sem fæstum orðum. Hann gekk til mín og leit á járn- hringina um fætur mér og hristi höfuðið. ,Þér getið aldrei losnað úr þessu', mælíi hann. Svo greip hann um hlekkjafestina, sem var all-löng, vafði henni tvisvar utan um handlegg sér, studdi svo hendinni á mjöðm sér og vatt sér snöggt við til hlið- ar. Skarpur smellur heyrðist, og festin hrökk sundur. Hann þreif í öxlina á mér og kippti mér á fætur. ,Vefjið festarbútnum utan um yður, Effendi1, mælti hann og tók marg’hleypu ^r belti sér og rétti mér. ,Þér kunnið að þurfa á henni að halda áður en við náum Dúrazzó', mælti hann. Belti hans var bókstaflega troðfullt af vopnum — ég sá þar þrjár marghleypur auk þeirrar, sem ég fékk — og hann hafði auðsjáanlega verið við öllu búinn. Við héldum nú út úr fangelsinu út í ilmandi veröldina fyrir utan. Það var í annað sinn á átján mánuðum, sem ég kom út undir bert loft, og hnén skulfu undir mér af máttleysi og geðs- hræringu. Gamli maðurinn lokaði fang- elsisdyrunum á eftir okkur og við héld- um áfram, þangað til við hittum stúlk- una, sem beið okkar á tjarnarbakkanum. Hún grét í hljóði, og hann sagði nokkur orð við hana í hálfum hljóðum, og hún hæti þegar að gráta. ,Þessi dóttir mín mun vísa okkur veg,‘ mælti hann. ,Ég er ókunnugur á þessum slóðum — en hún er alltof kunnug.' í stuttu máli,“ mælti Lexman, „við komum til Dúrazzó seinni part dagsins. Engin tilraun var gerð til að elta okkur, og varð hvorki vart við hvarf mitt né lík Salvolió fyrr en seint síðdegis. Þér verðið að muna, að enginn annar en Salvolió hafði aðgang að fangelsi mínu, og hafði því enginn hinna þorað að grennslast eft- ir þessu fyrr. Gamli maðurinn tók mig heim til sín án þess að nokkuð bæri á, og sótti svo mág sinn eða einhvern ættingja til að losa mig við fóthlekkina. Nafn bjargvættar míns var Hussein Effendi. Þá um nóttina lögðum við af stað með litla lest í heimsókn til nokkurra ættingja gamla mannsins. Hann var eigi viss um, hverjar afleiðingar kynnu að verða af þessu tiltæki hans, og til vonar og vara fór hann því í þetta ferðalag, sem myndi, ef til kæmi, veita honum tækifæri til að leita sér skjóls og verndar hjá hinum hálfvilltu Tyrkjaflokkum, er myndu fúsir til að liðsinna honum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.