Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Blaðsíða 45

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Blaðsíða 45
STARFANDI STÚLKUR 39 „Yður skjátlast algerlega, frú Ebbesen,“ sagði Ruth rólega. Enginn hefir neitt á móti yður persónulega." „Það er nú alveg það sama,“ sagði frú Ebbesen og strunzaði á dyr. „Það var ágætt að við borðuðum með- an vináttan hélzt,“ sagði Tit Bull hlæj- andi. Nú varð dálítil þögn, en svo tók Aggí til máls mjög aum í bragði: „En allt þetta kemur mér ekki að neinu haldi.“ Ruth var þung á svipinn: „Nei-ei. Það var heimskulegt af mér að halda að ég gæti vakið þessa kvenpersónu til íhugunar. Hún lifir eftir þeirri gömlu gullnu reglu að hver er sjálfum sér næst- ur.“ „Og það gerið þér ekki?“ sagði ungfrú Vang í farmbréfadeildinni dálítið hvat- skeytlega. Ruth varð ekki þykkin. „Jú, það geri ég ef til vill, ungfrú Vang. En einmitt í dag hefi ég verið að hugsa um Aggí þrátt fyrir það þó að hún hafi verið reið og höggvið í sífellu eins og dá- lítil naðra. Því það liggur þó alveg í aug- um uppi, að það hefði orðið bezt fyrir alla aðilja, eins og ég hafði hugsað mér það.“ „Nema fyrir frú Ebbesen." „Ég áleit að það yrði henni líka fyrir beztu. Þau komast vel af — eða ættu að komast vel af — með tekjur hans, og mér virðist nú bezt að gift kona annist sitt eigið heimili — —.“ „Ég hafði ekki hugmynd um að þú værir svona gamaldags,“ sagði Tit Bull. „Er ég gamaldags!“ Ruth setti upp því- líkan undrunarsvip að allar fóru að hlæja. >,Bara að ég gæti skýrt fyrir ykkur hvað ég á við! En að það skuli vera svo erfitt! Ég vildi aldrei gifta mig og biðja mann- inn minn um hvern eyri.“ „Þarna sérðu! Það er auðvelt að pré- dika,“ sagði Aggí. „— En ég vildi ekki vera fyrir neinum á skrifstofu. Ég vildi — úff jæja, ef ég aðeins vissi það! Byggja eitthvað upp. Skapa eitthvað sjálf! O, væri það ekki flott, hugsið ykkur, að geta sett eitthvað á stofn, sjá það aukast og eflast. Tækist mér það, skyldi aldrei neinn karlmaður fá mig' til að sleppa því.“ „Hvaða því? Þarna geturðu annars séð. Ég endurtek: Það er vandalaust að pré- dika.“ „Já, en sjáið þið ekki muninn á þessu?“ Ruth var alveg frá sér af því henni tókst svo illa að skýra mál sitt. „Allir eru ekki þannig gerðir. Flestar okkar ættu að eign- ast eiginmann og heimili og börn og fá- ein áhugamál utan húss, svo að allt sam- an verði ekki of einhliða og tilbreyting- arlaust, en aðeins fáeinar útvaldar eru skapaðar til annars og meira.“ „ Verkakonurnar ? “ „Ekki þessa hæðni! Það er ekki nafn á sérstakri tegund kvenna sem endilega á að tala um í þessum tón, góða Tit. Það er þvert á móti heiðursnafn hverrar konu sem sér fyrir sér sjálfri og sínum. Hún þarf ekki þessvegna — ef hún er gift — að vanrækja heimili sitt, mann og börn, ef nokkur eru. En ef hún af einskærri eigingirni, eins og frú Ebbesen — þið vit- að að hún þarf að hafa bæði loðkápu og útvarp og áskrifendasæti í þjóðleikhús- inu — ef hún situr í vegi fyrir verr stæð- um félögum sínum, þá verðskuldar hún ekki heiðursnafnið.“ „Þú ert sveimér djúpúðug,“ sagði Tit Bull. Ég skil ósköp lítið af því sem þú ert að segja. Mér skilst helzt að þú sért í mótsögn við sjálfa þig.“ „Ég held að ég skilji þig — nokkurn- veginn,“ tautaði Aggí. „Guði sé lof fyrir það,“ sagði Ruth og andvarpaði. „Því eigi ég að vera alveg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.