Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Blaðsíða 43

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Blaðsíða 43
STARFANDI STÚLKUR 37 stjórans, skyldi ég meina. Nei, Andersen getið þið fengið alveg gefins mín vegna. Og svo voru þær allt í einu á bólakafi í skriístofuspjalli. „Eruð þið búnar að fá nægju ykkar?“ „Kærar þakkir — og svo yndislega saddar!“ „Hjálpið þið mér þá til að bera út!“ í hvínandi hvelli var búið að ryðja Rorðið og bollum og diskum raðað vand- lega saman á eldhúsborðið. Ruth sveiflaði sér upp á borðið. „Fáið ykkur nú allar sæti! Tit, láttu frú Ebbesen fá góða stólinn! Þú getur setið á gólfinu. Fer nú vel um allar!“ „Það væri gaman að vita, hvað um er að vera,“ sagði íitla ungfrú Hansen. „Viljið þér skýra frá því, frú Ebbesen, eða á ég?“ „Nei, góðasta, það getið þér gert. Þar að auki sitjið þér í fundarstjórasætinu.“ „Já, það geri ég annars. Allright!“ Ruth kvaddi sér hljóðs með fyrirmannlegri handsveiflu. Tit gat auðvitað ekki stillt sig um að tauta eitthvað um meðfæddar fundarstjóra-gáfur, en fékk durgslega of- anígjöf hjá Aggí, sem þeytti sófa-kodda beint framan í hana. „Geturðu nú haldið þér saman, blaður- trýna litla?“ „Ekki að trufla!“ sagði Ruth í skipun- arróm. Jæja: Eins og þið allar vitið, þá hefir Aggí í liðug tvö ár verið trúlofuð vorum heiðraða kollega Friðrik Ofstad, sem eftir mínum skilningi er ágætur og skemmtilegur strákur —.“ „Maður,“ sagði Aggí. „Maður,“ sagði Ruth. „Þau hafa hugsað sér að gifta sig núna á næstunni, svo framarlega sem — hér er nefnilega kross- rellan sem allt snýst um — svo framar- lega sem Aggí fær að halda stöðu sinni. Pi'ú Ebbesen, Aggí og ég lentum í dálítilli stælu úm þetta í morgun — við gátum ekki lokið við hana, því skrifstofustjór- inn boraði í okkur augunum og fannst auðvitað að hann væri í sínum fulla rétti að gera það. Hvað segið þið um það?“ „Ég held að hann megi svo sem gera það.“ „Úff, það er ekki það, sem ég er að. spyrja um!“ greip Ruth fram í. Hann get- ur stungið eins mikið og hann vill mín vegna — en úr því að við minnumst á það, þá segið mér: Hversvegna sér og heyrir skrifstofustjórinn ekki, þegar herr- arnir þyrpast saman og kappræða um síð- asta hneíaleik —• —“ „Snúðu þér aftur að málefninu!‘ „Sammála. Já — eins og þið ef til vill hafið heyrt, þá á ungi forstjórinn að hafa sett þau ákvæði, að þegar einhver skrif- stofustúlkna'nna giftir sig, þá eigi hún að hætta á skrifstofunni og rýma fyrir ann- ari. Ég sagði að ég væri á sama máli og ungi forstjórinn í þessu, dömur mínar.“ Þögn. — Allar litu niður og voru hugsi. „Hvað sagði forstjórinn, Aggí?“ „Hann sagði ne-ei,“ hixtaði Aggí grát- andi, og Tit Bull klappaði á bakið á henni í huggunarskyni. „Hvaða rök færði hann fyrir þessu?“ spurði Ruth. „Öll hin sömu og þú komst með í morg- un,“ sagði Aggí með ekka. „Og hvað sagðir þú í morgun?“ spurði Tit Bull. Ruth hoppaði ofan af borðinu. „Sagði! Hvað ég sagði?“ í sömu andránni var hún aftur setzt upp á borðið. Óstýriláta hrokkna hárið hennar svall eins og hringiða utan um eldrautt andlitið, bláu augun leiftruðu. „Þér allar! Við verkakonur — —.“ Margraddað kór glumdi við henni. „Verkakonur! Nei, taktu nú ofan! Við erum þó ekki gamlar kerlingar!“ Ruth jós úr sér: „Verkakonur er ekki sama og gamlar kerlingar, skal ég segja ykkur. Ég þekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.