Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Blaðsíða 37

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Blaðsíða 37
MAÐURINN, SEM VANN I HAPPDRÆTTINU 31 Eusebíus varð milljóneri í einum hvelli. Hann sat lengi á stól sínum og bolla- lagði. Hvernig átti hann nú að snúast í þessu? Hvað höfðu nú forlögin í poka- horninu handa honum? Augu hans leiftruðu, og hann var skjálf- hentur, er hann var að telja alla þessa mörgu seðla — upp aftur og aftur.... Hann gekk til matstofunnar, borðaði á- skriftarmáltíð sína, stakk pípunni upp í sig og tók til að reikna.... Allt í einu hrökk hann við. „Það er meira að segja afmælið mitt í dag,“ hugsaði hann með sér. Og svo tók hann að bollaleggja og brjóta heilann á ný. Nú var hann rétt 'fer- tugur. Faðir hans hafði orðið áttræður og móðir hans liðlega sjötug, svo að hann gat með fullri sanngirni búizt við að ná sjötíu og og fimm ára aldri — þ. e. a. s. hann átti þá enn 35 ár ólifað.... 35 ár — það var óratími. Og það myndi svei mér kosta skilding. Og hann hélt áfram að reikna. Morguninn eftir sagði hann upp stöðu sinni og hætti þegar allri vinnu á skrif- stofunni. Hann kærði sig ekkert um, að félagar hans þar skyldu líta á hann öf- undaraugum, og úr því hann var nú orð- inn milljóneri, gat hann ekki verið þekkt- ur fyrir að taka brauðið frá öðrum. Nú fór hann að svipast um eftir nýrri íbúð, því að nú ætlaði hann í öllu að haga sér eins og slíkum manni sómdi, svo að hann gerði ekki hinum milljónamæring- unum skömm til. ... Hann festi sér nú sjö herbergja íbúð, keypti allan nauðsynlegan útbúnað og hæfileg húsgögn, og vistaði til sín ráðs- konu. Hún hélt að hann væri búinn að missa alla vitglóru, er hann greiddi henni í einu 35 ára laun fyrirfram. Hún var þegar komin á sjötugsaldur. I brauðgerðarhúsi einu pantaði hann og borgaði fyrirfram alls 10500 rúgbrauð, sigtibrauð og fransbrauð. Og á sama hátt tryggði hann sér 35 ára birgðir af mjólk, eggjum, smjöri, kjöti, fiski, ávöxt- um og grænmeti, svo að hann skyldi ekki rekast á nein óvænt gjöld í þá átt, það sem eftir var æfinnar. Auðvitað gleymdi hann ekki að gerast áskrifandi að dagblaði, og er hann nú fékk ríkulegan tíma til lesturs, pantaði hann einnig tvö eða þrjú vikublöð. Og þau átti -að senda honum stöðugt fram- vegis til og með 20. nóvember 1971. í Vöruhúsinu pantaði hann 110 skó- svertudósir, 80 pör af skóm, 140 skyrtur, 200 flibba, 16 tannbursta, 3600 rakblöð, 35 dagatöl, 50 tylftir handsápu, 20 lítra af Kölnarvatni og í samræmi við það allt það, er hann kynni að þurfa með af þess- háttar á 35 ára æfi, allskostar peninga- laus. Hjá tóbakssalanum borgaði hann fyrir 1600 pakka af tóbaki og 9000 pakka af vindlingum. Þjónninn á kaffihúsinu, þar sem hann hafði ásett sér að drekka kaffi, það sem eftir var æfinnar, færðist undan því að taka við fyrirfram-borgun fyrir 12500 kaffibolla í einu og rökstuddi undan- færslu sína með því, að hann yrði þar aðeins til fyrsta næsta mánaðar. En Euse- bíus gaf sig ekki með það: Það gerir ekk- ert til — svo flyt ég bara líka með yður á annað kaffihús, og það geri ég í hvert sinn sem þér flytjið. Þegar Eusebíus hafði einnig borgað lík- kistu sína, dánarauglýsingar og jarðar- farar-kostnað og sá, að enn voru samt peningar eftir, varð hann gramur og sagði við sjálfan sig: — Nú, jæja, hver veit. ... ef til vill gifti ég mig.... ekki næstu 5 árin. En þegar ég verð 45 ára, ætla ég samt að reyna það. Og er hann hafði tekið þessa ákvörðun, fitjaði hann upp aftur á ný og labbaði frá brauðgerðarhúsi til matsöluhúss og borg-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.