Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Blaðsíða 41

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Blaðsíða 41
STARFANDI STULKUR 35 „Þeir geta ekki neitað,“ sagði frú Ebbe- sen. „Það geta þeir ósköp vel, en þetta á- kvæði nær víst eigi til liðins tíma, svo að þér eruð víst alveg öruggar, frú Ebbesen,“ sagði Ruth stutt í spuna. „Drottinn minn dýri, hvað þið eruð duglegar,“ kallaði Tit Bull, sem var utan við umræðurnar og hafði þar að auki ver- ið alveg niðursokkin í að daðra við ung- an mann á skrifstofu rétt hinum megin við götuna. „Um hvað eruð þið annars að tala?“ „Um hvað lengi þú gætir haldið áfram daðrinu því ’arna, án þess að skrifstofu- stjórinn verði þess var,“ sagði Aggí. „Blessuð vertu, ég daðra ekki,“ sagði hin dásamlega dæmalausa Tit. „Að minnsta kosti bara sem allra snöggvast meðan höfuðpaurinn er úti að ralla.“ „Nei, nú — góða Tit, þú ert nú alveg ómöguleg!“ „Já, auðvitað. En svona er ég. Og við höfum ekki aðra skemmtun en það sem við sjálfar getum aflað okkur.“ „Heyrið þið nú þarna allar saman," greip Ruth fram í — og allar hættu að ‘vinna. „Komið þið nú heim til mín í kot- ið í kvöld, svo getum við rætt út um þetta málefni. Viljið þið það?“ „Ég hefi ekki hugmynd um hvað um er að ræða, en ég kem auðvitað,“ sagði litla ungfrú Hansen. „Komið þið klukkan níu. Þið skuluð fá kaffi og smurt brauð,“ sagði Ruth. „Kom- ið þér ekki líka, frú Ebbesen?“ „Ja, ég veit ekki. Jú — annars — jú þakk.“ Aggí Lund varð allt í einu ákveðin: „Kortéri fyrir fjögur fer ég og tala við sjefinn.“ „Bravó, Aggí!“ „Skrifstofustjórinn!“ hvíslaði Jókkum sterkt. Þegar skrifstofustjórinn opnaði hurð- ina, glamraði í öllum ritvélunum. Hann leit á ungfrú Lange um leið og hann gekk fram hjá henni. Sú fékk nú fingurna með sér! Ungfrú Bull leit forviða upp er hann settist niður svo að brakaði í stólnum. Hún hafði auðsjáanlega ekki einu sinni orðið þess vör að hann hefði farið út. Ruth Lange bjó í Eilert Sundts götu. Hún hafði sannarlega verið hunda-hepp- in, eins og Jókkum var vanur að segja —• þegar hún fékk þetta stóra herbergi sól- armegin með ágætum húsgögnum fyrir fimmtíu krónur á mánuði. Húsmóðir hennar, sem var ráðunautur í hinu og þessu, var næstum aldrei heima, svo að Ruth gat bakað og þvegið og dótað eins og hana lysti úti í eldhúsinu, sem var stórt og gamaldags — en samt útbúið með allskonar nýtízku tækjum og þægindum. Þar stóð hún nú sama kvöldið og smurði heila hauga af inndælum sneiðum með allskonar áleggi, því vel gat verið að ein- hver þeirra hefði látið miðdegisverðinn fjúka í tilefni af þessu tækifæri. Svo lagði hún grænan dúk á borðið og skreytti með páskaliljum. Allt of flott að kaupa blóm núna, meðan þau voru svo dýr, en Ruth gat tæplega hugsað sér kotið sitt alveg blómalaust og auk þess — hinum myndi þykja hún hafa gert það vistlegt og aðlaðandi. Klukkan níu stundvíslega komu þær allar í einni runu. Það var auðséð að þær voru vanar því að hanga í klukkustrengnum. „Hérna hefirðu okkur allar saman,“ hrópaði Tit Bull og stakk öllum tíu fingr- unum upp í hrokkin-kollinn á Ruth. „Nei, þú ert frek! Nú hef ég staðið í fimm langar mínútur og burstað hárið mitt og sléttað það, og svo eyðileggur þú allt saman í einu vetfangi.“ „O, þú ert aldrei eins ágæt og þegar 5*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.