Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Blaðsíða 9

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Blaðsíða 9
SKIPSTJÓRINN Á „SJÖSTJÖRNUNNI“ 3 Ég þekki þig, sagði Reiersen. Ertu með egg í bátnum? Þá kom hún nær. Já, ef skipstjórann vantar egg, þá getur hann fengið þau. En þá stökk Reiersen, án þess að segja fleira, niður í skipsbátinn og þaðan yfir í bátinn til stúlkunnar. Hann tók árarnar af henni og reri inn að naustunum. Þar var enginn maður á ferli og hlý nóttin bjó yfir ótal leyndar- málum. Við getum alveg eins vel sett bátinn strax í naustið, sagði Reiersen, þegar þau komu að landi. En stúlkan svaraði: Þetta er óþarfa hjálpsemi af skipstjór- anum. Reiersen sagði auðvitað að yfirlögðu ráði að þau skyldu setja bátinn í naustið; hann hafði sína meiningu með því. Ha, ha, hrekkjalómurinn þinn, Reier- sen! Nú sér þú þér leik á borði. Og stúlk- an var sá kjáni, að hún hræddist ekki myrkrið í naustinu núna um hánóttina. — Þegar þau skildu, sagði hún aðeins: Hvernig ætlar svo skipstjórinn að kom- ast um borð aftur? Ég syndi, svaraði Reiersen, og hann stakk sér í sjóinn. Þessi stúlka hét Pálína. .. . Ójá, nú voru gömlu vinkonurnar hans dreifðar út um allar jarðir. Ein dáin, önn- ur í Ameríku og sú þriðja gift. Af Reier- sen sjálfum var líka lítið orðið eftir ann- að en endurminningin um liðna daga. Pálína var ennþá ógift og kyrr í Vog- inum, en fyrir nokkrum árum missti hún annað augað. Svo frelsaðist hún og hætti að hugsa um þessa heims lystisemdir. Svona gekk það í heiminum — og nú átti hann sjálfur könu og fimm börn í Ofoten. Klukkan var orðin eitt. Bráðum myndu sjófuglarnir vakna. Reiersen geispaði og leit upp í loftið. Það var bezt að fara að hafa sig í háttinn, hann var hvort sem var orðinn útslitinn maður og ómögulegur til allra hluta. í fyrramálið ætlaði hann að fara að láta þvo fiskinn. Þá kæmi fólkið um borð. Menn og konur í vaðstígvélum og skinnstökkum. Þar á meðal sjálfsagt freknóttir, hlæjandi telpugopar. Sann- kölluð Adams börn. Reiersen þekkti þær. Hinn gránaði fjölskyldufaðir stalst til þess að spegla sig í glerinu á kompásnum. Svo fór hann niður í óloftið í káetunni og háttaði. III. Snemma næsta morgun koma bátar fram að skútunni. Reiersen gengur spari- búinn aftur og fram eftir þilfarinu með úrfesti úr hári dinglandi á maganum. Vantaði hann stúlkur til þess að þvo fiskinn? Já, þvottastúlkur þurfti hann að fá. Svo var talað um kaupið og gerðar á- kveðnar kröfur. Fiskstúlkurnar höfðu tek- ið upp á þeim leiðinlega ósið, að þrefa við mann eins og Reiersen. Þær heimtuðu sex skildingum meira heldur en hann bauð. Hvað átti annað eins uppátæki að þýða? Æijú, fólkið var alveg hætt að virða Reiersen á „Sjöstjörnunni“. Tím- arnir breyttust ár frá ári. Hann gat ekki jafnazt á við yfirmenn strandferðaskip- anna. Þeir voru borðalagðir og skreyttir gylltum hnöppum. Hann gaf stúlkunum kringlur og „snaps“ af kornbrennivíni. Þær þökkuðu fyrir og drukku. Hann kleip þær í síðuna en þær hristu hann af sér og hlógu að honum. Svo gerðu þær sig heimakomnar og gægðust forvitnislega niður í káetuna. Hvernig var það annars, var hann bú- inn að hugsa málið, ætlaði hann að borga þessum sex skildingum meira? Þá mógðast skipstjórinn og verður stuttur í spuna. Hann gengur aftur þilfar- 1*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.