Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Blaðsíða 54

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Blaðsíða 54
48 NÝJAR KVÖLDVÖKUR Mestur hluti landsins er notaður fyrir beitiland, en á láglendinu og neðan til í suðurhlíðum fjallanna er ræktað korn, kartöflur, ávextir og tóbak. Landsbúar hafa talsvert af nautgripum og sauðfé og selja til Frakklands smjör, flesk, húðir og ull. Þjóðbraut liggur í gegnum Baliradal- inn, en annarstaðar eru vegirnir troðnar hestagötur, líkt eins og víða á sér enn stað á íslandi. íbúarnir eru sterkbyggðir og myndarlegt fólk. Þeir eru rómversk- kaþólskir og talar alþýðan katalonska mállýzku, en ríkisfólk talar frönsku og sendir börn sín í franska skóla. Landið er lýðveldi og hefir 24 manna þing. Höfuð- borgin heitir Andorra Vicilla og hefur 600 íbúa og er fámennasta höfuðborg ver- aldarinnar. En þótt landið sé fólksfátt, þá hefur það þó 600 manna her, og stjórna honum tveir hershöfðingjar, annar út- nefndur af Frakklandsstjórn og hinn af biskupnum af Urgel á Spáni. Ekki má nota herinn í útlenda þjónustu, heldur aðeins til að halda uppi friði í landinu sjálfu. Til Frakklands verður Andorra að borga árlega 960 franka og til biskups- ins af Urgel 460 franka. Mun þetta vera nokkurskonar verndarskattur, en það sem hefur aðallega verndað sjálfstæði lands- ins er, að hvorki Frakkland eða Spánn hafa unnað hinu landinu að taka það. Til kaupenda. Eins og oft áður gefa Nýjar Kvöldvökur kaupendum sínum kost á, að fá nokkrar góðar bœkur með mjög miklum afslætti. GRÍMA l.—XI. h., sem er samtals meira en 1100 síður og kostar öll með bók- hlöðuverði kr. 23.00, geta kaupendur N,- Kv. fengið fyrir kr. 17.00. Af einstökum heftum fæst ekki afsláttur. Þeir, sem vilja notfæra sér þetta tilboð, verða að senda greiðslu með pöntunum, Fyrir hálfvirði geta kaupendur fengið eftirtaldar bœkur: Útsöluverð kr. 7.00 4.00 5.00 4.00 3.00 8.00 3.50 5.00 og skal þeim þá þegar verða sendar þœr bœkur, sem þeir panta. Allar pantanir sendist undirrituðum út- gefanda N.-Kv. Tilboð þetta gildir til næstu áramóta. Með kveðju og beztu árnaðaróskum. Þorsteinn M. Jónsson. Saga Snœbjarnar í Hergilsey. Saga hins heilaga Frans frá Assisi, eftir sr. Friðrik Rafnar Rousseau, eftir Einar Olgeirsson ..................... Mahatma Gandhi, eftir sr. Friðrik Rafnar............. Himingeimurinn, eftir próf. Ágúst H. Bjarnason Sagan af Bróður Ylfing, eftir Fr. Á. Brekkan ........ Nágrannar, eftir Fr. Á. Brekkan . . ................. Gunnhildur drottning og aðrar sögur, eftir Fr. Á. Brekkan Ak. Prentsmiðja Odds Björnssonar. ’37.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.