Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Blaðsíða 42

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Blaðsíða 42
36 NÝJAR KVÖLDVÖKUR hárið á þér stendur beint upp í loftið, svo þú skalt ekki vera að fást um það,“ sagði Tit hlæjandi. „Annars varstu víst að bjóða okkur velkomnar.“ Ruth hló. „Já, velkomnar allar saman! Gerið svo vel og gangið inn!“ „Ó, páskaliljur! Ne-i-i, Ruth, hvað þú hefir gert þetta huggulegt!“ „Mér þykir vænt um að ykkur finnst það. Setjist þið nú niður! Hvað erum við annars margar? Átta? Hamingjan góða, ég hefi eflaust talið herrana með líka — ég hefi smurt ódæmin öll af brauði —.“ „Þakka yður kærlega fyrir — ég sleppti nefnilega alveg miðdegismatnum,11 sagði litla ungfrú Hansen. „Já, þér megið bara endilega ekki fara að hringja í skrifstofustjórann eða Jókk- um,“ sagði ungfrú Vang úr farmbréfa- deildinni. „Ég hefi nefnilega ekki heldur borðað miðdegismat.11 „En þá viljið þið auðvitað fá matinn undir eins. Bara að Aggí færi nú að koma —.“ í sama vetfangi var barið að dyrum og Aggí Lund kom inn. Hún var náföl og virtist hafa grátið. „Velkomin, Aggí,“ sagði Ruth og rétti henni höndina. „Jæja, nú kem ég með matinn, það er bezt að borða, meðan við erum vinir.11 Þær hlógu allar. „Það er hreinasta alvara,11 sagði Ruth og fór út að sækja kaffikönnuna. „Jæja?11 Blá og brún augu litlu spyrjandi á Aggí, en áður en hún næði að svara var Ruth þar á varðbergi. „Nei, bíðið þið nú hægar,11 skipaði hún. „Nú fáið þið ekki að spjalla um skrif- stofur eða önnur leiðindi fyrr en við er- um búnar að borða, það ætla ég að segja ykkur. Látið nú sjá og reynið að troða ykkur að borðinu — ég vona að það tak- ist með góðum vilja.11 Maturinn virtist bragðast öllum vel, bæði þeim sem höfðu sleppt og ekki sleppt miðdegismatnum, og samræðurnar bærðust fram og aftur á hlutlausa svæð- inu — eins og t. d.: „Hefirðu séð Cynara?11 „Já, er ekki Ronald Colman1) agalega góður!11 og „Hvernig líkar þér Forsythe- sagnabálkurinn?112) „Úff, hann er svo endalaus —.“ „Nei, ertu alveg frá þér! Hann sem er svo agalega inndæll11 o. s. frv. o. s. frv. „En eins og öllum er kunnugt —• þar sem tveir eða þrír af sama sauðahúsi eru saman komnir, þar verður allt af skrif- stofuspjall, þótt maður læðist í kringum það eins og köttur í kringum heitan graut. Og Tit Bull sagði: „Ég sá Andersen með dálitla málaða dömu á Bíó í gær.“ „Úff, nefndu hann ekki, risa-fleðuna þá ’arna!11 „Elsku, hann er þó ekki verri en aðrir!11 „So-o — er hann það ekki,“ sagði litla ungfrú Hansen og lagði áherzlu á hvert orð. Jú, ég á að heilsa og segja ykkur að það er hann einmitt. Hafið þið tekið eftir' því hvernig hann rýkur upp og slökkvir ljósið og segir — en við komumst víst af án rafljósanna núna, segir hann — og svo á sama augnabliki er forstjórinn þar kom- inn og segir að —• það er gott, Andersen, að einhver gæti sparnaðarins í verzlun- inni, segir hann, — eða eitthvað þesshátt- ar. Og Andersen er auðmjúkur og' stein- hissa á því að forstjórinn skuli vera þarna kominn. Jú, þakk! Andersen hefir ofur- lítinn spegil hangandi á hillunni á skrif- borðinu sínu og sér þar allt sem fram fer að baki honum, og þá getur hann líka haft vakandi auga á skrifstofudyrum for- Kvikmyndaleikari. Þýð. 2) Frægur sagnabálkur enskur. Þýð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.