Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Blaðsíða 40

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Blaðsíða 40
34 NÝJAR KVÖLDVÖKUR urinn sá, að hann stakk þá ,Tidens Tegn'1) í vasa sinn. Rétt við dyrnar sneri hann sér við og leit snöggt út yfir salinn. Jú — allir voru að verki. Allt var í góðu gengi -—• hann gat svo sem unnað sjálfum sér hálfrar stundar hvíldar við reyk og dag- blað. Hurðin féll í að baki honum. Ungfrú Lund. sneri sér snöggt við: „Meinarðu það sem þú sagðir áðan?“ Ruth Lange svaraði án þess að líta upp: „Auðvitað. Hversvegna ætti ég að sitja hér og blaðra og segja þessháttar sem ég meina ekki?“ Frú Ebbesen greip fram í: „Þér meinið þá virkilega---------■“ Ruth Lange leit snöggt á hana, svo hélt hún áfram starfi sínu án þess að svara. „Ruth, meinarðu virkilega--------þú get- ur ekki meinað —“. „Jú, Aggí, ég meina það, að ég er sam- mála unga forstjóranum.“ „En hvað þú ert andstyggileg,“ stundi Aggí Lund upp. „Að þú skulir hafa hja^ta til að segja annað eins.“ „Góða Aggí!“ Ruth hætti verki sínu og lagði hendurnar í fang sér. „Þú getur ekki sagt að ég sé andstyggileg, þó að ég málefnislega sé sammála unga forstjór- ánum. Það er leiðinlegt að það skuli hitta þig að þessu sinni, en ég get þó ekki þess- vegna skipt um skoðun!“ „Hvað eruð þið að rökræða?“ Jókkum- sen aðstoðarritari kom slangrandi að. „Kemur yður ekkert við Jókkum,“ sagði Ruth blíðlega. „Farið þér bara aftur að sulla með stimpilblekið!“ „Skrifstofustjórinn!!“ sagði Andersen bókhaldari. „Hefði skrifstofustjórinn verið á leið- inni þá hefði það víst ekki verið þér, sem J) Stærsta og útbreiddasta dagblað í Noregi. Þýö. sögðuð til um það, Andersen góður,“ sagði Ruth og brosti elskulega. „So-o —, hversvegna ekki?“ hreytti An- dersen út úr sér. ’ „Þarf ég nú að útlista það? Gerir ekki skynsemi yðar og samvizka yður aðvart um það? Andersen minn góður, sjáið nú að yður með allri hreinskilni og hugsið til þess, hvað þér eruð ætíð hamingju- samur, þegar skrifstofustjórinn stendur okkur að einhverju smárabbi í vinnutím- anum!“ „En að þér skulið geta fengið yður til þess ’arna,“ sagði frú Ebbesen. Andersen sneri aftur til vélar sinnar. Ruth Lange hafði hitt vel — ansans ári vel! Væri hann fyllilega hreinskilinn við sjálfan sig, varð hann að kannast við að glappaskot annarra og óþægindi þau og angur er þeim fylgdi, voru ánægja hans og yndi — og ekki var hann af því tagi, sem gerði sér það að samvizkusök, þótt hann træði einhvern undir á leiðinni að marki. En það var bannsett að einmitt Ruth Lange skyldi hafa komizt að þessu, því að markið — það var að einhverju leyti líka Ruth Lange. En að lokinni þessari elskulegu smáskotahríð lézt Ruth Lange ekki sjá Andersen frekar en loftið tómt. Hún sneri sér að Aggí og hélt áfram þar sem hún hætti, er Jókkum kom og trufl- aði þær. „En hver veit nema ungi íorstjórinn hafi skipt um skoðun? Hversvegna ferðu ekki til hans og spyrð hann undir eins, svo að þú þurfir ekki að bíða með ótta og kvíða.“ „Ja — ú —, en ég hafði eiginlega hugs- að mér að bíða með það þangað til hátíð- in væri um garð gengin. Því ef hann seg- ir nei, þá verð ég svo leið að ég hefi enga skemmtun af henni, en ég hefi ásett mér það að ég skuli skemmta mér vel og ræki- lega. Það er sannarlega ekki svo oft, sem við höldum hátíð hérna,“ sagði Aggí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.