Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Blaðsíða 39

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Blaðsíða 39
STARFANDI STULKUR 33 Margit Ravn: Starfandi stúlkur. Helgi Valtýsson þýddi. Skrifstofustjórinn lét gleraugun síga fram á nefið og skotraði augunum yfir þau út um alla skrifstofuna. Þetta var stór nýtízku skrifstofa, og öll suðurhliðin nærri því eintómir gluggar. Vorsólin flæddi inn um þá og varpaði skarpri, frekjulegri birtu á andlitið á frú Ebbesen. Hvað í ósköpunum gekk nú að frú Ebbesen? Hún var hárauð í andliti, augun skutu gneistum, og munnurinn gekk látlaust. Hávaðinn í ritvélum ungfrúnna Egge og Hansen og í spánnýju reikningsvél- ínni hans Andersen bókhaldara ollu því ásamt fjarlægðinni, að hann heyrði að- eins daufa suðu af allri mælsku frú Ebbesen, en það var auðséð að hún var í æstu skapi. Hún sneri sér á víxl að ung- frú Lund og ungfrú Lange. Ungfrú Lund virtist einnig vera all æst, og skrifstofu- stjóranum virtist að þær væru báðar á móti ungfrú Lange, sem róleg og hálf- brosandi hallaði sér makindalega aftur á bak í stólnum og spilaði með fingrunum á armbríkina. Allt í einu rétti ungfrú Lund höndina í áttina til ungfrú Lange,- og skrifstofustjórinn var jafn viss um það eins og hann hefði heyr't það sjálfur, að ungfrú Lund sagði: „Réttu mér eitthvað, skrifstofustjórinn er að horfa á okkur!“ Hann var líka jafn viss um að ungfrú Lange, sem leit snöggt á hann og vísaði frá sér með hendinni, svaraði: „Bull og vitleysa! Við verðum þó svei mér að fá að spjalla dálítið saman öðru hvoru. Við erum þó fullorðnar manneskjur! En svo sneri ungfrú Lund sér að ritvél- inni og fór að skrifa. Hún stóðst auðsjá- anlega ekki hið hvassa augnaráð skrif- stofustjórans. Frú Ebbesen þurfti að segja nokkur orð enn við ungfrú Lange. Hún hafði verið full tíu ár í þjónustu verzl- unarhússins og gat því leyft sér annað eins lítilræði og ofurlítið rabb í vinnu- tímanum — auðvitað gat það annars ver- ið um skrifstofustörfin, hugsaði skrifstofu- stjórinn með sjálfum sér, en komst óðara á aðra skoðun, því ungfrú Lange hló og kyssti á fingurinn til frú Ebbesen, sem yppti öxlum gröm á svip og sneri við henni bakinu. En ungfrú Lange sat enn stundarkorn og spilaði með fingrunum á armbríkina, og brosið um munn hennar varð æ breiðara. Það var ekki að sjá að ávítandi augna- ráð skrifstofustjórans fengi minnstu vit- und á hana. Rétt í þessu sló klukkan tíu. Ungfrú Lange hrökk við og dró stólinn nær rit- vélarborði sínu. Pappírsörk var stungið í vélina, tíu fingur dönsuðu yfir stafa- þrepin — ný lína — nýr dans — ný lína. Ungfrú Lange var forkur að vinna! Er öll tíu klukkuslögin höfðu tónað út um skrif- stofuna, stóð skrifstofustjórinn upp, stakk gleraugunum og „Aftenposten"1) í vasa sinn og gekk til dyranna í aftanverðri skrifstofunni og renndi um leið hvössum augum á báða bóga. Þetta endurtók sig klukkan tólf á hádegi. En þá var þó mun- ') Annað stæa-sta dagblað Noregs. Þýð. a
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.