Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Blaðsíða 50

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Blaðsíða 50
44 NÝJAR KVÖLDVÖKUR Þau eru hreinsuð og notuð hvert um sig til deyfi- og svefnlyfja. Þar sem ópíum er notað sem nautnalyf, er það ýmist reykt eða tuggið. Þá er menn reykja það, falla þeir í dvalaástand, en eftirköstin eru al- varleg, og flestir þeir, er venjast nautn þess, eyðileggjast á sál og líkama von bráðar. í Vesturlöndum nota menn mor- fín sem nautnalyf og eru áhrif þess að mestu hin sömu. Mest ópíumsrækt er í Indlandi, Persíu og Litlu-Asíu, en auk þess í ýmsum Evrópulöndum og nokkuð í Norður-Ameríku. Mjög ganga ópíum- vörur kaupum og sölum meðal smyglara, einkum í stórborgum hvervetna í heimi, því að í öllum löndum leitast ríkisvaldið við að hamla sölu þess og hindra, að menn noti það sem nautnalyf. Er nautn ópíums og annarra slíkra eiturlyfja eitt af hinum ótalmörgu alþjóðavandamálum, sem þjóð- irnar þurfa að berjast við. b. Kínatré (Chinchona). Suður í Andesfjöllum í Suður-Ameríku vex lágvaxið tré, sem kallast kínatrje. Það er sömu ættar og möðrurnar, sem vjer þekkjum svo vel hér heima. Ur berki trés þessa er unnið efni, sem kínín heitir. Hefir það notið mikils álits sem blóðkæl- andi lyf, og er mikið notað í ýmsum hita- sóttum. Það hefir um langan aldur verið nálega hið eina læknislyf, sem nokkuð hefir dugað gegn „malaríu" hinum mikla vágesti margra hitabeltislanda. Svo herma sagnir, að fyrst hafi kínínbörkurinn kom- izt til vegs, er með honum var læknuð landstjórafrú í Perú, Chinchonx að nafni, árið 1638. Af nafni hennar dró Linné síð- ar hið latneska nafn plöntunnar. Um lang- an aldur fékkst kínabörkur einungis frá heimkynnum trésins í Andesfjöllunum. Síðar tókst Englendingum og Hollending- um að ná í fræ af Kínatré með hinum mestu erfiðismunum og flytja það til Asíu. Er það nú mikið ræktað á Java, Ceylon, Vestur-Indlandi og víðar þar eystra. c. Tóbak. Tóbak eru blöð ýmissa náskyldra plantna, en einkum eru þó notuð blöð af tveimur tegundum: virginíutóbaki (Ni- cotiana virginina) og bændatóbaki (N. rustica). Plöntur þessar eru sömu ætt- ar og kartaflan og fleiri nytjaplöntur' Þetta eru allstórar jurtir með ljósleitum blómum, og eru þær allvíða ræktaðar til skrauts. Heimkynni þeirra er í Ameríku, en eru nú ræktaðar víða um lönd, en þó er útbreiðslu þeirra misjafnt háttað. Þannig er virginíutóbak einkum ræktað fyrir vestan haf, en bændatóbak í Evrópu og Asíu. Enda þótt tóbaksjurtirnar eigi heimkynni í heitu loftslagi, hafa þær mjög getað lagað sig eftir lífsskilyrðum, er lönd þau, er þær hafa verið fluttar- til veita. Það hefir tekizt að rækta tóbak allt norður á 62° n. br. Þannig er lítilsháttar tóbaksrækt syðst á Norðurlöndum, en fremur þykir það tóbak vont, og stendur það langt að baki því tóbaki, sem ræktað er við hærra hitastig og meiri sól. ■ Svo er talið, að Indíánar hafi þekkt tó- bak og ræktað það frá ómunatíð. Hin fyrstu kynni Evrópumanna af því voru 1492, þegar Columbus steig á land á Kuba. Sá hann og menn hans frum- byggja landsins ganga þar um á strönd- inni og spú reyk úr munni og nösum. Mælt er að Evrópumönnum hafi fyrst í stað fallið reykur þessi illa, en brátt kom- ust þeir á bragðið, og 1518 var fyrst reynt að rækta plöntuna í Lissabon. Árið 1560 sendi Jean Nicot, sem var franskur sendiherra í Lissabon, fræ af tóbaksjurt til Frakklands og mælti mjög með jurt þessari til sáralækninga og sem kvala- stilli. Breiddist nú tóbaksnotkun og rækt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.