Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Blaðsíða 51

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Blaðsíða 51
NYTJAJURTIR 45 un út um Frakkland og Spán og víðar um lönd. Var hvorttveggja, að mönnum féllu áhrif jurtarinnar vel í geð, og hitt, að hún naut mikils átrúnaðar til lækn- inga. Þá er og talið, að styrjaldir þær, er á þessum öldum geysuðu í Evrópu hafi átt drjúgan þátt í útbreiðslu tóbaksnotk- unar. Frá Evrópu barst tóbaksnotkun til Asíu, og fór tóbakið sigurför um heim all- an á furðu skömmum tíma. Er það nú tví- mælalaust hið algengasta nautnalyf mann- kynsins, og stoðar lítt, þótt fjöldi góðra manna hafi þarizt gegn því með oddi og egg. Hingað til lands er talið að tóbak hafi fyrst flutzt í byrjun 17. aldar, og hafa menn áreiðanlegar sagnir af því hér 1615. Lærðu íslendingar fljótt, eins og aðrar þjóðir, bæði að reykja, tyggja og taka í nefið. Tóbak er ræktað víða um heim. Mest er það þó í hitabeltinu og hinum heit- tempruðu löndum. Einna bezt þykir tó- bak frá Havana og Brasilíu. Mesta fram- leiðslulandið er þá Bandaríki Norður- Ameríku. Hefir um þý af heimsfram- leiðslunni verið þaðan. Af Evrópulöndum, sem rækta tóbak, má nefna Rússland, Dónárlöndin, Þýzkaland og Frakkland. Tóbaksjurtin er einær. Verður því að sá til hennar á hverju vori. Þegar plönt- urnar eru orðnar nokkuð vaxnar er þeim plantað í beð. Þarf að annast þær vel yfir sumarið, og einkum hindra að þær blómg- ist, því að blómgun dregur úr blaðvextin- um, en vegna blaðanna er jurtin ræktuð. Þegar plantan er fullvaxin, er skorið upp. I heitum löndum er öll plantan tekin í einu, en þar sem vöxturinn gengur seint, eins og oftast er í kaldari löndum, eru blöðin plokkuð smám saman eftir því sem þau vaxa. Eftir uppskeruna eru plönturn- ar hengdar til þurks í hjalla í 1—2 mán- uði. Ýmsar efnabreytingar verða þá í blöðunum jafnframt því sem þau þorna. J’annig breytist nokkuð af mjölvi þeirra í sykur. Mjög er áríðandi fyrir gæði tó- baksins að þurrkun þess takist vel. Síðan eru blöðin stökkuð og fergð. Þá hleypur í þau gerð, sem talið er að bakteríúr valdi. Verða þá efnabreytingar í tóbakinu. Að gerðinni lokinni eru blöðin' aðgreind' og eru nú fullbúin til iðnaðar, hvort sem úr þeim skal unnið reyk-, munn- eða neftó- bak. En áður en því sé lokið þarf að með- höndla þau á ýmsan hátt, sérkennilegan fyrir hverja tóbakstegund, láta í þau ilm- og bragðbætandi efni og þessháttar. í tóbakinu eru ýmiskonar efni. Sum gefa því ilm og bragð, önnur valda áhrif- um þeim, er tóbakið hefir á neytendurna. Eru það eiturefni, og er nikotin þeirra merkast. Það er hið rammasta eitur. Lognar sakargiftir. Seint á 17. öld var ákaflegt galdrastapp í Thisted í Danmörku. Presturinn þar, magister Oluf Björn, hafði fengið 14 kon- ur, eldri og yngri, til þess að látast vera djöfulóðar og bera hefðarfrú eina galdri, af því að hún vildi ekki gefa honum dótt- ur sína. Allt komst upp. 1698 dæmdi hæstiréttur prestinn frá kjóli og kalli og í æfilangt fangelsi. Hann var þó náðaður næsta ár, en rekinn úr landinu. Enn þá stórkostlegri var glæpur sá, sem skozkur maður, Hopkins nokkur, gerði sig sekan í. Hann varð ber að morði, og var hengdur fyrir það. Áður en hann var fest- ur upp, játaði hann, að hann hefði borið galdrasakir á 200 konur, og hefðu þær allar verið brenndar. Hann kvaðst hafa fengið 20 shillings fyrir hverja þeirra hjá dómaranum. (Ól. Dav.: Um galdra og galdramál).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.