Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Síða 46

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1937, Síða 46
40 NtJAR KVÖLDVÖKUR hreinskilinn, þá skil ég mig ekki sjálf. Að minnsta kosti ekki fyllilega.11 „Jæja, nú verðum við víst að fara,“ sagði einhver í hópnum. „Þetta hefir ver- ið skemmtilegt.“ ,jO-o, skemmtilegt! En það er gott að geta sagt það sem manni býr í brjósti,“ sagði Ruth. „Absolutt,“ sagði ungfrú Nickelsen á skjalasafninu. Hún hafði ekki sagt eitt einasta orð allt kvöldið. „Gæti ekki verið gaman að hittast öðru hvoru svona utan skrifstofunnar — t. d. einu sinni í mánuði,“ sagði Ruth. Hinar voru sammála. „Við starfandi stúlkur,“ sagði ein hlæj- andi. „Segjum fyrsta mánudag í hverjum mánuði, eða hvað?“ „Allright! Góða nótt, starfandi stúlkur!“ „Góða nótt — þakk fyrir í kvöld!“ Ruth fór að taka til og hugsa og var mjög óánægð með sjálfa sig. — Allt sem ég hefi blaðrað og blaðrað án þess þó að geta tosað út úr mér því sem ég ætlaði að segja þeim, hugsaði hún með sjálfri sér. „But — what to do about it? Let’s put out the light and go to bed!1'1) En það er ekki alltaf einhlítt heldur. Hún lá lengi vakandi og bylti sér til í rúminu. Allt í einu flaug henni í hug að hún vildi ekki vera lengur í þessari stöðu sinni. Hvaða framtíð var í því? Var hún ekki ung og hraust og hugrökk? Skyldi svo sem ekki vera neitt annað til að taka sér fyrir hendur í þessum stóra og dásam- lega heimi en að láta fingurna dansa um stafaþrep á ritvél allan liðlangan daginn? Eflaust. Á morgun undireins skyldi hún snúa sér að þessu — þaulhugsa það að minnsta kosti. a) »En — hvað er við því að gera? Bezt að slökkva Ijósið og' fara að hátta!« (enska). Þýð. Ró og friður seig á hana. Rétt á eftir var hún sofnuð. Ruth Lange vaknaði morguninn eftir og fann það á sér að hún myndi eiga í vændum mikinn dag og merkilegan, en henni var ekki fyllilega ljóst, í hverju þetta væri fólgið. Er hún dró upp felli- tjaldið frá glugganum, sá hún að himin- inn var sindrandi blár og vissi að sólin myndi skína beint á hana, er hún gengi ofan eftir Drammens-vegi, lystigarðs- megin. En varð nokkur merkisdagur úr sól- skini og heiðum himni? Æ, það var satt! í dag átti hún að iara að hugsa um eitthvað nýtt. Húrra! Hvílík blessuð frelsistilfinning sem fylgdi því að hafa ásett sér að hætta á skrifstofunni. En hamingjan góða — klukkan! Ennþá var hún þó skrifstofustúlka hjá Eilertsen & Sönner H/F. og átti að koma til vinnu klukkan níu stundvíslega — helzt fáein- um mínútum fyrir níu. ískaldur steypirinn, grófnuddunin á eft- ir og síðan í fötin í hvínandi hvellinum, klukkan þrjú kortér í níu, og hún átti ekki einu sinni fyrir „Strætó“-miða, allt þetta steypti henni niður af hátindi hrifn- ingarinnar — og þrátt fyrir bláa himininn og sólina beint í andlitið hljóp hún við fót ofan eftir Drammens-vegi í fremur gráu hversdagsskapi. Fjárans líka — fyrirgefðu orðbragðið, elsku Ruth, sagði hún við sjálfa sig, það er nú annars ekki bara að hætta á skrif- stofunni. Ég lifi ekki á hugsununum ein- um, ég verð víst að þrauka kyrr þangað til ég hefi hugsað til hlítar. Það á ég við. Þetta dularfulla það, sem átti að veita henni frelsi og sjálfstæði ekki aðeins í bráð heldur einnig í lengd. Hún kom of seint á skrifstofuna. Auð- vitað. Stúlkurnar kinkuðu kolli og þökkuðu

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.