Nýjar kvöldvökur - 01.01.1947, Blaðsíða 17

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1947, Blaðsíða 17
N. Kv. SÍÐASTI KONUNGUR ÍSLENDINGA 3 Auk þessara gesta voru á Fredensborg Ge- org I. Grikkjakonungur, sonur Kristján.s IX., og oft kom þangað Svíakrónprinz Gust- af (núver. konungur inn V. með því nafni). Enn er að nefna George prinz (síðar V. Bretakonung) og Nicolaj keisaraefni (dótt- urson Kr. IX., síðar Rússakeisara), að ógleymdum ríkisarfahjónunum dönsku, Friðrik og Louise, og börnum þeirra og öðr- inn dönskum prinzum og prinzessum. Inn aldni konungur, Kr. IX., hafði inar mestu mætur á inum elzta sonarsyni sínum, og son- arsonurinn virti og elskaði afa sinn og minntist hans iðulega fyrr og síðar með elsku og aðdáun. Konungsefni átti dýrmæt- ar minningar frá 25 ára ríkisstjórnarafmæli afa síns 1888 og frá gullbrúðkaupi afa síns ogömmu 1892. Kristján konungsefni var nú kominn á þrítugsaldur, og hann var líka farinn að líta 1 kringum sig. IJað var vorið 1897, að hann opinberaði trúlofun sína nálægt bænum Cannes við Miðjarðarhaf með Alexandrínu stórhertogainnu af Mecklenhurg-Schwerin, dóttur Friedrich Franz III. stórhertoga og Anastasíu stórhertogainnu. Áttu þau stór- hertogahjónin hús þar syðra. Anastasía var systir Alexanders stórfursta, er átti Xeníu stórfurstinnu, dóttur Dagmar keisarinnu og Alexanders zars III. Amma stórhertogans, hriedrich Franz III., var Alexandrine, systir ^ilhjálms I. Prússakonungs og þýzks keis- ara. Að loknum hátíðahöldunum í sam- handi við áttræðisafmæli Kristjáns IX., 8. aPril 1898, andaðist stórhertoginn af Meckl- cnburg-Schwerin 10. s. m. Brúðkaup Krist- jans konungsefnis og Alexandrine stórher- togainnu fór fram suður í Cannes 26. apríl 1898 í kyrrþ ey, vegna andláts föður brúðar- lrmar, er þá var nýafstaðið. Það var 26. maí, sem konungsefni kom með brúði sína til Kaupmannahafnar. Prinz- essan var fædd 24. desember 1879. Hún gift- lst 18 ára, eins og tengdamóðir hennar hafði gert. — Cecilie, síðar þýzka krónprinzessan, gefur systur sinni Alexandrine þann vitnis- burð í minningum sínum, að hún liafi alltaf verið boðin og búin að gera öðrum greiða, en aldrei krafist neins fyrir sig. — Louise Danadrottning, amma konungs- efnis, andaðist í septbr. 1898. Innan skamms fengu ungu hjónin bústað í Sorgenfrihöll að sumrinu og í höll Krist- jáns VIII. á Amalienborg. í Sorgenfri fædd- ust báðir synir þeirra hjóna: Friðrik (núver- andi kon. inn IX.) 11. marz 1899 og Knud prinz (núver. ríkisarfi) 27. júlí 1900. Kristján konungur IX. andaðist 29. jan. 1906, 87 ára að aldri. Kom þá sonur hans Friðrik til ríkis (Fi. VIII.) og Kristján, elzti sonur hans, varð ríkisarfi. Það var I. C. Christensen forsætisráðherra, sem lýsti kon- ungaskiptunum. Friðrekur konungur inn Áttundi sat að- eins rúm 6 ár að ríkjum. Vel vildi hann oss íslendignum, en engu varð um þokað til bóta á sambandi íslands og Danmerkur um lians daga. Það var 14. maí 1912, sem kon- ungur varð bráðkvaddur suður í Hamborg á leið sunnan frá Cannes. — Klaus Berntsen forsætisráðlierra lýsti konungaskiptunum 15. maí frá svölum hallar Kristjáns Áttunda. Inn nýi konungur, Kristján Tíundi, flutti skörulegt ávarp. Þar er skemmst frá að segja, að Kristján Tíundi ávann sér meiri vinsældir í Dan- mörku en líklega nokkur konungur annar hefir nokkurn tíma gert þar í landi. En skýringin er líklega sú, að hann er danskasti konungurinn, sem Danir hafa nokkru sinni átt. — Danir fengu Norður-Slésvík um hans daga aftur. Konungurinn, sem ríður á hvíta hestinum inn í Slésvík, er mynd, sem geym- ist öldum og óbornum í Danmörku. — Með- an á hernáminu þýzka stóð var konungur átrúnaðargoð þjóðarinnar. Andstæðingarn- ir dáðust að honum. Hugrekki hans var óbil- andi og hann sagði aðkoinumönnunum það, sem honum bjó í brjósti, þó að það væri óþægilegt fyrir þá. 1*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.