Nýjar kvöldvökur - 01.01.1947, Page 62
N. Kv.
Fimmtán daga ferð fyrir sláttinn.
Þeir fóru lestaferð suður á land.
Þegar eg var lítill drengur heima í Geld-
ingaholti í Skagafirði komst eg í ýmis plögg,
er lengi höðftt verið vandlega geymd í ram-
gervu kofforti uppi á stofulofti. Meðal þess-
ara plagga var dagbók Nikulásar hrepp-
stjóra Magnússonar frá fyrra hluta 19. aldar.
Nikulás hafði búið um hríð á parti úr Geld-
ingaholti. Var hann greindarmaður og vel
upplýstur, skrifaði góða hönd og kunni skil
á mörgu. Hann var einn inna mörgu Glaum-
bæjarbræðra, sona Magnúsar prests Magn-
ússonar, en hann var tvíkvæntur, og var
Nikulás einn af yngri bræðrunum, sonum
Sigríðar Halldórsdóttur klausturhaldara á
Reynistað Vídalíns. Allir voru jreir bræður
góðir smiðir, söngmenn miklir, kátir og
skemmtilegir.
Dagbók Nikulásar er merkileg heimild
um margt í Seyluhreppi og víðar í Skaga-
firði á þeim tíma, sem hún er skrifuð.
Við 1. júlí 1840 stendur, að Jreir bræður
(]tá í Glaumbæ) Nikulás og Stefán hafi farið
í lestaferð suður á land (til Reykjavíkur).
Komu aftur heim 15. sama mánaðar. Voru
með 4 hesta frá Glaumbæ, 1 frá Hátúni og ]
frá Stóru-Seylu. „Ráku 1. júlí undir Sauða-
fell. 2. (júlí) Ráku yfir Sand allt í Hvanna-
mó. 3. Lágu um kyrrt. 4. Ráku á Hofmanna-
flöt. 5. Áfram. 6. að morgni til Reykjavíkur.
7. Um kyiTt. 8. do (ditto). 9. Héldu af stað
úr Rvík upp í Seljadal. 10. Ráku upp á Hof-
mannaflöt. 11. Yfir Kaldadal og á torfurnar.
12. Að Arnarvatni. 13. Yfir Sand. 14. Að
morgni á nyrðri Blöndubakka. Um kyrrt þar
að hvíla hrossin. 15. Heim (að Glaumbæ)
um háttatíma."
En ekki leið á löngu, Jrar til þeir Glaum-
bæjarbræður lögðu af stað í aðra ferð. Segir
Nikulás frá Jrví á þessa leið: „20. (júlí) Vest-
ur í Höfðakaupstaðmeð 11 hesta undir reið-
ingi (að sjálfsögðu með ullina). Vestur fjöll,
komu að Manaskál og töfðu þar (bjó þar þá
Halldór bróðir þeirra, síðar hrstj. í Geld-
ingaholti). 21. Lögðu inn og tóku út, bundu
og fóru af stað um háttatíma. Héldu fram í
Litla-Vatnsskarð og höfðu þar reiðings-
áfanga. 22. Komu heim (að Glaumbæ) fyrir
háttatíma."
Það er rösklega af sér vikið, að ljúka við
Jiessa kaupstaðarferð á þremur dögum, enda
má svo heita, að Jreir leggi saman nætur og
daga.
Synir sr. Magnúsar voru alls 10, 5 af fyrra
og 5 af síðara hjónabandi. Tveir af sonun-
um eftir fyrri konuna (Málfríði Jónsdóttur
bónda á Hafragili Guðmundssonar', dóu
kornungir.
Dætur sr, Magnúsar voru 2 af fyn'a og 4 af
síðara hjónabandi, og dó ein þeirra í æsku.
Komust jiannig 13 börn sr. Magnúsar upp>
8 synir og 5 dætur. Yngsti sonurinn, sem upp
komst, dó 22 ára, ókvæntur og barnlaus.
Hinir 7 urðu allir bændur í Skagafirði.
Br.T.