Nýjar kvöldvökur - 01.01.1947, Blaðsíða 59
N. Kv.
DYVEKE
45
„Bíddu annars við. Hvað varstu að blaðra
uni erkibiskupsstólinn í Lundi?“
„Það var tómt blaður. eins og þú segir.
Hans náð spurði mig, hvort eg ætti nokkra
ósk, og eg bað um erkibiskupsstólinn. — Ef
eg fengi hann einhvern tíma, væri það þá á
móti yðar skapi?“
„Gættu þess að fara ekki á bak við mig,“
svaraði Sigbrit, og hengslastu svo af
stað." (Framhald).
Bækur.
Sigfús M. Johnsen: Saga Vestmanna-
eyja. Rvík 1946. Útgef. ísafoldarprent-
smiðja.
Þetta er mikið rit og vandað í tveimur
stórum bindum, prýtt fjölda mynda af
ntönnum og mannvirkjum. Hefir !töf. sýni-
'lega lagt í það mikia vinnu og kannað ara-
grúa af heimildum, gömlum og nýjum.
Það þarf ekki að blaða lengi í Sögu Vest-
ntannaeyja til þess að sjá, að hún er um
margt frábrugðin svipuðum ritum er út hafa
komið. Persónusaga er þar sáralítil, en hag-
saga eyjanna hins vegar rakin nákvæmlega,
°g leitast við að sýna líf og kjör eyjarskeggja
a liðnum tímum. Er þarna margt að finna,
sem ókunnuga hefði sízt grunað, því að í
Eyjum hafa skapast ýmsir búnaðar- og lífs-
hæt-tir, sem ókunnir eru annars staðar á
landinu. Stóð það í sambandi við hin sér-
stæðu lífsskilyrði þar. Þannig er merkilegt
að lesa um samvinnu eyjabænda, og ekki síð-
,Ir um varnarlið þeirra. Ekki er síður fróð-
Iegt að fyl gjast með þeirri þróun, er þarna
l'efir orðið, frá því er Vestmannaeyjar voru
fániennt sveitarfélag hálfánauðugra leigu-
en kóngur og kaupmenn hirtu allan arð
af af Ia þeirra til lands og sjávar, og létu þeirn
aðeins eftir hið naumasta til framdráttar líf-
'nu- En nú eru Vestmannaeyjar einn af fjöl-
’hennustu kaupstöðum landsins, og athafna-
'ff ó\ íða meira.
f-r góður fengur að sögu þessari og mætti
hun verða til fyrirmyndar nm ritun héraðs-
sagna. En kosið hefði eg, að lýsing eyjanna í
uppfiafi hefði verið fyllri.
Eirikur ií Brúnum. Vilhjálmur Þ.
Gíslason sá um útgáfuna. Rvík 194(i.
Útg. ísafoldarprentsmiðja.
Ekki inundi sá maður hafa þótt spámann-
lega vaxinn, sem spáð hefði því nokkru fyr-
ir aldamótin síðustu. að rit Eiríks á Brún-
uni yrðu gefin út í heildarútgáfu tæpum
50 árum eftir dauða ltans. Hagur Eiríks og
álit' manna á meðal var þá svo, að Iionum
var úthýst og sigað ,á hann hundum víða
um byggðir landsins. En svona fór nú samt.
í bók jtessa er sal'nað saman ferðasögum
F.iríks til Kaupmannahafnar og Utah í
Ameríku. nokkru aif ritum hans um Mor-
mónatrú, þjóðsagnaþáttum og ýmsum rit-
gerðakornum.
Ferðasögurnar eru tvímælalaúst merki-
legastar af jressu öllu saman, einkum ferðin
til Hafnar. Það. sent gerir hana svo ánægju-
lega aflestrar. er auk frásagnalistar höf. hin
glögga athygli og el tirtekt, barnsleg undrun
yfir ]o\ í. er fyrir augun bar, og skynsamlegar
athugasemdir. F.n margt er einnig rnerki-
legt í hinum ritunum, og þá ekki sízt per-
sónuleiki höf. sjálfs, sem alls staðar er þar
að baki. En F.irík má hiklaust telja meðal
hinna merkilegri fulltrúa íslenzkrar alþýðu-
mennnigar á s, 1. öld.
Útgáfan virðist snoturlega gerð. Hefur
j). G. samið allmiklar skýringar með efn-