Nýjar kvöldvökur - 01.01.1947, Qupperneq 24
10
MANDA-STRANDIÐ Á DJÚPAVOGI 1887 O. FL.
N. Kv.
endunum mikil vonbriffði, 02; nú voru sóð
0 0 o
ráð dýr að því leyti, hvernig haga skyldi út-
gerðinni til hausts. Varð það að samkomu-
lagi, að halda skyldi skipinu til Fáskrúðs-
fjarðar, gera þar út frá því þrjá róðrarbáta
og salta fiskinn í skipið .Þetta lánaðist frem-
ur vel, og eftir veturnætur kom skipið til
Djúpavogs siikkhlaðið af liski. Það óhapp
vildi til, þegar skipið lagði að bryggjunni
við verzlunarhúsin, snerti það bryggjuna
lítið eitt, og þótt lítill væri skriðurinn,
þoldi bryggjan það ekki, og brotnaði meira
en þriðjungur hennar, svo að allur fram-
hlutinn valt til hliðar.
Iíkki leizt eigendum skipsins að halda út-
gerðinni áfram. því að í desembermánuði
var það auglýst til sölu í einu Reykjavíkur-
blaðinu og selt skömmu síðar Guðmundi
Einarssyni í Nesi við Seltjörn. Um söluverð-
ið veit egekki glöggt, en það mun þó áreið-
anlegt, að eigendur sluppu skaðlausir. Þess
skal getið, að það ár, sem skipið var gert
út, var verzlun óhagstæð og fiskur í lágu
verði. — Guðmundur Einarsson átti skipið
í nokkur ár og gerði það út til fiskveiða, en
ekki lánaðist sú útgerð vel. Síðast var Anna
send til Reyðarfjarðar að vorlagi og báturn
haldið út frá henni; var henni lagt út við
Breiðuvík, og þar lá hún um sumarið. Um
haustið var fiskurinn tekinn úr henni og
fluttur suður á öðru skipi. Ráðgert var að
færa Önnu í vetrarlagi inn á Eskifjörð, en
einhverra orsaka vegna \arð dráttur á því.
í afspyrnu sunnanroki slitnaði hún upp,
rak á land og brotnaði í spón.
Að lokum skal í fáum orðum minnzt
þeirra fjögra rnanna, sem störfuðu að björg-
un Önnu á Papös. — Lúðvík Jónsson var
trésmiður að lærdómi og lærði iðn sína í
Kaupmannahöfn. Foreldrar hans voru Jón
Jónsson og Anna Jónsdóttir. Var Lúðvík
mesti ágætismaður og sómi sinnar sveitar;
duglegur var liann að hverjti sem hann
gekk, ötull og áhugasamur og hataði alla
lieti og ómennsku. Hvatti liann jafnan
unga menn til dáða og athafna, og fjör-
maður var hann og hrókur alls fagnaðar t
samkvæmum. Hann stundaði sjómennsku
og ýmis önnur störf. þegar önntir verkefni
voru eigi fyrir hendi. Hann andaðist í
strandferðaskipinu Austra árið 1912; vat
á heimleið frá Reykjavík, en hafði þangað
larið í lækningaskyni; hafði hann verið
heilsuveill um hríð, en krabbamein mun
hafa orðið horium að bana. Kom andláts-
fregn hans eins og þruma úr lygnu lofti
yfir kunningja hans og sveitunga. — Fyrri
kona hans var Lovísa, dóttir Weywadts
verzlunarstjóra á Djúpavogi. Áttu þau eiriri
son, Weywadt trésmíðameistara í Kaup-
mannahöfn. Síðari kona Lúðvíks var Krist-
rtin Finnsdóttir, myndarkona. Þau áttu tvö
börn. Ágúst, sem er starfsmaður \ið Kaipi-
lelag Berufjarðar, og Sigurlaugu, konu Jóris
Sigurðssonar á Djúpavogi.
Sigurður Malmkvist var sonur Jóhanns
Malmkvists skipstjóra og Ingibjargar Sig-
urðardóttur. frá Hamarsseli. Jóhann var
skipstjóri á hákarlaskipi, sem í þá daga var
gert út frá Djúpavogi. Um fenningaraldur
fór Sigurður á hákarlaskip og vandist því
snemma‘sjómennsku. Þegar hann var utn
tvítugt, var það eitt sinn síðara hluta vetr-
ar, að skipið lá til drifs i sunnanroki út af
Lóni og’brotsjór féll á hlið Jiess, kastaði því
á hliðina, en sjór lell í stórseglið. svo að
skipið gat ekki rétt sig. Sigurður stóð á Jnlj-
uni ásámt fleirum og þótti illa horfa; greip
hann þá stóran hníf, stökk út á seglið og
risti Jrað sundur, en með þessu var skipinu
borgið, og Jóhann skipstjóri var ánægður
með snarræði sonar síns. Sigurður var
prúðmenni og tryggur vinum sínum. Hann
var í mörg ár stýrimaður, fyrst með föður
sínum, en síðar með dönskum skipstjóra.
Ivona hans var Friðrika Friðriksdóttir, og
átitu Jaau einn son, Karl að nafni; hann var
um mörg ár beykir, fyrst á Djúpavogi, en
síðar á Húsavík. Kona hans var Matthildur