Nýjar kvöldvökur - 01.01.1947, Blaðsíða 45
N. Kv.
DYVEKE
31
skorta; garðurinn yrði að vera vel búinn í
alla staði, og skyldi hann verja til þess því
fé, sem hann teldi nauðsynlegt.
„Nú kemur frillan," sagði hann, þegar
hann hafði þumlungazt yfir bréfið ásamt
Torben Oxe. „Eg hef frétt frá Osló, að hún
hafi undarlegt vald yfir hans náð.“
„Vald kvenna er aldrei neitt undarlegt,“
mælti Torben Oxe. „Það endist um skeið,
og þegar fýsnin er södd, lognast það út af
eins og kertaljós, og eftir er ekki annað en
rjúkandi skar.“
„Svo er sagt, að mamiman sé andstyggileg
nom,“ mælti 'hallarstjórinn. „Hún er sölu-
kerling frá Amsterdam og liatar aðalsmenn
og klerka af öllu hjarta. Henni er kennt um,
að konungur lét Hamars-biskupinn dúsa í
Bahústurni. En Dyveke er sögð fögur sem
engill."
„Eg lrefði gaman af að sjá þann engil,“ •
mælti Torben Oxe.“
„Þér fáið að sjá hana,“ sagði Esge Bilde.
„Ef það verður eins og í Osló, þá verður
konungurinn hjá henni ár og síð, og hún
bjá honum. Bróðir minn skrifaði mér frá
Balnisi, að norsku höfðingjarnir væru Sig-
britu sárgramir, því að hún kæmi sínu fram
við konung fremur en nokkur þeirra, og að
sá gerði gustukaverk, sem stíaði lronum frá
Dyveke, svo að gamla nornin ryki til horn-
grýtis um íeið.“
Hann kallaði á hallarritarann, Hans Faa-
borg að nafni, og skipaði honum að láta
bressa upp á konungsgarðinn eftir þörfum.
Efann var lágur og kubbslegur maður, mið-
Ur upplitsdjarfur, en franr úr lagi auðmjúk-
ur.
• •Mér geðjast ekki að þessurn pilti,“ mælti
Eorben Oxe.
• Hann er trúr og áreiðanlegur," svaraði
ballarstjórinn; „annað læt eg mig engu
skipta. Hann hefur einhvern veginn komið
ser í mjúkinn Iijá konungi, því að hans náð
er>dist alltaf til að hlusta á sögur Hans Faa-
borgs. Þetta vita ýmsir og leita til hans. og
ritaranum áskotnast drjúgur skildingur fyr-
ir það.“
Hans Faaborg tók með sér einn af þjón-
um Kristjáns konungs, Hrólf Madsen að
nafni, og reið til Hvíteyrar, sem stóð á hæð
við ströndina eina mílu vegar frá Kaup-
mannahöln. lukt eplagarði. Þar niður und-
an var lending, en á allar hliðar skógar mikl-
ir, þar sem konungur var oft á veiðum.
Næstu daga var ekið þangað ýmiss konar
húsgögnum frá konungshöllinni, þernur og
húskarlar vistráðnir og viðbúnaði öllum lok-
ið vikudaginn næstan eftir það er konungs-
bréfið hafði borizt.
„Nú er'öllu vel fyrir komið handa frillu
hans náðar,“ mælti Hans Faaborg; „nú má
flennan koma fyrir mér, þegar hún vill. En
þú hlýtur að hafa séð hana, Hrólfur. þegar
þú varst í Osló með konunginum."
„Eg held eg sæi hana,“ svaraði Hrólfur
Madsen; „eg sá hana á hverjum degi. Þegar
hans náð fór á fætur, gekk hann út að glugg-
anum og veifaði hattinum í áttina til húss-
ins, þar sem liún bjó; þá sleppti hún út
dúfnahópi. Svona var morgunkveðjan
þeirra.“
,.Eg hélt hann hefði haft hana hjá sér í
höllinni. Er hún eins lalleg og af er látið?“
„Já, falleg er hún,“ svaraði Hrólfur; „eg
lief aldrei séð eins falleg augu eða eins blíð-
legan munn. En kerlingin er ekki hótinu
betri en kölski. Hún barði mig einu sin.ni
með stafnum sínum, þegar henni fannst eg
vera of seinn á mér, svo að hljóp upp á bak-
inu á mér, og þegar eg kærði þetta fyrir lians
náð, hló hann að mér og sagði að eg yrði að
flýtamér meira næst; það sagðist hann verða
að gera sjálfur, ef hann ætlaði að forðast
staf Sigbritar.“
„Gengur hún við staf?“ spurði Hans Faa-
borg.
„Blessaður vertu,“ svaraði þjónninn;
„hún er svo digur, að hún getur ekkert dreg-
izt staflaust. En þegar henni sinnast, þá
stendur hún föstum fótum og lemur.“