Nýjar kvöldvökur - 01.01.1947, Side 23
N. Kv.
MANDA-STRANDIÐ A DJÚPAVOGI 1887 O. FL.
9
liöfnina með syni sínum; lágu þar þá mörg
skip ]>æði stór og smá. Allt í einu gekk til
þeirra vasklegur maður, klæddur einkennis-
bú ningi skipstjóra Sameinaða gufuskipafé-
Jagsins, ávarpaði Lúðvík vinsamlega og
spurði hann, hvort liann væri ekki hafn-
sögumaðurinn á Djúpavogi. Hann kvað svo
vera. Var þarna kominn skipstjórinn ungi,
sem 12 árum áður hafði siglt kaupfarinu
'frá Kaupmannahöfn til Papós, en var þá
orðinn skipstjóri á einu hinna stærri skipa
Sameinaða félagsins. Leiddi hann þá feðga
út á skip sitt, sem lá þar nærri, og veitti
þeim vel. Bar margt á góma þá stund, er
þeir stóðu þar við. Síðan bauð liann þeim
heim, til sín, og óku þeir í vagni þá leið.
Kona skipstjórans tók þeim feðgum með
mestu alúð, og dvöldust þeir þar í bezta
yfirlæti og við glaðværð. Sagði skipstjóri
þeim ýmislegt af ferðum sínum yfir At-
landshaf, en hann sigldi eftir fastri áætlun
milli Kaupmannahafnar og Nýju Jórvíkur.
Það var tilgangur þeirra, sem strandaða
skipið keyptu, að það gengi til fiskveiða.
Eins og áður er skýrt frá, voru það þeir
Slefán Guðmundsson verzlunarstjóri á
Djúpavogi, Eggert Benediktsson verzlunar-
stjóri á Papós og Stefán Guðmundsson á
Starmýri, sem hver átti sinn hluta, en um
fjórða hlutann voru tveir, Jón Árnason,
sem þá bjó á Þvottá, og Jón P. Hall á S,tar-
111 ýri, hreppstjóri í Geithellnahreppi. Vet-
minn 1893 var harður til jaifndægra, en eft-
lr það kom ágæt tíð, sunnan- og suðvestan-
att- Jafnskjótt sem fært var tíðar vegna, var
fiyrjað að búa skipið, mála það og gera að
seglum og reiða. Skipstjóri var fenginn frá
Keykjavík, Bjarni Elíasson, ungur maður,
en vanur skútumaður. Stýrimaður var Sig-
urður Malmkvist, sem fyrr er getið. Skip-
rerjar voru alls tólf og þeirra á meðal þeir
Lúðvík Ólafsson og Kristján Kristjánsson,
sem voru við björgun skipsins árið áður.
Auk þess var þar Færeyingur, er Jón hét,
Vanur skútumaður og ágætur fiskimaður.
Lagt var út frá Djúpavogi tímanlega í apríl,
og var þá oft um þær mundir liæg sunnan—
suðvestanátt. Skipstjóri hélt skipinu suður
með landi, því að honum feizt ekki ráðlegt
að nema staðar, þegar vindur blés af þeiiri
;itt, við suðausturströnd landsins. Vel féll
skipshöfninni við Bjarna skipstjóra; var
hann knár maður og snar í hrey.fingum. —
Eftirfylgjandi tvær sögur sagði Lúðvík
Ólafsson mér af honum. Þegar Verið var að
flytja vistir út í skipið á Djúpavogi, var þar
á meðal tunna full af púðursykri. Á bak
við káetukappann í skut skipsins var dá-
lítið skot og lágt undir þiljur. Til þess að
konia tunnunni í skot þetta, þurfti að lyfta
henni rúmlega hnéhátt. Bjarni fór þar nið-
ur, og þó að vond væri aðstaðan, tók hann
við tunnunni, og var hún þó þung, snar-
aði henni í skotið og virtist ekki taka það
nærri sér. — Þegar þeir voru staddir undir
Meðallandi á suðurleið, sigldi skútan
suarpan beitivind og rann hratt áfram. I
framstafni var stungið olíusvuntu, sem
Sigurður stýrimaður átti, og í snarpri vind-
liviðu fauk svuntan í sjó á hléborð. Skip-
stjóri stóð aftur á hjá Lúðvík Ólafssyni,
sem stýrði. Þegar Lúðvík hrópaði upp um
þetta, greip skipstjóri krókstjaka og hjó
í svuntuna um leið og hún rann hjá skutn-
um. „Þótti mér það rösklega gert,“ mælti
Lúðvík, „því að skútan skreið hratt.“ — Það
eina, sem skipverjar höfðu út á Bjarna að
setja, var það, hve langt frá landi hann
hélt skipinu. A vetrarvertíð þetta vor var
mjög stormasamt og ónáðugt að nota
handfæri, en í hlýrri tíð gengur fiskur
venjulega á grunnmið eftir miðjan marz-
mánuð. Undir lokin í maíbyrjun kom
skipið á Reykjavíkurhöfn með nokkur
hundruð af þorski; tóku þeir þá vatn og
vistir, sigldu vestur með landi og voru fyr-
ir \restfjörðum þangað til seint í júní, að
siglt var austUr með landi og alla leið til
Djúpavogs; komu þeir þangað snemrna í
júlí með 11 — 1200 af þorski. Þetta urðu eig-
2