Nýjar kvöldvökur - 01.01.1947, Blaðsíða 40

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1947, Blaðsíða 40
26 DYVEKE N. Kv. „Hvaða bull,“ mælti konungur þreytu- lega. „Snúið yður að reikningunum og verið ekki að kvelja mig með heimskulegri af- brýðisemi. Eg þarl' á ykkur báðum að halda, yður og Walkendorf.“ Svo fór hann inn til Dyveke og var þar- fengi kvölds. Hún sat í stól, en hann lá á gólfinu fyrir framan hana og hvíldi höfiuðið í kjöltu hennar; hann huldi andlitið í fell- ingum kyrtiisins, og hún strauk fingrum í geg.num þétt, rautt hárið, en tók þá eftir að Iierðar hans bifuðust eins og í gráti. „Herra minn góður, eruð þér veikur?" spurði hún. „Eg hef aldrei séð yður svona áður.“ Kristján konungur leit upp og horfði á Dyveke með því augnaráði, að hún varð snögghrædd, kippti að sér höndum og lagð- ist aftur á bak í stólinn. „Dyveke, litla dúfan mín,“ sagði hann; „ertu hrædd við mig og þorirðu ekki að líta í augu mér, þegar eg er reiður á svip? Strjúkfcu hárið á mér eins og þú gerðir áðan; það er eins og öll heimsins harmabót hellist yfir sál mína, þegar þú gerir það.“ Hann lagði höfuðið aftur í kjöltu liennar, og hún strauk hár hans. Þau sátu þannig lengi og þögðu. — Sigbrit tók um hurðar- húninn, en sleppti honurn aftur, eins og henni væri um og ó að fara lengra. Þau heyrðu, að hún og Edle voru að tala saman í fremra herberginu. „Dyveke, litla dúfan mín,“ mælti konung- ,ur. „Veiztu, að stundum er eg hræddur við sjállan mig. Þá er engu líkara en að þoka sé fyrir augum mínum og eg þurfi að drepa einhvern til þess að komast í gegnum hana. Þá gruna eg alla um græsku og finnst svik- arar vera á hverju strái. Þá tek eg aftur þær skipanir, sem eg hef gefið nýlega, breyti öLl- um skynsamlegum ákvörðunum og kvelst á sálinni, svo að eg sé engin sköpuð ráð til bjargar." „Tortryggið þér mig líka, herra?“ spurði hún. Konungur svaraði ekki, og lnin strauk hægt hár hans. „Þetta skaplyndi hef eg fengið að erfðum frá föður mínum,“ hélt hann áfram, „en sannarlega er hann varfærnari maður en eg og hugsar tíu sinnum, áður en hann fram- kvæmir, og tuttugu sinnurn, áður en hann greiðir liögg. En stundum verður hanar þunglyndur, og þá verður breyting á hon- um. Eg hef séð liann í því ástandi, að eg taldi hann örvita. Þegar liann kemur aftur til sjálfs sín, sér hann sárt eftir því, sem hann hefur gert, og biður guð og alla helga menn um fyrirgefningu. En giuð bænheyrir hann ekki, því að þunglyndið bugar hann að nýju og er þá verra og verra.“ Dyveke laut yfir hann og kyssti hár Jians; síðan stakk hún höndunum undir kyrtil- kraga hans, sat kyrr og þagði. Hún vissi, að ekki var til neins að tala við hann, þegar hann skipfci skapi, en fram að þessu hafði liann ævinlega verið kominn í gott skap, þegar hann fór frá henni. Allt í einu rauk hann á fætur, stóð keikur Iranimi fyrir henni og horfði beint í andlit henni. „Hvers vegna biður þú mig aldrei neins, Dyveke?" spurði liann. „Hefur þti einskis að biðja konung þinn og ástvin?" ,,jti,“ svaraði hún, „ef yður mislíkar það ekki.“ „Láttu það koma, Dyveke,“ sagði liann snöggt og beygði sig að henni. „Segðu það, litla dúfan mín. Hvaða Jiik er á þér?“ „Albrekt sagði mér, að jrér legðuð af stað til Danmerkur á morgun,“ mælti hún. „Er jsað satt?“ „Eg verð að fara,“ svaraði hann. „Faðir minn hefiur gert mér l>oð, og eg hef dregið |>að of lengi; glaður get eg ekki verið, ef eg vanræki stjórn ríkisins. Réttarjúng verð eg að halda, úr því að eg ber konungsnafn. \b'ðs vegar um landið eru aðalsmenn, borg- arar og vesalir bændur ekki sízt, sem luða ]>ess að konungur komi og dæmi Jreirra 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.