Nýjar kvöldvökur - 01.01.1947, Qupperneq 26
12
FJÖGRA MÁNAÐA DVÖL í DRAUGAHÚSI
N. K.v.
tók því ólíklega. Hvorugt okkar tók atburð
þennan hátíðlega, og eftir að hafa skipzt á
um hann nokkrum orðum létum við talið
falla niður.
Kvöldið eftir sátum við bæði í dagstof-
unni á neðri 'hæð hússins. Þegar klukkan var
hér um bil 10 heyrðum viðsama hljóðið rétt
fyrir utan dyrnar, nálægt þrem metrum frá
sæti mínu. bað voru slegin 10—12 högg með
nokkurra sekúnda millibili, og hljóðið var
nákvæmlega eins og pjakkað væri með
göngustaf í tíglagófið.
,,Þetta var það, sem eg heyrði í gær,“ hróp-
aði Helen. Eg greip vasaljósker af arinhill-
unni og þaut fram að dyrunr. Rétt áður en
eg svifti hurðinni opinni hættu höggin.
Einni sekúndu síðar, kom eg fram í anddyr-
ið og lýsti um það allt nteð vasaljósinu. En
ekkert sást, Itvorki maður né dýr, eða nokkr-
ar minjar um lifandi veru. Og ekkert rauf
næturkýrrðina.
Sams konar at\ ik gerðist oftlega um sum-
arið, og ætíð á nákvæmlega sama hátt. Eg
hygg að við hö'fum heyrt þessi högg um 50
sinnum. Þau heyrðust ætíð á kvöldin, og í
liver þrjú skipti af fjórum ttm 10-leytið. Það
er ástæðulaust að lýsa þeim nánar, því að
þetta gerðist ætíð á sama hátt.
Við reyndum með öllu liugsanlegu móti
að komast fyrir, hvaðan hljóðið kom. Hvað
eftir annað grandskoðuðum við hvern ein-
asta stein í anddyrinu. Mörg kvöld stóð eg á
verði við dyrnar um 10-leytið. En þótt högg-
in byrjuðu, hættu þau jafnskjótt og eg opn-
aði hurðina, og aldrei sést neitt, sem hefði
getað valdið þeim. Loks hættum við að
sinna þessu, því að þá voru enn dularfyllri
viðfangsefni komin til sögunnar.
Áður en eg skýri frá þeim, verður að geta
nokkurra einkennilegra smáatvika, því að
eg vil rekja atburðina í réttri tímaröð. Fyrst
skal getið þriggja atburða, sem eg var einn
heyrnarvottur að. Þeir gerðust allir aðra vik-
una, sem við dvöldumst í húsinu, og í öll
skiptin einni eða örfáum mínútum eftir að
eg hafði lagzt til svefns.
Eg hafði rétt lagt höfuðið á koddann
fyrsta kveldið, þegar eg heyrði hljóð líkast
því, að eldspýtustokkur hefði fallið af nátt-
borðinu á gólfið. Eg held að eg hefði Jrorað
að vinna eið að því, að svo hefði verið. Að
minnsta kosti heyrði eg greinilega, að eitt-
hvað féll niður. En þar sem eg ekki gat séð
ástæðu til þess, að nokkuð dytti, reis eg upp
og kveikti, til Jress að sjá, hvað væri á seyði.
En á gólfinu var ekki nokkur skapaður hlut-
ur. Eg leitaði uim allt herbergið, gætti undir
náttborðið og stólana og meira að segja
hugði inn í klæðaskápinn. En enginn hlutur
hafði dottið á gólfið.
Næsta kvöld heyrðist hljóð, líkast Jtví, að
dagblað fyki þvert yfir gólfið. í Jretta sinn
var hljóðið einnig svo greinilegt, að enginn
vafi gat á Jrví leikið. En enginn blaðsnepill
var í herberginu, og ekki heldur minnsti
súgur. sem hefði getað feykt pappífsblaði úr
stað. í Jrað skipti leitaði eg um alla efri hæð
hússins, en fann ekkert, sem til greina gæti
komið.
Þriðja kvöldið heyrðum við enn hærra og
einkennilegra hljóð. Eg var naumast full-
háttaður, þegar eg heyrði einhvern skruðn-
ing, sem líktist Jtví helzt, að brauðkefli félli
á gólfið og ylti síðan áfram þvert yfir her-
bergið, unz það skall í veggnum hinum meg-
in. Eg Jraut á fætur og lýsti um herbergið.
Enginn hlutur lá á gólfinu, og hvergi sáust
nokkur merki þess, að hlutur hel'ði færzt úr
stað.
Eg býst nú \ ið að einhver Iesenda mintra
l'ari að gefa í skyn, að hér háfi rottur verið á
ferðinni. Eg hefi ekki fram að þessu sagt
mörgum Jressa sögu, en þeir hafa allir ein-
hvern tíma, meðan þeir hlýddu frásögn
minni, stungið upp á rottum eða músum.
En eg vil í því sambandi benda á, að eg héfi
haft náin kynni af rottum og músum og öllu
þeirra framferði, þruski, nagi og tísti, en eg