Nýjar kvöldvökur - 01.01.1947, Page 20

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1947, Page 20
6 MANDA-STRANDIÐ Á DJÚPAVOGI 1887 O. FL. N. Kv; og jafnskjótt sem skipið tók niðri, brotnaði það og inn lé 11 kolblár sjór. Særokið var svo mi'kið, að í mestu hviðunum tók það yí'ir tangann, og illmögulegt var að hafast nokkuð að. Var fljótt brugðið við, og komu allir liðfærir rnenn úr kauptúninu á vett- vang til að bjarga skipshöfninni; var gild- um kaðli komið í land frá skipinú, og tókst von bráðar að ná skishöfninni á land, án þess að nokkurt slys yrði, en sumir menn- irnir voru mjög þjakaðir. Þeir munu alls hafa verið sjö, því að skipið var nokkuð sórt, líklega á annað hundrað smálestir. — Papósskipið Anna slitnaði einnig upp, en svo giftusamlega tók-st skipverjum að bjarga skipi og farmi, að undrurn sætti. Þeir komu fyrir fullrifuðu stórsegli og fokku og sigldu í rokinu út úr sundinu á milli skerjanna, eftir mekjum, sem þá voru og eru enn, upp voginn og í sandinn fyrir botni vogsins; lág- sjávað var, og eftir það, er veðrimi slotaði, var skipinu náð á flot aftur óskemmdu. Eigandi Papósverzlunar, Jörgen Johnsen, vildi láta gera skipið að strandi, en dóm- kvaddir skoðunarmenn töldu það óskemmt. Verður síðar í þætti þessum fleira skráð um skip þetta. Jafnskjótt sem veðrið lægði, var liafizt handa að bjarga farmi strandaða skipsins. Hraðboði var sendur til sýslumannsins á Eskifirði, sem þá var Jón Jóhnsen, en björg- un fór fram undir umsjón hreppstjórans í Geithellnahreppi, Jóns Jónssonar í Borgar- garði við Djúpavog, föður Lúðvíks Jónsson- ar trésmiðs.Var skipið mjög brotið og fullt af sjó. Farmurinn var venjuleg verzlunar- vara, konnvara og ýrniss konar innanbúðar- varningur, og ekki skorti vínföngin, því að án þeirra Eannst mönnum lífið dauft í þá daga. Rúg,grjón og baunir var vant að flytja laust í segfskipunum og venj'ulegast haft undir í farrúmi.Mánærrigeta.hveerfitthef- ur verið að koma því á land,en þónáðist það að miklu leyti: \oru segl breidd undir, svo að sjórinn gæti runnið úr því. Rúgmjölið var aftur á móti ekki mjög sjóvbtt; að vísu var bleytuskán yzt í pokunum, en innan undir henni var mjölið þurrt og óskemmt. Kaffi, sykur og margt annað var alveg ónýtt. Reiði skipsins, að stögum undan- skildum, og rár og beitiásar voru losaðir af skipinu. — Jafnskjótt sem sýslutnaður frétti um strandið, auglýsti hann uppboð, og fór það fram rúmri viiku síðar. Menn úr þrem syðstu hreppum sýslunnar, þ. e. Geithellna-, Béruness- og Breiðdals-hreppi, sóttu upp- boðið og fjöLmenntu mjög. Sjóvotu korn- vörurnar, rúgur, grjón og baunir, voru seldar í tunnutali, en mældar í hálftunnu- máli, eins og gert var áður en lögboðið var að selja kornvörur og salt eftir vigt. Byrjað var á að selja eina og tvær tunnur af rúgi í einu, en síðan fi.mm tunnur, og var það gert til að flýita sölunni. Mikið af þeini vör- um, sem minnst voru skemmdar, keypti 0rum & Wulff, t. d. víniföng öll, mikið af rúgmjölinu, mestöll seglin og ýmsan annan varning. Nóg var þar af brennivíni og marg- ir kátir karlar, enda kostaði brennivínsflask- an þá ekki nema 60 aura. Þó voru engar ill- deilur þann dag, þótt margir væru góðglað- ir. Lítið var boðið í sjóvotu kornvöruna, enda reyndist hún lítt nothæf til manneldis. Heldur fannst mönnum verða vanltöld á tóbaksvörunni, og tjáði ekki að fást um það- Greinargóður og sannorður maður sagði mér nokkrum árurn síðar, að hann hefði reikað þar fram með sjónum með kunn- ingja sínum. Neðst á grasbletti nokkrum ofan við klappirnar rak hann augun í ofur- litla þanghrúgu, og þegar liann spyrnti fæti við henni, kom þar í ljós fimm punda biti af munntóbaki. Um það leyti, er uppboð- inu var slitið, átti hann aftur leið um sömu stöðvar, en ]rá var tóbakið horfið. — Skips- flakið keypti Stefán Guðmundsson verzl- unarstjóri, og var lítið í það boðið. Gaf hann ýmsum þar í kaupstaðnum kost á þátt- töku í kaupunum, og var síðan allur skip- skrokkurinn rífinn, eftir því sem til varð

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.