Nýjar kvöldvökur - 01.01.1947, Blaðsíða 38

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1947, Blaðsíða 38
24 DYVEK.E sig um hana í tölu lifanda, þegar þessu máli var að skipta, því að hún var skynsöm ug skapföst og hafði alltaf ráðið miklu á heim- ilinu. Hann varð því steinhissa, þegar Edle féllst með sýnilegri ánægju á Óslóar-dvöl- ina. Hann hafði ymprað á þessu með mestu gætni og ýmiss konar málalengingum og búið sig undir að mæta undanfærslum og þrjózku. En hún varð þá upp til handa og fóta, klappaði saman lófunum og hrópaði upp, að hún vildi heldur fara í dag en á morgun. Jörgen Hansen hrisft höfuðið yfir duttiungum kvenfóiksins og lét allt gott lieita, en bjó í skyndi för Edle, og tveim dögum síðar reið hún af stað í fylgd með fjórurn vopnuðum sveinum; liafði hún með sér þakkarbréf til Sigbritar og annað til kon- ungs, þar sem fógetinn lofaði að rækja em- bætti sitt með samvizkusemi, svo að hans náð yrði ánægður með. Dyveke stóð í dyrunum á rnilli lierbergis liennar og rósagarðsins og' kallaði á dúfurn- ar sínar. Kvöld var komið og tími til að byrgja þær, svo að þær væru viðbúnar að flögra út, þegar konungur veifaði morgun- inn eftir ofan frá höllinni; þær komu fljúg- andi alls staðar að og settust í fang hennar, en hún kjassaði þær og nefndi þær með nafni, því að hún þekkti þær allar. Þegar svo bar við einn dag, að haukur hafði hramsað eina þeirra, varð hún alveg óhugg- andi. Konungur gerði allt sitt til að hugga hana og lofaði henni tíu öðrurn í staðinn, en það var árangurslaust; liún liristi höf- uðið og mælti: „Það gagnar ekkert;- þessar dúfur tákna hamingju mína og aðrar ekki. Þegar eg missi þær, þá hverfur hamingjan frá mér, og því fleiri sem eg missi, því skemmra á eg eftir.“ Sigbrit sat og hlustaði á kveinstafi lienn- ar; henni dauðleiddist þeir og langaði mest til að gefa henni kinnlvest eins og áður liafði verið, en það þorði lnin ekki. Henni hafði N. Kv. orfðið það á einu sinrti, svo að konungur; sá til, og þá hafði hann hótað henni svo hörðu, að henni skaut í fyrsta sinni skelk í bringu. ; Þetta kvöld vantaði enn eina dúfuna, og Dyveke klappaði lófum saman og kallaði í sífellu. ; „Mjallhvít! Mjallhvít!" kallaði hún og rýndi út í rökkrið. Loksins kom dúfan og var byrgð inni. Dyveke stóð enn stundarkorn og horfði upp- að höllinni, þar sem varðmennirnir gengu; fram og aftur á múrnum. Þegar llún sneri; sér við og lokaði hurðinni, rakst hún beint á Edle og hrökk við, því að hún vissi ekkJ ert um bréf Sigbritu til Björgvinjar. Svo brosti hún og rétti vinstúlkunni hendurnar,; en í sama bili dró hún þær aftur að sér, því; að hún minntist skilnaðar þeirra og ummæl- anna, sem Edle hafði haft við það tækifæri; síðan það hafði gerzt, Iiafði hún lieyrt svo margt og séð, að hún gerði sér fulla grein fyrir þeim erfiðleikum og aðkasti, sem staða hennar hlaut að baka henni, og hún hafði nóg næði til að íhuga það efni, þegar kon- ungur var fjarverandi. En Edle gaf henni lítinn tíma til umhugs- unar; hún þaut til hennar í því liendings- kasti, að hún steig í pilsfaldinn og hnaut, vafði hana örmum á hnjánum og sagði henni flóandi í tárum, hvernig á þessu hefði staðið. Vibeke hafði talið lienni trú um þetta og svo sjálf gengið í klaustur; en móð- ir hennar hafði sagt henni, að heiðarleg jómfrú mætti ekki eiga mök við konungs- frillu; svo hefði móðir hennar dáið, en hún sjálf setið einmana eftir í húsinu við Hol- lendingagötuna, hugsað og hugsað og þráð Dyveke. „Menn mega segja utn þig livað þeir Vilja," sagði hún að lokum. „Þegar þú varst í Björgvin, varstu laglegri og heiðarlegri en við hinar. Eg veit það svo sem, að eg hef oft og mörgum sinnurn gefið Pétri undir fót- inn, þó að það væri í rauninni Hans, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.