Nýjar kvöldvökur - 01.01.1947, Page 39

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1947, Page 39
N. Kv. DYVEKE 25 mér lei/.t á, — en aldrei varð þér neitt slíkt á. Þú ert eins og þú varst, og ef konungur leyfir, verð eg hjá þér, þangað til þú rekur mig burtu. — Mig liefur alltaf verið að dreyma um þig og auðnu þína.“ Hún stökk á fætur, steig eitt eða tvö skref aftur á bak og starði hugfangin á Dyveke. „Hvað þú getur verið falleg!“ sagði hún. ».Þú ert rjóðari, þriflegri og hýreygðari en þú varst; það er svo sem auðséð, að þú ert ánægð. Og fötin þín. . . ., hefur konungur- inn gefið þér þau öll? Ertu á hverjum degi klædd pelli og silki eins og aðalsfrú? Nei .... en hálsfestin þín.... er hún úr gulli? Æi, lofaðu mér að losa hana og þukla á henni.“ Dyveke brosti og lof'aði henni það. „Hvað er að segja um Hans bæjarstjór- ans?“ spurði hún. „Honum þykir alltaf vænt um mig,“ svar- aði Edle og starði á festina í lófa sér, „og síð- •in þú fórst ,er hann alltaf að tala um hjóna- Hand. En mér finnst minna til um hann eins og allt annað í bænum, síðan þú fórst, og eg veit svei mér ekki. hvort eg á að gifta mig svo lítilfjörlegum pilti. Hver veit, hvað fyrir ntér kann að liggja. — Koma ekki hirðmenn konungs til þín í þetta fallega hús? Eru ekki suinair þeirra anzi laglegir menn?“ „Eg veit það varla, Edle,“ svaraði Dyveke. >Æg er nú svona, eins og þú sagðir áðan, að eg tek ekki eftir öðrum en konunginum, en hinir fara fram lijá mér. Þeir troða mér ekki heldur um tær, öðriu nær; eg er oftast ein, þegar hans náð er ekki lijá mér. Það er gam- an að lifa, Edle, en stundirnar eru ýmist leið- ar eða ljúfar. Ætlarðu að vera lyjá mér og stytta mér þær?“ »»Eg verð alltaf lijá þér,“ sagði Edle. ,,Æ, eg skyldi ekki fara með þér undir eins og s.La fremd þína og haminjgu allt frá fyrstu.“ Hær spjölluðu saman um stund, og svo leiddi Dyveke hana til lierbergisins, sem liún ‘Htd að búa í. „Nú fer konungurinn að koma,“ mælti liún, „og þá verð eg að vera ein.“ „Kemur hann?“ spurði Edle. „Fæ eg að sjá liann?“ „Þú færð oft að sjá hann, ef þú verður hjá •mér,“ svaraði Dyveke, ,,en ekki í kvöld, því að hann er þreyttur eftir stjórnarerfiðið, og þá vill hann ekki hitta aðra en mig. Á morg- un leggur hann af stað til Kaupmannahafn- ar og ætlar að fara um alla Danmörku og halda réttarþing með Hans konungi. Þá ganga í hönd langir og leiðiníegir dagar, og þá átt þú að vera mér til afþreyingar og skemmtunar.“ Sigbrit tók á móti konungi með þeirri fregn, að Edle væri komin og væri inni hjá Dyveke. „Fáið hana burtu,“ sagði hann. „Yðar náð má þó líklega sjá af svolítilli stnndu til að tala við mig um fiskveiðarnar í norsku fjörðunum; eg hef verið að brjóta heilann urn þær í alla nótt, og það er sann- gjarnt að þér sinnið máli mínu snöggvast, á meðan stúlkurnar eru að masa.“ Konungur hristi höfuðið; hann var rauð- eygður, og Sigbrit sá, að hann var í æstu skapi; bjóst hún við að eitthvað hefði fyrir komið, sem hún vissi ekki um. „Hafið þér refsað erkibiskupinum í Þrándheimi fyrir mótþróann?" spurði hún. Kristján konungur lét höndina falla niður á öxl Sigbritar, og hún tók eftir þunganum í orðum hans. „Sigbrit Willums," mælti hann; „Eiríkur Walkendorf er í sátt við mig, og mér var auðvelt að fyrirgefa honum, því að honum yfirsást í góðum tilgangi. Hann er vinur minn, og þér líka. Gætið ykkar bæði að láta ykkur semja, — annars getur farið illa fyrir ykkur.“ „Mér er alltof vel kunnugt um það, að erkibiskupinn er andstæðingur minn,“ svar- aði Sigbrit, og okkar mæðgna. Ef eg verð ekki á varðbergi, þá spillir liann fyrr eða síð- ar hylli okkar hjá yðar náð.“ 4

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.