Nýjar kvöldvökur - 01.01.1947, Qupperneq 57
N. Kv.
DYVEKE
43
ekki hans náð, heldur einn af tignustu
mönnum hans.
Sigbrit þekkti hann samstundis, þótt hún
hefði aldrei séð hann, en hún liafði heyrt
mikið um herra Mogens Gjöe, sem talinn
v;ir ríkastur og um"leið hyggnastur ailra að-
alsmanna í Danmörku. Eftir umtali oa
fregntim var liún vön að gera sér hugmynd
nm þá menn, sem hún mátti búast við að
eiga skipti við, og skjátlaðist sjaldan.
Mogens Gjöe nam staðar utandyra með
peilshattinn í hendi og leit í kringum sig.
S'kuggsýnt var í herbérginu, svo að hann
varð ekki undir eins Sigbritar var, en svo
tók hann eftir henni, leit í livöss augu henn-
ar og var þá í engum vafa um, hver hún
vaeri. Hann steig fram eitt skref og hneigði
sig kurteislega.
„Eg ætlaði að hitta Sigbritu Willums,“
mælti harin.
„Þá eruð þér á réttri leið, herra Mogens,“
svaraði Sigbrit. ,,Það var auðséð, úr því að
þér fóruð af baki í húsagarði hennar og fór-
nð 'svo inn í stofuna til hennar.“
„Hvíteyri er annars konungsgarður, að
minni hyggju,“ mælti Mogens Gjöe með
liáegð.
„Svo kann að vera,“ svafaði hún kæruleys-
tsléga; „eg veit ekkert um það. Eins og þér
hafið vafalaust heyrt, er’eg fædd í Hollandi
°g kom þaðan til Björgvinjar, þar sem eg
|>jó við sjávarsíðuna og seldi kökur í búðar-
hoht. Þar kynntist eg hans náð, fór með hon-
um til Óslóár og svo hingað síðar. Hann lét
mig fá garð þenna til íbúðar, og meðan eg er
hér. á eg með hann. Hér tek eg á móti gest-
úm mínhm og vísa þeim á dyr, sem mér lízt
ekki á.“
„Þér og dóttir yðar,“ sagði Mogens Gjöe.
„Eins og þér segið,“ svaraði hún rólega,
eg og dóttir mín. Ef þér eigið erindi við
(h>ttur mína, skal eg kalla hana liingað inn.
P° að hún sé nreð höfuðverk og háttuð; en
svo tiginn niaður sem þér spyr ekki eftir
henni á hverjum degi, og satt að segja hafa
ekki aðalsmenn og hirðmenn Kristjáns kon-
ungs troðið okkur um tær.“
„Eruð þér hissa á því, Sigbrit Willums?“
ispúfði Mogenis Gjöe.
„O — nei, svei því,“ sagði Sigbrit. „Mér
hefur ekki heldur þó'tt beinlínis fyrir því.
Getur líka vel verið, að það breytist.“
„Ekki á meðan dóttir yðar----- —'“
Hann þagnaði og vissi varla, hvernig
hann ætti að haga orðum sínum, því að
liann ætlaði ekki að rnóðga Sigbritu, heldur;
miklu fremur að fá hana á sitt band. En
hann gat ekki áttað sig á, hvað hún var að
fara, og hún hagaði svo orðum sínum, að
hann var hálfveginn farinn að hugsa um að
hætta við erindið. Sigbrit hafði gaman af
vandræðum hans, en tók svo sjálf til máls:
„Setjist þér, herra Mogens, ef þér getið
gert yðui að góðu að taka yður sæti í stofu
lítilsigldrar sölukonu, — og segið mér svo,
v ið hvað þér eigið. Þér ætluðuð að segja, að
dóttir mín væri frilla konungs.“
„Já, alveg eins og þér segið.“ svaraði hann.
Sigbrit benti á stól, og hann settist. Hann
bjóst við, að nú væri ísinn brotinn og þau
gætu ræðzt við án jiess að skera uta-n af orð-
unum, og meðan hann sat óg horfði á þessa
ófríðu og óskaplega feitu konu, furðaði hann
sig á, hvernig hún hefði náð því áhrifavald
yfir konunginum, sem var ótvírætt.
„Stundum verður að taka tillit til-kon-
ungsfrillunnar,“ mæl'ti Sigbrit.
„Eg kom einmitt þess vegna,“ svaraði
Mognes Gjöe. „Þér skuluð ekki balda, Sig-
brit Willums, að eg ætli að fara að halda
prédikun yfir yður, enda væri það ekki í
mínum verkahring .Eg þekki ekki dóttur
yður nema af afspurn, og húin er sögð vera
mjög fögur og blíð í lund; því eins var eðli-
legt, að konungur legði ást á hana, og af því
að hans náð er ekki kvæntur, er syndin ekki
rneiri en svo, að heilög kirkja getur fyrirgef-
ið hana. Auk þess eigum við, breyskar mann-
eskjur, erfitt með að ráða í brautir ástarinn-
ar.“ .
6*