Nýjar kvöldvökur - 01.01.1947, Blaðsíða 35
N. Ky.
DYVEKE
21
geti gefið þá aflausn. í rauninni getur eng-
inn gert það annar en hans heilagleiki í
Rómaborg.“
„Hugsaðu ekkert um það,“ mælti Sigbrit;
,;það má semja við hans heilagleika á eftir, —
gn lausnina verðui þú að útvega, ef þú átt
að fá stöðuna."
Þau röbbuðu um þetta, og Diðrik Slaghök
hélt, að þetta væri ef til vill ekki alveg
Ökleift, því að Izard Gravius væri býsna
slunginn náungi, en þá yrði konungur líka
að falla frá kröfunni um hlutdeild í Péturs-
peningunum.
,,Það er af og frá,“ svaraði Sigbrit, „pen-
mgana og aflausnina verður hann að fá, —
annars megið þið halda leiðar ykkar og
þjarga ykkur á eigin spýtur."
Diðrik Slaghök gekk heim til herbergis
sins í höllinni og hugsaði málið. Aður en
öann gekk ril sængur, drakk hann bikar af
frönsku víni með Albrekt von Hohendorf
°g frétti lijá honum allt, sem við hafði borið
1 Björgvin.
< „Og þér búizt við, að hún sé föst í sessi?"
^purði Diðrik.
„Eg hef aldrei séð hans náð eins ástfang-
lu<n af nokkurri konu,“ svaraði Albrekt.
„Hann virðir hana engu síður en væri hún
konungborin og réttmæt drottning, og sá
iengi á baukinn, sem liallmælti henni."
„Þá er allt í lagi,“ sagði Diðrik Slaghök.
Hann svaf lítið um nóttina; hann var að
v'ega á metunum, hvort vænlegra væri að
vera í þjónustu heilagrar kirkju eða ungs og
f tanigjarns konungs. Hann sá ofurvel, að
v*ðurhlutamikið væri að snúa baki við kirkj-
unni, en fannst þar vera seinagangur á hlut-
u.num; verið gat, að vegurinn til frama yrði
^tókaminni, ef hann gerðist ritari Krist-
jans konungs; þá gat hann aftur farið í prest-
skrúðann, ef því var að skipta. Engin vandi
Var að komast út af því við Izard Gravius.
Hann saup við og við á vínkönnunni, sem
Albrekt hafði látið færa honum til nætur-
■unar, lagðist út af og hugsaði fram og aftur,
og í dagrenningu liafði liann tekið þá
ákvörðun að vera þar sem Sigbrit væri.
16. kap. Karl biskup á Hamri.
Kristján konungur sat að sumbli með
mönnum sínum í salnum á Bahúsi. Hann
var brúnaþungur og rauðeygður og drakk
fastar en hans var vani. Herramennirnir
voru hljóðir og gutu augum hvor á annan,
en enginn hætti á að fá bituryrði að svari af
hans náð, sem var í versta skapi. Hann hafði
verið að semja við Karl biskup á Hamri og
lieimtað, að hann gengi frá biskupsstólnium
og' fengi frelsi í móti. En biskupinn var
harður í horn að taka, og dugði ekkert, þótt
komungur brigzlaði honum um fylgi við
Svía; hann heimtaði sannanir, og þær hafði
konungur ekki. Svo hafði biskup haldið því
fram, að málið ætti að dæmast af hans heil-
agieika i Rómaborg og engum öðrum;
sömuleiðis hafði hann bent konungi á
kirkjubannið og jafnvel sagt sem svo, að ef
Hans konungur dæi, gæti hann ekki tekið
við ríkisstjórn, þótt allir þegnar ríkjanna
óskuðu þess, fyrr en hann hefði gert yfirbót
og fengið syndalausn frá Rómaborg.
Þá hafði konungur orðið óður og uppvæg-
ur og hrakyrt biskup smánarlega. Eiríkur
Walkendorf liafði reynt að miðia mál-
um, en engu fengið áorkað, og því næst
liafði fanginn verið leiddur til klefa síns
í háa turninum, þar sem hættulegustu
fangamir vom hafðir. Þá var afar lrörð
orðasenna milli konungs og Walkendorfs,
sem hinir herramennirnir hlustuðu þegj-
andi á. Þegar konungur svo spurði þá,
hvort þeir væru ekki á sínu máli um það, að
biskupinn væri drottinssvikari, sem fengi
imakleg málagjöld, þá játuðu þeir því; en
þegar Eiríkur Walkendorf spurði þá, hvort
þeir væru ekki á sínu máli um það, að heilla-
vænlegast væri fyrir virðingu konungs og
ríkið, að fara vægilega með biskup, þá gátu
þeir ekki neitað því.
Konungur sleit fundi með ónotaummæl-