Nýjar kvöldvökur - 01.01.1947, Blaðsíða 27
N. Kv.
FJÖGRA MÁNAÐA DVÖL í DRAUGAHÚSI
13
bið lesandann að bíða þolinmóðan, unz
lengra er komið sögu minni.
Næsta hljóðfyrirbrigði, sem við veittum
athygli, var ekki sérlega hávært, en það
heyrðist því oftar. Við heyrðum það bæði
samtímis og hvort í sínu lagi, rnörg hundr-
uð sinnum yfir sumarið. Það heyrðist á öll-
um tímum dags og í öllum herbergjum húss-
ins, bæði í útveggjum og skilrúmum. Hljóð
þetta heyrðist svo oft og víða, að við nefnd-
um það „veggjatitluna".
Þá vil eg skýra frá enn einkennilegra fyrir-
brigði. Hafi lesandinn vænzt þess, að heyra
um dularfult fótatak, verður hann ekki fyrir
vonbrigðum, því að fótatak heyrðist hvar-
vetna í húsinu. Þess varð fyrst vart þriðju
vikuna, sem \ ið bjuggum þarna, og heyrðist
síðan alltaf við og við. Stundum heyrðist það
þt'isvar eða 'fjórum sinnum sama sólarhring-
’nn á degi eða nóttu, en stundum leið svo
úeil vika, að það lét ekki á sér bæra. Alls
hygg eg við höfum heyrt það um fjörutíu
■smnum meðan við bjuggum í húsinu.
Hér gat ekki verið um nokkra misheyrn
nð ræða. Þér skuluð ekki halda, að þetta hafi
verið óglöggt tif í einhverju skúmaskoti í
itúsinu. Nei, þvert á móti. Fótatakið var
mjög áberandi, líkt og þegar fullorðinn
!r'aður þrammar áfram á þungum leður-
bnöllum, og fótatakið heyrðist við nefið á
°kkur að kalla mátti. Það var aldrei eins og
væri læðst eða tiplað á tánum. Engum, sem
beyrði hljóðið í fyrsta sinn, gat blandast hug-
llr um, að einhver væri á íerli í húsinu.
Til lrekari skýringar skal eg segja dálitla
s°gu, eina af mörgum, er gerðust í sambandi
þetta fótatak. Meðal kunningja okkar
'ar nng stúlka, við getum kallað hana Maríu
Sniith. Hún var heimagangur ltjá okkur og
gekk oft inn óboðin, án þess að drepa á dyr.
b^g nokkurn þegar Helena sat við vinnu
•s'na uppí á loftinu, heyrði hún, að komið
' ar inn í húsið og tekið að ganga um niðri.
lun liélt að þetta væri María og kallaði til
hennar, en enginn svaraði. Hún gekk því
niður. Fótatakið hætti jafnskjótt og hún
kom niður í stigann, og Jtegar niður kom var
þar enga lifandi sál að sjá. Þegar Jrarna var
komið, því að þessi atburður gerðist er nokk-
uð Var áliðið dvalartímans, vorum við orðin
vön „Jressu ósýnilega" og öllum þess uppá-
tækjum, og kölluðum Jaað „drauginn“ okk-
ar. Helena varð Jtví ekkert undrandi, þótt
hún sæi engan, Jrar sem hún hafði heyrt
gengið um fyrir andartaki, það var svo sem
engin nýlunda. Hún tautaði eitthvað um að
„draugurinn" væri enn á ferðinni með
lu ekkjabrögð sín, og fór síðan upp aftur og
settist að vinnu sinni. Ekki var hún fyrr setzt
niður, en þetta ósýnilega fór að ganga um á
ný á neðri hæðinni, nákvæmlega á sama hátt
og áður. Nú læddist Helena hljóðlaust nið-
ur stigann, en allt fór á sömu leið, fótatakið
hætti, og húsið var tómt. Helena fór upp að
nýju, en leit þó fyrst gaumgæfilega eftir,
hvort nokkur væri í garðinum, en þar var
vitanlega enginn.
Þegar hún var setzt að nýju, heyrði hún
enn nmgang niðri í húsinu. En í þetta sinn
skeytti hún honum engu. Það hafði hvort
sem er ætíð reynst þýðingarlaust, að reyna
að læðast að „þessu ósýnilega", um það vor-
um við bæði búin að sannfæra okkur. Hún
Iét því sem ekkert væri. En í Jretta sinn
heyrði hún sagt í sömu andránni: „Ert þú
uppi að vinna?“ Og nú var það María Smith,
sem var á ferðinni. En einmitt þetta sann-
færði Helenu nm, að engan mun var hægt
að heyra á fótataki „draugsins" og lifandi
manns.
Stórkostlegasta hljóðfyrirbrigðið var svo
hávært, að það hefði getað heyrzt nokkra
kílómetra. \;ið nefndum Jrað „píanóbrest-
inn“.
Við heyrðuin Jrað fyrst um mitt sumarið.
Við sátum inni í dagstofunni, er við heyrð-
um skarkala úti í bílskúrnum. Hann var svo
mikill, að við fengum lokur fyrir eyrum, og
engu var líkara en húsið léki á reiðiskjálfi.
Hávaðinn var líkastur því, sem öllum fótum