Nýjar kvöldvökur - 01.01.1947, Qupperneq 46
32
DYVEKE
N. Kv.
Þeir gengu gegnum eplagarðinn, þar sem
trén voru að byrja að skjóta hnöppum, því
að liðið var að marzlokum og blíðskaparveð-
ur. Úti á brekkubrúninni benti Hrólfur
Madsen út á sjóinn; þar lá skip, sem virtist
vera að varpa akkerum.
„Þetta skip er norskt," mælti hann. ,,Ver-
ið getur, að á því séu þau, sem við búumst
við hingað.“
Þeir stóðu við sttundarkorn og störðu.
Skipið var alveg uppi við land og á þilfarinu
var fullt af fólki. Þá var bátur settur út og
nokkrir menn látnir síga ofan í hann.
„Hver skrambinn," sagði Hrólfur Madsen
og herrndi eftir konunginum. „Það eru þau.
Eg þekki Albrekt von Hohendorf, sem er
dreissugri en stallarinn, af því að hann er
af aðli kominn. Innan stundar verður allt
frilluhyskið setzt að á garðinum."
„Gættu tungu þinnar," mælti Hans Faa-
borg. „Skynsamlegra er að komast fyrir,
hvort hundurinn bítur, áður en slegið er til
lians.“
Hann hljóp niður að lendingunni ásamt
þjóninum, og að stundarkorni liðnu kom
ferðafólkið á land.
Sigbrit var mjög dösuð eftir sjóferðina.
Hún settist þarna á stóran stein og sagðist
ekki fara lengra.
„Það var illa gert af yður, Albrekt, að
skjóta okkur á land hér á auðri strönd,“
sagði hún. „Eg sé hér hvorki hús né bæ, en
tómt vatn og tré. Mér kemur það líka
spánskt fyrir, að hans náð tekur ekki á móti
okkur eða einhverjir af mönnum lians.“
Hans Faaborg gek'k lram og hneigði sig
auðmjúklega.
„Eg er hér af hálfu lians náðar,“ rnælti
liann, „og konungsgarðurinn er hér fá skref
í burtu; þar er allt viðbúið að taka á móti
yður.“
„Hvaða maður eruð þér?“ spurði Sigbrit
og hvessti á hann augun.
„Hans Faaborg, frii mfn, óbreyttur rit-
ari í höll konungs, trúr þjónn hans náðar
og honum liandgenginn.“
Sigbrit horfði svo lengi á hann, að hon-
um þótti nóg um. Þé leit hún á Hrólf Mad-
sen og þekkti hann um leið.
„Eg þekki liann þarna,“ mælti hún.
„Komdu hingað, maður, og taktu til hönd-
uniim, svo að við komumst upp þessa bölv-
aða brekku. Ef þetta land er fullt af klett-
um eins og Noregur, þá vil eg ekki dveljast
hér til kvölds. Eg hélt, að Danmörk væri
fagurt sléttlendi eins og Holland og önnur
kristin lönd.“
„Svo er líka,“ svaraði Albrekt von
Hohendorf. „Þegar þér komið upp á kon-
ungsgarðinn, þá munuð þér líta fagra akra
og skóga. Þér megið ekki heldur láta yður
mislíka, að eg lét yður stíga hér á land. Ef
konungur er ekki í borginni, er bezt við
verðum hér kyrr og bíðum nánari boða frá
lionum."
„Konungur er ekki í borginni,“ mælti
Hans Faaborg, „en búizt er við honum á
hverjum degi. Hann hefur mælt svo fyrir,
að konungsgarðurinn á Hvibeyri sé fenginn
Sigbritu Willums og dóttur hennar til íbúð-
ar, og býst eg við, að þið séuð þær. Á garð-
inum er allt viðbúið því, að þið setjist þar
að.“
„Komum þá,“ mælti Sigbrit.
Hrólfur Madsen og Albrekt von Hohen-
dorf tóku livor undir sinn arm hennar og
tosuðu lienni upp brekkuna. Hans Faaborg
stóð og glápti á Dyveke, sem var að tala við
F.dle.
„Vertu hjá mér, þangað til dúfurnar mín-
ar eru komnar í land, Edle,“ sagði hún.
Rétt á eftir kom á land búrið, sem þær
voru í. Þær hnipruðu sig saman dauðhrædd-
ar, og Dyveke lagðist á linén og talaði blíð-
lega til þeirra. Sjómennirnir báru þær upp
brekkuna; Dyveke galt þeim vel fyrir greið-
ann, en þeir þökkuðu fyrir og báðu henni
blessunar.
Edle var gröm yfir því, að þær skyldu