Nýjar kvöldvökur - 01.01.1947, Qupperneq 33

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1947, Qupperneq 33
N. Kv. DYVEKE 19: hana; hirðmenn, sem hana hitta, kalla hana frú. Eini maðurinn, sem eg óttast, fer nú héðan; það er kanslarinn, sem er orðinn erkibiskup í Þrándheimi. Gætið að, hvort þér getið ekki klekkt á honum í einhverju. Hann er óvinur minn og því yðar líka. Og stjórnið þér svo bænum vel; gangið hart að Þjóðverjunum og sendið hans náð drjúgan skötpening, því að hann kemur sér vel.“ Konungur fór til Bahúss til að semja við Karl biskup frá Hamri. sem sat þar í haldi. Eiríkur Walkendorf fór með honurn. Sú var tilætlun nýja erkibiskupsins að skora á kon- tmg að gæta ailrar varasemi og fá fyrirgefn- ingu páfaráðsins í Rómaborg fyrir ofbeldið við Karl biskup. Það var svo sem sjálfsagt, að svensku óeirðaseggirnir, sem voru 'alls stað- ar við landamærin, notuðu kirkjubannið, senr á konungi hvíldi, til að æsa almenning gegn honum; og þótt helgiljómi kaþólsku kirkjunnar væri tekinn mjög að dofna í aug- um æðri stéttanna, var allt öðru máli að gegna um almenning. En í því rnáli var Kristján konungur sízt leiðitamur, því að hann var sannfærður um, að Karl biskup drægi taum Svía. Hann hafði raunar fylgt ráði Walkendorfs ög boðið hinum norsku og dörtsku biskupunum að ábyrgjast hann, en þeim var öllum kunnugt, að konungur ósk- aði frernur að þeir höfnuðu því boði, og þess vegna gerðu jtað al lir, nema Jens Beldenak, hiskup í Oðinsvé. En hann átti þá í deilu við Hans konung, af því að hartn hafði rekið erindi konungs svo slælega í Lýbiku, að kon- ungur átti þar að svara til mikillar skuldar, sem livorki hann né sonur hans tók í mál að greiða. Slíkum manni varð því engan veginn trúað fyrir Karli biskupi. Meðan þeir konungur og Walkendorf dvöldust á Bahúsi, kom sendimaður páfa, Izard Gravius að nafni, til Óslóar; hann átti ;tð selja syndalausn á Norðurlöndum. Með honum var þjónn hans, og settust báðir að á Akurshúsi lijá Albrekt von Hohendorf, sem reðhúsum í fjarveru konungs. Þjónninn lof- aði mjög velmegun og fegurð Noregs og veiddi upp úr Albrekt, að hann héfði verið í Björgvin með könunginum. Hann spurði eftir Hollendingum í Björgvin og loks eftir konti nokkurri, Sigbritu Willums frá Am- sterdam, hvort hún mundi vera þar nokkurs staðar nærlendis. „Eg er með kveðju til hennar frá systur hennar, sem er heiðursverð klaustursystir í Amsterdam,“ mælti hann. „Hún sagði mér,' að Sigbrit hefði flutt af landi burt og að öll- um líkindum til Björgvinjar.“ „Sigbrit Willums er hér,“ svaraði Albrekt. „Hún og dóttir liennar búa í fallega húsinu þarna niður við fjörðinn.“ Þjónninn gekk að glugganum og horfði á húsið. „Þá líður Sigbritu vel,“ sagði hann; „syst- ir hennar mun verða glöð við, Jregar hún fréttir ]rað.“ Þeir töluðust ekki meira við um þessi efni, en Jregar rökkva tók urn kvöldið, fór þjónn Jressi í kápu sína og gekk yfir að húsi Sig- britar. „Þér getið sagt, að hér sé kominn gamall vinur frá Hollandi,“ sagði liann við þern- una, sem kqm til dyra. Sigbrit lét ekkert á því bera, að hún yrði liissa, þegar hún þekkti, að þar var kominn systursonur hennar, Diðrik Slaghök. Hann var klæddur silki og pelli eins bg ungur of- látungur, glaðlegur og vel í skinn komið. „Velkominn, frændi,“ sagði hún; „það er auðséð, að þér vegnar vel og að þú kannt að klæða þig.“ Diðrik hló og leit í kringum sig. þó að Sigbrit furðaði sig ekki á honum, þá furðaði hann sig á henni. Hún var í gerðarlegum kirtli, sem engin aðalsfrú hefði blygðazt sín fyi ir, með pípukraga um gildan halsinn og liúfu úr tósasilki á höfði. Eikarstóllinn hennar var bakhár og fóðraður dýru leðri, og á útskornu borðinu lágu skjölin í haug- um. Á Iegubekknum var gullsaumuð ábreiða og á veggjum voru tjöld af flæmsku 3*
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.