Nýjar kvöldvökur - 01.01.1947, Qupperneq 42

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1947, Qupperneq 42
28 DYVEKE N. Kv. éins og ungar stúlkur eiga að vera. Vertu Dyveke trygg; þá ertu mér trygg um leið.“ Svo kinkaði hann kolli til þeirra og fór inn til Dyveke. 18. kap. Mikil umskipti. Kyrrlátt var á Akurshúsi eftir burtför konungs og ennþá kyrrlátara í húsi Sigbrit- ar. Dyveke Iét dúfurnar fljúga út á hverjum morgni og kallaði þær heim aftur á hverju kvöldi. Stundum gekk hún um í litla rósa- garðinum, hvernig sem veður var, en aldrei fór hún út fyrir hann. Áður liafði hún við og við gengið fram með firðinum og ætíð haft Albrekt von Hohendorf að fylgdarsveini, en í þetta skipti hafði hann farið með konungi til Danmerkur, og Dyveke vildi ekki láta aðra fylgja sér. Hún var því mest inni við og sat í herbergi sínu með Edle, sem sat í vef- stólnum og óf finilega. Dyveke reyndi það líka, en þreyttist fljótt. Hún sat því ýmist í stólnum eða lá á bekknum með hönd undir kin.n og hlustaði á masið í Edle. „Hvernig getur þú látið daginn líða án þess að taka hendi til neins?“ spurði Edle. ,,Eg hugsa um konunginn," svaraði Dy- veke, „hvenær hann muni koma og hvað hann sagði síðast, þegar hann fór héðan.“ ,,Það er afleitt, hvað lians náð ferðast mikið," sagði Edle. „Ef þú liggiir þarna og gerir ekkert, þá verðurðu seinast að sálar- lausri væflu. Gott væri þér, ef þú ættir barn; þá fengir þú nokkuð til að dunda við, og konungur yrði þér vandbundinn." „Æ, eg veit ekki,“ svaraði Dyveke. „Stundum óska eg þess og stundum ekki. Hver veit, hvort konungur héldi áfrarn að elska mig, ef eg missti fegurðina, þótt ekki yrði nema um stundarsakir.“ Edle sló vefinn raulandi. „Hvernig færi svo, ef hans náð kvæntist?" sagði hún alltd einu og hætt að vefa. „Eg þori ekki að hugsa til þess,“ svaraði Dyveke. „Þú verður að luigsa um jrað,“ sagði Edle. „Ef það verður ekki áður en Hans konurig- ur deyr, þá verður hans náð að gera það undir eins á eftir og sjá ríkinu fyrir erfingja. Þetta er alveg sjálfsagður hlutur, sem ekki verður um ]>okað.“ „Þegar gamli konungurinn deyr, þá breytist allt,“ svaraði Dyveke. „Þá verður Kristján konungur að stjórna þrem ríkjum, en ekki einu, ög þá sé eg hann svo sjaldan, að hann gleymir fljótt litlu dúfunni sinni.“ ,,En þá giefur hann þér jarðeignir og lén,“ mælti Edle; „þú verður rík og voldug, og ef þú verður myndarleg og fögur eins og nú, ])á koma tignustu herramenn ríkisins og biðja þín.“ „Vertu ekki að þessu bulli,“ svaraði Dyveke fokvond. „Ef herra minn skilur við mig, jjá máttu reiða þig á að eg dey.“ „Heldurðu, að nokkur deyi úr ást?“ sagði Edle. „Eg hélt jrað einu sinni sjálf, þegar eg var í Björgvin með Hans, og hann sá ekki súlina fyrir þér, en leit ekki við mér. Svó þegar þú fórst og Hans fór að þykja vænt um mig aftur, þá var mér nokkurn veginn sama um hann.“ „Já,“ svaraði Dyveke, „þú hefðir átt að fara í gröfina, Jregar þér þótti vænt um liann og hann sveik þig.“ Sigbrit konr inn til hénnar með bréf frá konungi. Hún tók við því, fór með það á afvikinn stað og marglas Jrað með hjart- slætti og tindrandi augum. Það var allt um þrá konungsins eftir litlu dúfunni hans. Þá var hann staddur í Rípum, var á förurri til Álaborgar og bjóst við að koma til Óslóar eftir einn eða tvo mánuði. Bréfið var sent með hraðboða, sem átti að fara dagfari og náttfari, svo að ástmær konungs fengi það sem fyrst. Dyveke kom inn til hinna aftur og sá þá, að Albrekt von Hohendorf var jrar fyrir. „Hefur hans náð orðið fyrir nokkru slysi?“ spurði hún óttaslegin og náföl. „Langt frá því,“ svaraði Sigbrit, „en Al-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.