Nýjar kvöldvökur - 01.01.1947, Blaðsíða 51

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1947, Blaðsíða 51
N. Kv. DYVEKE 37 ,,Við hvað eigið þér?“ spurði hann hik- andi.“ ,,Eg á við það, að ef yðar náð sér ríkjunum fyrir drottningu og ríkiserfingja, þá sljákk- ar í hertoganum á Gottorp, en ekki heldur fyrr‘,‘ mælti Ove Bilde einarðlega. Konungur drap fingrum í borðið og starði út í bláinn. Hann þurfti ekki að líta framan í liina; hann vissi, að þeir voru allir á sama tnáli og kanslarinn. Hann vissi líka, hvert þeir vom allir að hugsa þessa stundina,---- til Dyveke, litlu dúfunnar lians, sem sat úti á Hvíteyri og var að hlusta og skima eftir, hvort hann væri ekki að koma. Hann vissi líka, að það var rétt skilið af þeim, að það voru tigi hans við Dy veke, sem ollu því, að hann var enn eigi kvæntur. H vernig gat hann hugsað sér að taka sér drottningu, þegar hann var alltaf jafnást- fanginn í Dyveke eins og fyrsta daginn, sem bann hitti hana í lundinum hjá Björgvin? Hugsunin var honum svo viðbjóðsleg, að hann gat ekki fremur rakið hana til lykta í þetta skipti en öll hin, þegar foreldrar hans böfðu fitjað upp á henni. En hann vissi líka, að hugsunin varð að rekjast til lykta og að lyktirnar yrðu það kvonfang, sem hann hataði svo mjög. Hann var orðinn 32 ára, og ef hann eignaðist ekki son bráðlega, gat hann ekki búizt við að geta tryggt honum konungskjör. Sömuleiðis gat bann ekki búizt við að sitja sjálfur fastur í sessi, á meðan hann átti engan soninn. Ove fiilde hafði á í'éttu að standa, — að þessu ieyti stóðu Gottorparnir vel að vígi. Kvon- fang og l'æðing ríkiserfingja var eina ráðið dl að slá þá út af laginu. Ove Bilde tók aftur til máls um sama efni. Hann lét það ekki aftra sér, að konungur bafði ekki svarað honum neinu, heldur fór i'ann með gætni og íhygli að telja fram þær höfðingjadætur Norðurálfunnar, sem til greina gátu komið, — franskar, enskar, sbozkai', austurrískar og jafnvel rússneskar taldi hann upp og ræddi kosti þeirra og ókosti. Hinir herramir fóru að gefa orð í belg, og meðan konungur sat þögull og eins og hann varðaði þetta engu, urðu hinir sam- mála um, að Elísabet prinsessa frá Burgund mundi í allan máta sæma bezt hans náð o°f ríkinu. Allt í einu rankaði konungur við sér. Hann leit af einum þeirra á annan, og bros lék um varir hans, þótt ekki léki það í aug- um hans Hann ýtti stólnum aftur nndan sér og stóð snöggt á fætur. „Eg þakka ykkur fyrir þenna dag, herrar mínir,“ mælti hann. „Ykkur hefur komið vel saman um það, að konungurinn þarfnist eiginkonu og líka, hver hún skuli verða. Ykkur mun ekki finnast ósanngjarnt, að eg vilji fá ofturlítinn Limhugsunartíma og eigi annars atkvæði í málinu." Mogens Gjöe hló hátt og lét svo sem sér skildist, að athugasemd konungs væri í gamni sögð, og hans náð var honum mjög þakklátur fyrir það. „Þegar eg væntanlega sendi einhvern tíma sendisveit í bónorðsför, þá skuluð þér vera staðgengill minn og fastna brúðina þar, hvar í heimi sem hún verður, Mogens Gjöe,“ mælti hann, „ef þér viljið gera mér greiða í því máli.“ ,,Með hjartans ánægju, yðar náð,“ svaraði herra Mogens alvarlega; „feginn vil eg, að þér sendið mig í bónorðsför, og það sem allra fyrst, því að satt að segja er eg og allir góðir danskir þegnar sönm skoðunar í því efni eins og herra Ove.“ Konungur kinkaði kolli, lyfti hendinni í kveðjuskyni og' ætlaði að ganga inn í her- bergi sitt. En Ove Bilde gekk í veg fyrir liann og sagði með áherzliu; „Eg bið yðar náð að minnast þessara sam- ræðna. Það vai' engin tilviljun, að eg braut upp á máli þessu. Fyrir löngu hafði eg ætlað mér það, og hennar náð, ekkjudrottningin, er mér alveg sammála um það, að það sé skylda yðar náðar að tryggja diottinvald yð- ar með í'íkiserfingja. Þegar þjóðin veit, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.