Nýjar kvöldvökur - 01.01.1947, Síða 53
N. Kv.
DYVEKE
39
ætlið að ljóstra einhverju upp, þá reiðið þér
yður fremur á mitt ráð en Sigbritar. En þér
hafið ef til \ il 1 svarið henni tryggðir líka?“
Diðrik Slaghök ætlaði að svara, en kon-
ungur bandaði hendi frá sér og sneri baki
við honum. Þá hneigði hann sig djtipt og
gekk út ánægður á s\ ip.
Stundu síðar sat hann í sérherbergi Sig-
britar Willums á H\ íteyri.
„Mikil tíðindi, frænka," mælti hann, laf-
móður eftir sprettreiðina þangað; ,,hvað fæ
eg fyrir, ef eg segi yður það, sem eg veit?"
„Ef þú hefur sprengt hest fyrir konungi í
von um umbun, þá hefir þú farið flónslega
að,“ svaraði Sigbrit. „Ef eitthvað er í frétt-
ina \ arið, þá gef eg þér upp einn dal at' þeim
sjt), 'sem þú skuldar mér. En eg kaupi ekkert
úséð og sízt af þér, Diddi litli.“
„Konungurinn ætlar að kvænast," mælti
Diðrik.
Sigbrit hló, og systursonur hennar minnt-
lst þess ekki að liafa nokkurn tíma heyrt
hana hlæja s\ o lengi. Það brakaði í henni og
hrast, henni \öknaði um augu og hún hélt
;ifram að hlæja ennþá meira \ ið furðusvip-
inn á Diðrik.
„Vissuð þér það, frænka?" spurði hann.
»Ef þér halið vitað það, þá eruð þér eins
ijölkunnug og af er látið. Eg var í ríkisráð-
mu með hans náð og fór þaðan fyrir stundu.
Dve Bilde stakk upp á því, og eg þori að
'eggja hausinn á mér í veð fyrir, að það kom
ilatt upp á hans náð.“
„Svo — já, drengur minn,“ sagði Sigbrit og
þnrrkaði sér um augun. „Þú skalt fá dalinn.
Eghlæ rnest að heimsku manna. Allir mættu
halda, að þú þekktir Sigbrit Willums nokk-
nrn veginn; og svo heldur þú, flónið þitt, að
eS Dafi ekki verið viðbúin því, að konungur
hvæntist. Eg hefði \ erið meiri bjáninn, ef eg
helði ekki vitað það og hagað mér eftir því.“
„Hvað ætlizt þér þá fyrir?" spurði Diðrik.
„Eg ætla að ýta á hann,“ svaraði hún hægt;
»hvað er um annað að géra? Ef hann hefði
ehki fundið upp á því sjálfur, þá hefði eg
orðið að ráða honum til þess. Getur liann
vernð öruggur í sessi, nema hann eignist erf-
ingja?“
„Sama sögðu þeir í ríkisráðinu," mælti
Diðrik.
„Jæja, sögðu þeir það?“ sagði Sigbrit.
„Blindar hænur rata líka á kornið.“
„En Dyveke? Hvað verður um hana?“
spurði Diðrik.
„Um hana, já?“ mælti Sigbrit í hæðnis-
róm. „Ætlast þú til, að hatur verði á hana
lagt hvervetna, vegna þess liún hamli kvon-
fangi konungs- Eða ætlast þú til, að hans náð
kvænist náfrænku Diðriks Slaghöks? Mikill
blessaður bjáni geturðu verið, drengur!“
Hún ýtti stólnum aftur á við, svo að liún
gat rétt úr fótunum og stutt hökunni á staf-
inn.
„Nei,“ mælti hún; „ef hans náð leitar
minna ráða í því máli, — og hann gerir það
líka —, þá skal eg ráða lionum heilt, eins og
eg er vön. Eg hef oft hugsað um þessi efni og
þær höfðingjadætur, sem til greinagetakom-
ið. Eg hef valið hana, og þú mátt sveia þér
ttpp á það, að það verður hún.“
„Hverja eigið þér við, frænka?“ spurði
hann.
„Eg á \ ið Elísabetu frá Burgund,“ svaraði
Sigbrit, „og ef þig langar til að lepja það í
hans náð, þá skaltu ekkert setja það fyrir þig
mín vegna. Þá er hann viðbúinn því, þegar
hann kemur, og þá gengur allt liðugar."
„Sigbrit frænka," mælti Diðrik í aðdáun-
arróm; „þér eruð merkiskona, svo að enginn
karhnaður er yðar jalnoki. Herrarnir sögðu
þetta sama í ríkisráðinti."
Sigbrit skellti aftur upp úr; en um leið
lyl'ti hún sér í sætinu og hlustaði. Úti heyrð-
ist jódynur.
„Það er konungurinn," mælti hún;
„heyrðu til. hann er á hraðri ferð. Hann
kemur til þess að sækja sér drottningu til
Sigbritar."
Diðrik Slaghök stökk á fætur, náfölur og
titrandi.