Nýjar kvöldvökur - 01.01.1947, Side 21

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1947, Side 21
N. Kv. ■ MANDA-STRANDIÖ Á DJÚPAVOGI 1887 O. FL. 7 náð, en botninn lá allur í sjó og liggur þar enn. Oft \ar ráðgert að lyfta flakinu með tómum tunnum qg fleyta því að landi á lientugri stað, en aldrei varð neitt úr því. — F.ins og fyrr er getið, er víkin, þar sem skip- ið bar að landi, síðan köllum Mönduvík. Papósskipið Anna, sem skipverjar sigldu upp í sand í ofviðrinu, náðist þegar á flot aftur, og sigldi það skömmu síðar til Papóss með vörur þær, er í því voru. Reyndist skip- ið og farmurinn lítið eða ekkert skemmd- ur. \'ar skip þetta síðan í förum vor og haust. X'orið 1892 kom það í síðasta sinn hingað til Iands frá Raupmannahöfn. Þá voru hafþök ísa l’yrir Austurlandi, og í það sinn bárust jakar suður undir Vestmanna- eyjar. Ekki komst Anna inn á Papós fyrr en seint í maí, því að þá fór ísinn fyrst að lóna lrá, og voru þó einstakir jakar þar á reki fram yl'ir mánaðamótin næstu. Var þegar hyrjað að afferma skipið. Skipalegunni á Papós var þannig iiáttað, að legið var stutt fyrir innan ósinn; þar var dýpið mest, en nijór áll lá þaðan inn að landinu, og mikill hluti leiðarinnar var þurr leira á stór- straumsfjöru. Vörur voru fluttar að og frá skipi í stórum uppskipunarbátum, og þurfti að sæta háflæði, helzt á stórstraumi, þegar fermt var eða affermt. Vel þótti ganga, þeg- ar sami bátur fór tvær iferðir á milli skips °g lands. Verzlunarhúsin voru í landi jarð- a'innar Syðra-Fjarðar við Lón. Fjallgarður- ‘nn, 'sem skilur I.ón og Nesjasveit, er þar skammt frá, en í þeim fjallgarði er Al- niannaskarð, þar sem þjóðvegurinn liggur yfir. Verzlunarhúsin, sem áður voru í Papós, v'Oru vorið 1897 flutt að Höfn í Honafirði af þáverandi einganda þeirra, Ottó Túlini- usi, sem fyrr er getið. Þegar skipið hal’ði verið affermt, gerði hvasst veður á norðaustan, og bráttt fór skipið að reka í áttina að sandinum sunnan ossins. Innan stundar hjó það á grunni, en tindir því framanverðu lenti akkeri, sem htgt hafði verið út frá því. Féll þá sjór inn í skipið; en skipshöfnin liafðizt þó við í þ\ í yfir flóðið, og þegar fjaraði, var henni bjargað í land. Skipið var dæmt ósjófært, og sent tafarlaust til sýslumanns, sem þá var Guðlaugur Guðmundsson; ákvað hann og auglýsti mánaðardag, er selja skyldi hið strandaða skip. Var síðan unnið að því að losa segl, rár, beitiása og kaðla úr reiðan- um. Fljótt kvisaðist, að ekki mundi skipið vera mjög brotið og auðvelt mundi vera að ná því út aftur. Nokkrir menn úr Geit- hellnahreppi tóku sig saman um að fara á strandstaðinn og atlniga skipið og tiltök á björgun. Mun Stefán Guðmundsson verzl- unarstjóri á Djúpavogi liafa verið aðal- hvatamaður þessa. Fékk hann með sér til aðstoðar Lúðvík Jónsson trésmið og' hafn- sögumann á Djúpavogi, ágætan sjómann og dugnaðarmann. Fóru þeir frá Djúpavogi að Starmýri í Álftafirði og gistu þar. Þá bjó þar ainma mín, Ragnlieiður Stefánsdóttir, og sonur hennar, Stefán Guðmundsson, sem var dugandi sjómaður. Fór hann síðan með þeim suður á Papós daginn eftir. Þegar á strandstaðinn kom, gerðu Jreir Lúðvík og Stefán móðurbróðir minn ýmsar athuganir við skipið á l’lóði og há'fjöru; sáu þeir, að botninn var óskemmdur að roestu að öðru leyti en því, að akkerið hafði brot- ið gat á það neðst á bógnum. Eggert Bene- diktsson, sem síðar keypti jörðina Laugar- dæli í Hraungerði'shreppi og bjó þar, var þá verzlunarstjóri á Papós; gerðist hann lfka hluttakandi í fyrirhuguðu kaupi á skipinu og öllum reiða. Keyptu þeir félagar svo skipið með öllu, sem fylgdi, að einum kaðli undanskildum, sem slapp þeim úr greipum. Var kaupverðið rúmar 1200 krónur. Vegna Jress að þá var smástreymt, var afráðið að bíða næsta stórstraums og reyna þá að gera að skipinu, svo að það næðist á flot. Skömmu síðar fóru fjórir menn af Djúpa- vogi sjóveg að Starmýri, og daginn eftir flutti Stefán Guðmundsson þá til Papóss á hestum. Menn þessir voru Jreir Lúðvík

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.