Nýjar kvöldvökur - 01.01.1947, Page 56

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1947, Page 56
42 ÐYVEKE N. Kv. „Þér spyrjið mig, hvað eg vilji." mælti Inin. „Eg vil vald. yðar náð. Eg vil allt það, er konu er synjað lun. Guð gaí mér karl- mannssál í komdíkama, og enginn veit, livað eg þjáðist, þegar eg var rneðal kven- inanna í Björgvn, sá eymdarskap þeirra, en gat aldrei gert neitt það, sem mi.g langaði til. Þá hitti eg yðar náð og sá íturmenni í yður. Dóttir mín varð frilla yðar, og aðeins þess vegna hittumst við. Ef ást yðar slokkn- aði út sem stendur, þá mundi kynning okk- ar þó ekkert breytast. Eg hef kennt yður það. sem eg hef lært í föðurlandi mínu, og hef aðstoðað yður í baráttu yðar við óráð- saman og duglausan aðal, sem leggur ríkin í auðn, og í starfi yðar fyrir borgarana, sem byggja landið. Laiut mín eru þau, að eg hef leyfi til að neyta hæfileika minna. Þó að eg bölvi eftir sem áður á hverjum morgni pilsunum, sem leyfa mér ekki að sitja í ríkisráðinu meðal teðstu manna yðar, þá er eg þó Inindrað sinnum ánægðari nú en nokkru si-nni áður, — og ef þér lifið nokkur ár enn og eg líka, þá skal nafn Sigbritar Willums verða nefnt í sögu þessara ríkja.“ Reiði Kristjáns konungs sefaðist við orð Si-J'britar. Hann seildist eftir stólnum, náði í hann, dró hann að sér og lét fallast niður á hann; þar sat hann þreytulegur með höf- uðið í höndum sér og starði út í bláinn. „Þarna liggur fiskur undir steini,“ hélt Sigbrit áfram. „Nú hef eg gert full skil, eins og þér kröfðust áðan, og nú höfum við talað nóg um þær sakir. — Nú skal eg skýra yðar náð frá því, sem eg lref hugsað mér um kvonfang yðar, og þér skuluð komast að raun um, að í því máli, eins og öllum öðr- um, er eg á yðar bandi og ríkisins.“ Svo sýndi hún honum fram á, að hann •yrði, svo skjótt sem því yrði við komið, að senda sendimann til keisarans og biðla til Efísabetar frá Burgund. Hún færði honum heim sanninn um það, hve nauðsynlegt væri ríki hans, að hann kvæntist, og hve mikilsvert \'æri, að hann kvæntist einmitt Elísabetu. Aður en hann fór, hafði hann lolað henni að koma þessu í kring eins fljótt og auðið væri. Hann gekk til herbergis Dyveke og laut yfir rúm hennar; hún hvíldi höfuðið á armi sér og svaf vært. „Dyveke — litla dt'ifan mín,“ hvíslaði hann. Svo steig hann á bak hesti sínum. Sigbrit fylgdi honum til dyra. „Minnist ekkert á þetta við Dyveke,“ mælti hann; „enginn annar en eg má segja henni frá því, — og heyrið þér, Sigbrit —“ Hann laut af hestbaki að eyra henni og hvíslaði: „Hollenzka orðið — — þér skil jið, — gætið jress, að enginn annar heyri það.“ „Eg veit ekki. livaða orð það er, sent yðar náð á við,“ mælti hún og hneigði sig djúpt. Hún sneri aftur til herbergis síns og hafði gleymt systursyni sínurn í skápnum, þegar há barsmíð þaðan minnti hana á hann. „Eg er að kafna,“ stundi hann; „ef eg hefði átt að dúsa þar lengur, hefði eg orðið að gera vart við mig eða drepast." Sigbrit leit á hann með greinilegri óbeit. „Frænka þér eruð kerling í krapinu," mælti hann með aðdáun. „Aldrei gleymi eg því. sem eg hef heyrt og séð í dag.“ „Ef þú ymprar nokkurn tíma á því, þá skal eg láta hengja þig á hæsta gálga,“ svar- aði hún, ,,— og farðu svo.“ Diðrik Slaghök stökk af stað, en í dyrun- um nam hann staðar og hlustaði. Hófaskell- ir heyrðust að utan. „Konungurinn er kominn aftur,“ sagði hann dauðskelkaður. í einu vetfangi var hann kominn í skáp- inn aftur, og Sigbrit lokaði á eftir honum. Svo settist hún í stólinn og horfði til dyra: hún furðaði sig á, að hans náð skyldi vera að koma aftur. En maðurinn, sem kom var

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.