Nýjar kvöldvökur - 01.01.1947, Blaðsíða 28

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1947, Blaðsíða 28
14 FJÖGRA MÁNAÐA DVÖL í DRAUGAHÚSI N. Kv. hefði verið kippt í einu undan flygli og hann fallið í steingólf. En enginn slíkur hlutur var ti 1 í húsinu. Við gáfum okkur ekki tíma til að lmgsa uim, af hverju þessi gauragangur gæti stafað, en hentumst út í bílskúrinn, til þess að sjá Iivað gerzt hefði þar, og vorum komin þangað nokkrum sek- úndum eftir að ósköpin dundu yfir. En þar sást ekki nokkur skapaður hlutur. í bílskúrnum voru geymdar bækur, en ekki eitt einasta kver hafði rótast í hillnnum. Allt: var í stakasta lagi. Við lituðumst um, sem við bezt gátum, bæði utan Iniss og innan, en hvergi var nokkuð að sjá, sem hefði getað færzt úr lagi og valdið þessum vábresti. Sami skaikali endurtók sig að minnsta kosti tvisvar, ef til vill þrisvar sinnum. Ástæðunnar til þess, að eg get ekki sagt um síðasta atburðinn með fullri vissu, skal brátt verða getið. Af því að við'vorum mjög önnurn kafin, heimsótti varla nokkur sál okkur nema Mar- ía Smith, fyrr en síðast í september, að þrír góðvinir rnínir komu og dvöldust hjá okkur yfir eina helgi. Þetta var málfærslumaður minn, sem var að gera fyrir mig mikilvægan samning, kona lians og dóttir, sem er há- skólastúdent á öðru ári. Málfærslumaðurinn er einn hinn efagjarnasti maður, sem eg þekki, og frúin og dóttirin ern allt annað en anðtrúa á yfirnáttúrlega hluti. Samt sem áð- ur taldi eg réttast að skýra þeian frá við hverju þau mættu búast. Eg sagði þeim hitt og annað af atburðum sumarsins, en hefði þó getað sparað mér þá fyrirhöfn, þau trúðu ekki einu orði af allri sögunni. ,,En annars,“ sagði vinur minn, „hefði eg fyrir mitt leyti nógu gaman af því, að heyra ■eiíthvað í þessum fyrirmyndardraugþínum." Um kveldið fór kvenfólkið í leikhús, en við málfærslnmaðurinn vorum heima að fást við samninginn. Við voruim niðursokknir í alls konar útreikninga. þegar skyndilega heyrðist snarpur brestur í þilinu ofan við höfuð vinar míns. „Var þetta vinur þinn, veggjatítlan?" spurði hann. „Þetta er lítilsháttar marr í viðnum, sem er að þorna," tautaði hann og skoðaði þil- horðið, sem hljóðið virtist koma frá. Eg hélt áfram að reikna, og hugsaði i hljóði: „Hvað sem á gengur, skal eg láta sem ekkert sé, en halda áfram við mitt starf og lofa honum að fást við að ráða gátuna, hvað hér væri á seyði.“ Eftir nálega þriðjung stundar, heyrðist hið gamalkunna fótatak á loftinu uppi yfir okkur. Eg stillti mig og hélt áfram að lesa og reikna, og leit ekki upp úr blöðunum fyrr en málafærslumaðurinn spratt upp. „Hver skollinn er þetta?“ hrópaði hann. ..Það er bara draugurinn," sagði eg. „Draugur þar og draugur hér. Það er mað- ur uppi á loftinu. Komdu með þangað. Að vörmu spori vorum við komnir upp á loftið, en þar var vitanlega ekkert að sjá. Eg naut þess af hjarta, að sjá hinn vantrúaða, raunsæja vin minn, leita af kappi, að ein- hverju, sem eg vissi vel, að hann mundi aldr- ei finna. En það skal sagt honum til hróss, að hann leitaði vandlega. Hann leitaði í hverju herbergi og hverju skoti, og gægðist í hvern krók og kima. Hann klifraði út á gluggasval- irnar, og fór upp á þakið, sem hann grand- skoðaði nteð vasaljósi, en hann varð að gef- ast upp. \hð unnum ekki meira kvöldið það, en skeggræddum um þessa hluti, þangað til kvenfólkið kom heiim, en breyttum þá um umtalsefni. „Það er ekki vert, að láta þær Söru og Dóróteu vita neitt um þetta,“ sagði hann. Nokkru seinna gengum við til rekkju. Af því að húsnæðið var lítið, varð það að ráði, að gestirnir svæfu allir í sama herbergi, svefnherberginu, sem var á efri hæðinni a framhlið hússins. Hjónin sváfu saman í rúm- inu, en dóttirin í bedda. Kona mín svaf í svefnherbergi mínu, en eg !á á iegubekk niðri í stofunni. Þegar eg var háttaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.