Nýjar kvöldvökur - 01.01.1947, Blaðsíða 34

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1947, Blaðsíða 34
20 DYVEKE N. Kv. klæði; þar stóð skápur með fögrum gler- staupum og rúðurnar voru a£ flórentískri gerð, málaðar fögrum heigimyndum í rauð- um og bláum lit. ,.Hjálpi mér ailir helgir menn!“ mælti Diðrik Siaghök. „Hvernig hafið þér komizt yfir öil þessi auðæfi?" Sigbrit hvíldi hökuna á stafnum. Diðrik sá, að það var sanri stafurinn, senr hún lrafði dangiað á lronum með fyrr á ævinni, og horfði lymskulega á hana. „Hamingjan veltur upp og ofan. Ef' þú hefur haldið, að eg yrði þér byrði, þá máttu alveg sleppa því, en ef þú ert konrinn til að greiða nrér dalina, sem þú skuldar mér, þá skaltu ekkert blygðast þín fyrir að leggja þá á borðið, þó að það sé fallegt.“ „H vað hefur komið fyrir, frænka?“ spurði hann. I því bili var forhengið dregið til lrliðar, og Dyveke stóð á miðju gólfi. Hún rétt leit á Diðrik og þekkti lrann ekki aftur, en hann starði á lrana og undraðist fegurð hennar og búning. Hann grunaði þegar hálfvegis, hvernig í öllu lægi, og þegar hún spurði, hvort boð hefðu borizt frá konungi, skildi hann allt sanran. — Dyveke fór þegar aftur og dró forhengið fyrir. „Einmitt það,“ sagði Diðrik. „Það hefur þá farið éins og eg bjóst við í Lier á árunum, þegar þér urðuð rð flýja úr Fálkanum; þér hafið komizt til metorða á undan mér, en nú er eftir að vita, hvort þér getið notað mig til nokkurs." „Segðu fyrst, í hvaða erindum þú ert hér,“ svaraði hún. Hann sagði henni frá, að hann væri þjónn hins páfalega sendimanns, sem ætti að selja syndakvittun, en salan væri svo treg þar nyrðra, að hann vildi eins vel skipta um og fá sér aðra atvinnu; nú yrðu þeir að bíða konungs þar í Ósló, því að þeir yrðu að fá meðmæli hans og leiðarbréf til ferðanna um Noreg. „Hans náð lætur ykkur ekki fá leiðarbréf, nema hann fái hlutdeild í Péturspeningun- um,“ mælti Sigbrit. „Það væri nýstárleg krafa,“ sagði Diðrik. „Hvenær datt konungi þetta í hug?“ „Mér datt þetta í hug,“ svaraði Sigbrit, „og konungur fer eftir því. Hvaða vit væri í því að láta raka saman fé í landinu án þess konungur fái sinn hlut af því? Eg sé ekki betur en þið séuð kaupmenn og mangarar rétt eins og Rauðstokks- og Lýbikumenn, og þeir verða að greiða söluskatt, ef þeir eiga að fá að verzla.“ „Þér eruð dásamleg kona, frænka," rnæiti Diðrik Slaghök, ,,og sá konungur er hepp- inn, sem hefur yður með í ráðurn." Þau sátu um stund og röbbuðu. Svo spurði hún hann, hvort hann vildi verða r,it- ari konungs. „Með ánægju, frænka," svaraði hann; ,,eg býst við, að konungs þjónusta sé sama sem yðar þjónusta." „Ekki alveg, Diðrik minn,“ sagði hún. „Konungar eru hættulegir, og þessi lrættu- legri en aðrir, því að hann er bæði tortrygg- inn og uppstökkur; en hann er góður þeim, sem eru honurn trúir, og þýzki ritarinn hans er nýdáinn, svo að staðan er laus.“ „Eg tek hana með þökkum,“ mælti lrann, „og án þess að spyrja um launakjörin." . „Það er nú ekki komið að því ennþá,“ svaraði Sigbrit jmrrlega. „Einn greiði er annars verður, eins og þú veizt. Svo stendur á, að hans náð er í klípu, því að hann hefur misboðið biskupi.“ „Það var illa farið,“ mælti Diðrik; „eg er sjálfur klerkur og því fastheldinn á sérrétt- indi heilagrar kirkju.“ „Það má nú bíða, þangað til þú átt sjálfan þig að verja,“ rnælti Sigbrit. „Ef þú færð húsbónda þinn til að gefa konunginum af- lausn fyrir þetta brot Iians, þá útvega egþér ritarastöðuna." „Það er ekki svo hlaupið að því,“ svaraði Diðrik, „og því ber ekki að leyna, að lz?u'd Gravius er ekki svo tiginn preláti, að hánn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.