Nýjar kvöldvökur - 01.01.1947, Blaðsíða 31
N. Kv.
DYVEKE
17
gift lfka, svo að bæði ættu að geta haft sitt
á 'þurru. Og sé einhver að bera sig upp um
það, þá sæti sízt á Kláusi, því að eiginmaður
fréi Edle, kokkállinn sjálfur, e'r náfrændi
hans, Þorbjörn Bille á Sandliolti.“
,,Þú ætti að vara þig á að breiða út slíkt
blaður, Jörgen Vesteny,“ sagði Kláus Bille
og greip til sverðs síns.
,,Svo,“ mælti höfuðsmaðurinn, „það er
gagnslaust að vera að berjast út af því, og
réttast er, að þú lofir sverði þínu að hvílast
í slíðrunum. Heiður frú Edle verður aldrei
varinn með blóði, og ekki verður þér kennt
um það. En himu held eg fram, að ef við
sjáum aðalsfrú, sem auk þess er gift, steypa
sér út í annan eins flennuskap, þá megum
við ekki taka hart á hollenzkri stúlkukind,
sem lætur konung fleka sig.“
„Sama segi eg,“ mælti Walkendorf; ,,eg
veit ekki heldur til, að Dyveke hafi nokkru
sinni gert neitt illt af sér.“
,,Þér talið eins og þér megið til að gera,“
svaraði Kláus Bille. ,,Ef það ersatt, sem sagt
er, þá voruð það þér, sem útveguðuð kon-
unginum frilluna. Segið mér, hvort þér haf-
ið aðra til taks, þegar hlutverki liollenzku
dúfunnar er lokið?“
Nú kom röðin að Eiríki Walkendorf að
sótroðna og grípa til sverðsins; en í sama bili
opnaðist hurðin að herbergi konungs, og
hann kom sjálfur fram. Herramennirnir
hneigðu sig þegjandi, og konungur kinkaði
kolli til þeirra, en liann var dimmur á svip
og augun þunglyndisleg. Hann gekk þegj-
andi að dyrum þeim, sem sneru út að jurta-
garðinum, hratt upp hurðinni og gekk út,
skyggði hendi fyrir augu og starði út eftir
firðinum.
„Sjáið til,“ sagði Kláus Bille lágt, „þetta
gerir liann á hverjum morgni."
heir gengu allir að glugganum, þar sem
þeir gátu séð til konungs, án þess að hann
tæki eftir því.
„Lítið á,“ sagði Kláus.
Konungur veifaði með hægri héndi, og í
sama vetfangi kvað við þytur mikill. Niður
við hús Dyveke flaug upp mikill hópur af
hvítum dúfum, sem byltu sér um í sólskin-
inu, ofsakátar yfir frelsinu.
„Hann veifar, og þá sleppir hún dúfunum
lausum úr búrinu," mælti Kláus Bille. „Það
er morgunkveðja ástarinnar og- ævinlega á
sömu lund.“
„Dúfurnar fljúga fallega," mælti gamli
Jón Pálsson, „og falleg er Dyveke sjálf þarna
yfir frá.“
„Hún er það,“ svaraði Walkendorf, „og
ennþá fallegri en þegar eg sá liana í fyrsta
skipti í Björgvin.“
„Jæja,“ sagði Jörgen Vesteny. „Báðié
klerkarnir eru harðánægðir, og þá höfum
við hinir ekkert út á hana að setja. Ef hún
væri óspjölluð og af aðalsætt, mundi eg
gjarna kvænast henni.“
Eiríkur Walkendorf brosti.
„Því megið þér trúa, Jörgen Vesteny,“
bælti hann, ,,að Dyveke krækir sér í aðals-
mann, þegar konungur verður leiður á
henni. Konungsfrillur skortir aldrei biðla.“
Þá kom konungur inn aftur og var þá
svipléttari orðinn. Hann tók Jörgen Vesteny
og Kláus Bille með sér inn í herbergi sitt til
að ráðgast um vígbúnaðinn móti Svíum. Ei-
ríkur Walkendorf tók upp bænakver og fór
að lesa í því, en gamli kanslarinn gekk að
hurðinni, sem konungur hafði skilið eftir
opna, og lokaði henni.
„Mig verkjar í báða fætur af gigt,“ mælti
hann og settist ,„og svo er ekki heldur rétt,
að þessar ástardúfur fljúgi beint inn í kon-
ungshöllina."
„Getið þér nokkuð ráðið við þær, }örg-
en?“ spurði Eiríkur Walkendorf. „Fuglarnir
fljúga þangað sem þeir vilja, ef þeir eru ekki
vængstýfðir.“
„Við sjáum til,“ svaraði Jörgen. „Víst er
um það ,að hver sá, sem nú reyndi að ráða
dúfurnar af dögum, mundi komast að því
fullkeyptu. — En segið mér, livort það er
3