Nýjar kvöldvökur - 01.01.1947, Blaðsíða 55

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1947, Blaðsíða 55
N. Kv. DYVEKE 41 einhvern tíma að kvænast? Þér gátuð dregið það á langinn, á nieðan gamli konungurinn var á ]ffi, en nú er það ekki unnt lengur.“ „Eg ge-t ekki séð af Dyveke,“ mælti kon- ungur. „Nú,“ svaraði Sigbrit, „ef þér getið ekki séð af Dyveke, þá verða báðar að njóta ástar yðar.“ „Aíunið þér, að eitt sinn spurði eg yður, hvort Dyveke væri dóttir yðar?“ spurði hann. „Eg spyr yður þess sama aftur; mér finnst það vera fráleitt, þegar þér talið svona.“ „Sannarlega er Dyveke dóttir mín,“ svar- aði Sigbrit. „Hvers vegna hefði eg annars átt að dragast með liana til Lier og til björgvinjar. Barnið lilaut að verða mér til Hyrði, og ekki vissi eg þá, að hún mundi ' erða konungsfrilla." „Dyveke deyr, ef liún verður að sjá af mér.“ „Hún fær að sjá yður,“ svaraði Sigbrit; „þó að þér komið ekki á hverju kvöldi, þá komið þér annað hvert kvöld. En látum það fara. eins og það fara vill. Yðar náð mun kannast við, að eg bauð ekki dóttur mína fram.“ „Nei, það gerðuð þér ekki,“ rnælti liann, „en Iivers vegna segið þér það?“ „Af því að eg vil ininna yður á, að eg' skara ekki eld að minni eigin köku,“ svar- aði Sigbrit. „Að vísu bað eg yður að veita bróður mínum embætti á Björgvinjarhúsi, en hitt er eins víst, að eg réð yður undir eins til að reka hann frá, þegar hann reyndist ekki stöðunni vaxinn.“ Konungur kinkaði kolli. En svo vöknuðn grunsemdir hans aftur. Hann gaut njósnaraugum til Sigbritar, hall- aði sér að lienni og mælti: „Látum það allt gott lieita, Sigbrit Will- l'ms. Eg kannast við það, að þessi konungs- garður, sem þér búið á, og þetta famfæri, sen) þér njótið, er lítilfjörleg greiðsla fyrir þá aðstoð, sem þér veitið mér við ríkis- stjórnina, svo að eg minnist ekki á ást Dyveke, sem eg keypti ekki fyrir fé og gæti ekki greitt með öllu því gulli, sem til er í ríkjum mínum. En livað í áranum er það, sem þér eruð að leita eftir handa sjálfri yð- ur? Þér hafið þó oft verið mér sammála, þegar eg hef grunað aðra um græsku, og oft höfum við hlegið hvort framan í annað, þegar við fundum ástæðurnar fyrir hátta- lagi manna. — Nú giuna eg yður. Heyrið þér jiað? Hvers væntið þér af mér? Hvar liggur fiskur undir steini? Gerið full sk.il, ef þér getið." Sigbrit liallaði sér upp að hægindinu og horfði á konung með liálflokuðum augum. Hæðnisbros lék um varir liennar, og hún gerði sér lítið far um að leyna því, að hún geispaði. „Mallert," sagði hún svo. „Hvað segið þér?“ spurði konungur. „Það var ekki annað en hollenzkt orð, sem skrapp mér af munni," svaraði hún. „Og hvað þýðir þetta hollenzka orð?“ mælti liann reiðulega. „Yðar náð ætti ekki að spyrja um það,“ svaraði liún brosandi. „Það er orð, sem við börnin notuðum forðum, — mér datt það svona í hug, þegar þér voruð að tala áðan.“ „Hvað þýðir orðið?“ Sigbrit leit framan í konung. Hann var reiður; æðarnar á enni hans voru tútnaðar og augun rauð; hann kreppti hnefana á lmjám sér, og varir hans skulfu. En hún glotti liæðnislega og hæglátlega sem áður. „Það þýðir flón,“ sagði hún svo. „Fjandinn fjarri mér!“ æpti konungur. Hann var stokkinn á fætur og sló í borð- ið krepptum hnefum, ifyrst öðrum, svo hin- um og síðan báðurn. Hann greip til sverðs- ins, en sleppti því aftur. Svo sté liann eitt skref fram að hurðinni til að kalla á Albrekt von Holiendorf, en liætti við það. Sigbrit studdi hökunn á staf sinn og liorfði frarn undan sér. 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.