Nýjar kvöldvökur - 01.01.1929, Blaðsíða 8

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1929, Blaðsíða 8
2 NÝJAR KVÖLDVÖKUR sinnar.... Ja, eg er hræddur um það, Eyfi minn, að þeim líkaði það heldur illa gömlu mönnunum, ef þú færir að breyta út af ættarvenjunni. Hann langafi þinn fann nú þetta mið — og hingað til hefir fylgt því blessun. Já, svo hafði faðir Eyjólfs talað — og á banasænginni hafði gamli maðurinn sagt: — Vertu trúr gömlum venjum ættar þinnar, Eyfi minn. Þá mun þér farnast vel. Það hefir verið trú í okkar ætt, Hrís- dalsbænda, að þeir, sem komnir væru undir græna torfu eða liggja hérna úti í firðinum, geti haft auga með þeim, sem eftir lifa. En svo bezt geta þeir hjálpað, að gert sé það, sem þeim er að skapi. Eyjólfur blés. Nei, það var ekki skemti- leg tilhugsun að þurfa að breyta til. Þarna hafði hann nú átt lóðirnar sínar þær 30 haustvertíðir, sem hann hafði ver- ið formaður, átt þær á Steinmiðinu. Og það var blessaður afi, sem kendi honum, þá svolitlum drenghnokka, hvernig átti að miða. Eyjólfur mundi orð öldungsins enn þann dag í dag, mundi þau eins og þau hefðu verið sögð í gær: — Það á að miða hvítu skelluna í Lambaklettinum yfir rauða steininn á Bökkunum, gæta þess vendilega að vera hvorki utar né innar. Og grunnduflið á að vera á blindu Ármannsfellinu. Sko, fell- inu þarna inni í firðinum. Passa að kasta duflinu, þegar fellið rekur fram trýnið! Breyta til, breyta til!... Eyjólfur hristi höfuðið... En hvað var að gera? Hinir bátarnir hlóðu, já, hlóðu og seiluðu 15 mínútna róður innan við Steinmiðið, en hann fékk ekki bein úr sjó. Það var við búið, að hásetarnir rykju bara frá hon- um, ef þessu færi fram... Og blessuð tíð- in svona iðilgóð... Nei, það var óþolandi: Tómur bátur og logn og blíða dag eftir dag! Þegar að landi kom og árar höfðu ver- ið lagðar upp, fói'u hásetar Eyjólfs einn af öðrum upp í fjöruna og upp á kamb- inn. Settust þeir þar og spjölluðu saman. Eyjólfur fór út úr bátnum og stóð síð- an kyr við skutinn. Jú, það var svo sem auðvitað hvað nú var á seiði. Þeir ætluðu allir að rjúka frá honum. Og vinnumað- urinn lá í fótbroti, svo að Eyjólfur gat ekki einu sinni leikið sér að því í logninu að draga lóðarstúf við annan mann.. . Eyjólfur hallaðist fram á hástokkinn og strauk sér yfir ennið. Hann sveik af sér fleiri hundrúð krónur og misti alla sína virðingu ... Sitja í logninu í landi dag eftir dag! ... Jæja, það var ekki mikið verra eða háðulegra en að koma með svona afla að landi. Eyjólfur leit á afl- ann. Firnrn eða sex lótöskur, tveir háfar og nokkrar kalýsur! Nei, verra var það ekki að sitja hreinlega í landi — svo að þéir máttu náttúrlega fara —, ef hann þá ekki. . ef hann þá ekki setti í sig hörku og legði inni í Djúpi, rétt eins og hinir, sem komu hlaðnir af hvítum.gang- fiski og kambýsu upp á hvern einasta dag.... En þarna komu þeir nú hásetarn- ir.... Og Jón var á undan. Hann mundi eiga að hafa orð fyrir þeim.... Guðmundur og Bjarni staðnæmdust í flæðarmálinu, en Jón óð út að bátnum, setti hnéð undir hann, studdi hendinni á hálsþóttuna og horfði á Eyjólf. — Jæja, Eyjólfur minn. Þó að okkur, sem erum búnir að róa með þér haust eftir haust, þyki nú leitt að þurfa að gera þér mikið á móti skapi, þá verðum við uú að tilkynna þér það, að við sjáum okkur neydda til að fara úr skiprúminu fra þér, ef þú heldur áfram þessu sargi á Miðinu. en reynir ekki inni á Djúpi, þar sem bin- ir hlaða. Við höfum ekki efni á því að tapa hlaðafla dag eftir dag. Við erum fá- tækir barnamenn, eins og þér er kunnugt um, Eyjólfur minn. Eyjólfur horfði út á spegilsléttan sjó-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.