Nýjar kvöldvökur - 01.01.1929, Blaðsíða 29

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1929, Blaðsíða 29
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 23 og margir eru keiparnir. Væri vel, ef »Nýjar Kvöldvökur« yrðu nú undir nýju stjórninni dugandi og þrautseigur and- ófsmaður, sem ekki hræddist útsynninga smámunaseminnar, klíkuháttarins, öf- undarinnar og bakmælginnar. II. SKÁLDSÖGUR. 1. Tlieódór Friðriksson: »Líf og blóð«. Theódór Friðriksson hefir þegar gefið út margar bækur, sumar undir sínu eigin nafni og aðrar undir dulnefninu Valur. Hann mun ekki í æsku hafa átt mikinn kost uppfræðslu, og ástæður hans hafa jafnan verið þannig, að honum hefir 'staðið stormur í fang. Fátækt og erfið- leikar margskonar hafa umsetið hann, en svo hefir andlegt fjör hans verið mikið, að ekkert hefir megnað að kefja það. Hafa komið frá hans hendi ekki færri en 6 bækur. Auðvitað bera bækur hans þess vitni, hve aðstaðan hefir verið ill frá byrjun á allan hugsanlegan hátt. En þær sýna, að hann hefir heilbrigða sýn á menn og málefni, er kjarkmaður og þorir að vænta annars betra en þess sem er. í sögunni »Líf og blóð« eru eftirtektar- verðar, sannar og átakanlegar lýsingar. En því ber ekki að neita, að minna verð- ur úr efninu í höndum höfundar en vænta mætti af byrjuninni. Fulltrúi gamla tím- ans brestur of fljótt, til þess að nokkur veruleg átök geti orðið. Sagan hefir og lítið gildi sem lýsing á baráttu og sigri verkamanna. Það dettur ekki ofan í hvert kauptún gullfugl, er greiði úr öllum vanda.... En hvað sem þessu líður, er sagan fjörlega sögð og skemtilega, og málið er gott og all þróttmikið. 2. Einar Þorkelsson: Hcigalagðarr. »Hagalagðar« er þriðja bók Einars Þorkelssonar. Fyrsta bók hans, »Ferfætl- ingar«, er veigamesta bók hans. Þar er af næmleik og karlmannlegri og einlægri hluttekningu skýrt frá ýmsum dýrum, og málið, sem er sérkennilegt og fornlegt, verður þar samruna anda, efni og því fólki, er við sögu kemur. Næsta bókin, »Minningar«, er að ýmsu leyti síðri. Þar kennir sumstaðar tilfinningavæmni, sem hrífur ekki, en ergir. Málið á heldur ekki eins vel við efnið, andann og persónurnar eins og í »Ferfætlingum«. »Hagalagðar« eru margar sögur, og er óhætt áð segja, að bókin standi mjög að baki hinum báðum. Engin sagan er góð, en margar mjög lélegar, illa gerðar og veigalitlar. Tilgerðin er víða sérstaklega áberandi — og málið ankannalegt og fornlegt. Sögurnar eru ekki svo innviða- miklar, að þeim fari vel þungur og í- burðarmikill búningur. Mér datt í hug gaurinn í grýtunni, þegar eg bar málið saman við söguefnin og meðferð þeirra. Bókin endar á »lyktarorðum«. Finst mér þetta nafn, sem höfundur hefir valið eft- irmálanum, vera mjög á sama veg og bókin öll. Af henni allri er megn þefur af feyskju og myglu, eins og úr tómu, feysknu og fornu keraldi. 3. Axel Thorsteinsson: »1 leikslok«. í bók þessari eru margar og stuttar sögur. Allar gerast þær í útlöndum og eru minningar frá þeim tíma, er hofundur var í her Bandamanna og skyldi klekkja á Þjóðverjanum. Engin af sögunum er tilþrifamikil, en allar eru þær mjög læsi- legar. Þær eru blátt áfram sagðar og málið gott •— og yfir stílinn bregður við- kvæmniskendum og hugljúfum blæ end- urminninganna. Er því stíllinn hlýr og mjúkur. Sumurn persónum og atburðum er svo lýst, að lesandanum festast í minni. Bókin er því góð dægrastytting hverjum og einum og betri en margt, sem meira lætur yfir sér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.