Nýjar kvöldvökur - 01.01.1929, Blaðsíða 10

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1929, Blaðsíða 10
4 NÝJAR KVÖLDVÖKUR Eyjólfur var nú tekinn að skima í all- ar áttir, milli þess sem hann beitti krók- ana. Hann deplaði óeðlilega ótt augunum — og ekki var laust við kvíða í svipnum. Þetta var næstum því óeðlilegt. Fyrir hálftíma heiður himinn og stillilogn og nú fóru vindar og sjór hamförum! Og Eyjólfur leit á lóðina og síðan á fiskinn í bátnum... Ja, bara að blessun fylgdi nú þessum afla. Nú braut á bátinn framan við háls- þóttuna. Sjórinn dreif um þá Guðmund og Bjarna, og mikill austur kom í bátinn. — Lóðin er undir kjöl! Róðu meira Bjarni! öskraði Jón. En nú skall bára yfir á ný —- og Eyj- ólfur slepti lóðinni. — Sleptu niður, Jón! kallaði hann síð- an til dráttarmannsins. Jón gerði eins og honum var skipað og sló mestu bleytuna úr vetlingunum sín- um. —■ Það er nú ekkert skemtilegt, að þurfa að sleppa henni í kjaptiim á hel- vítis marflónni, með öllum þessum fiski á. — Haldið honum upp í á meðan við ausum og komum seglinu fyrir! kallaði Eyjólfur til þeirra Bjarna og Guðmundar. Þá er báturinn var þurausinn, fóru þeir að seglbúa, Eyjólfur og Jón. Eyjólf- ur rifaði seglið, og Jón tréreisti. Síðan fór Eyjólfur aftur í skutinn með skautið, dró það undir röng og setti stýrið fyrir. Ár- arnar voru lagðar inn og seglið dregið upp, og báturinn tók skriðinn. Sjóarnir veltu sér undir hann, fræstu við bóginn og freyddu við hliðarnar. Sumir yptu hvítum faldi og freistuðu að fleygja sér yfir bátinn. En Eyjólfur hafði auga á þeim, og nú var árvekni og þróttur í svip hans. Stundum var sem brygði fyrir glampa í augunum, en þegar kom undir land og sjóarnir minkuðu, sljófgaðist augnaráðið, og óró kom í svipinn. Brimsúgur var við landið, en Eyjólfur sigldi í vör. Lánaðist lendingin vel og eftir stutta stund stóð báturinn skorð- aður. Fiskinum var kastað í fjöruna ofan við brattan kamb, nokkru utar en báturinn stóð. Flatningsborðið var sett hjá fiskkös- inni og sömuleiðis allstór stampur. Svo settist skipshöfnin að snæðingi, ofan við kösina. Hafði kona Eyjólfs komið með matinn, og settist hún nú hjá bónda sln- um. — Jæja, heldur hefir hann nú verið viljugri inn í Djúpinu, sagði hún og horfði á kösina. Það var mikið, að þið skylduð vera búnir að draga áður en hann skelti þessu á. — 0, við vorum svo sem ekki búnir. Við vorum á fimtu lóðinni, þegar hann rak það úr sér, sagði Jón og hristi höf- uðið. — Það hefir þá heldur lýst á þessu, sem þið dróguð? — Ojá, það var þetta tví- og þríhvítt oftast nær. — Já, það er svo sem eitthvað annað í Djúpinu en úti á Miðinu. Og konan leit til bónda síns. En Eyjólfur sagði ekki orð. Hann horfði brúnaþungur út á fjörðinn, og öðru hvoru leit hann snöggvast á fiskhrúguna eða hvarflaði augunum yfir brimgarðinn, sá bárurnar brjóta á skerjunum og æða upp að kambinum. Þær niðuðu og hvæstu, og útsogið drundi -dimmraddað, urgaði möl og skelti saman hnullungum. Alt í einu heyrðust dunur og dynkir, og og kamburinn valt út í brimgarðinn á all löngu svæði. smátt og smátt hafði sjór- inn grafið úr honum, og nú hafði hann unnið sigur. Bárurnar teygðu hvítar tungur upp yfir fiskhrúguna — og fisk- urinn flaut út á milli skerjanna og inn í lendinguna. Aðeins nokkrir fiskar, sem legið höfðu ofan við aðalhrúguna ui’ðu eftir í fjörunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.