Nýjar kvöldvökur - 01.01.1929, Blaðsíða 51
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
45
Rannveig og Botten. Þegar þau fóru af
stað úr Voginum um háttatíma, var Ein-
ar orðinn vel hýr og hafði töluvert um
sig. Kalt var í veðri, svo að Rannveigu
varð ónotalegt á leiðinni, en Einar ljet
sjer þá í fyrsta sinni á æfinni sjeriega
ant um hana, vildi láta vel að henni og
fór að bjóða henni ýmislegt hressandi til
þess að verja hana hrollinum. Og þeha
fór náttúrlega á endanum rjett eir.s og
gengur. þegar ísmeygilegur dóni ginnir
:grur.!ausa og ósjálfstæða stúlku. Hún Ijet
tilleiðast að bragða á hroll-lyfjum Einars
og þegar heim kom, fylgdi hann henni
upp á herbergi hennar, sjálfsagt til þess
að hjálpa henni með ýmislegt dót og
bögla, sem hún hafði meðferðis, — en
bann fór ekki frá henni aftur fyr en und-
ir morgun. Er þörf á því, Einar, að jeg
lýsi þessu nákvæmar, eða ertu ánægður
rneð þessa frásögn?«
Einar beit á jaxlinn, sótrauður af
'vonsku.
»Jeg get svo sem lýst nánara þessum
næturatburði, ef þú einu sinni vilt, t. d.
þessu um lykilinn og náttlampann, sem
þú hlýtur að muna eftir; — nei, sjáið
þjer, sýslumaður, hvað hann Einar er
orðin litverpur í framan! Svei því held
jeg hann ætli að sveitast blóði«.
Sýslumaður var orðinn nokkuð skrít-
inn á svipinn og horfði ýmist á Sigvalda
eða Einar; valdsmannssvipurinn var al-
veg horfinn, og til þess að hafa eitthvað
fyrir stafni, var hann að fitla við að
stanga úr tönnunum á sjer með eldspýtu.
»Jeg mótmæli því að ósvífinn ofbeldis-
maður sje látinn sitja hjer og segja lyga-
sögur; jeg átti alt annað erindi hingað,«
sagði Einar hás af geðvonsku; »og þú
sýslumaður, þú skalt fá að kenna á því
síðar, ef þú lætur slíkt viðgangast.«
Sýslumaður ætlaði að svara, en Sig-
"valdi varð fljótari til.
»Þjer er velkomið að mótmæla eins oft
og kröftuglega og þú vilt, en söguna segi
jeg þrátt fyrir það. Mjer finst svipurinn
á þjer bera þess ljósastan vottinn, að jeg
hefi sagt satt frá, og þá máttu vera á-
nægður. — Jeg var að segja frá þessum
atburði fyrir jólin, og hann var svo sem
ekki einstæður í sinni röð, því að Einar
vandi komur sínar framvegis í herbergi
Rannveigar; hann var þá ekkert nema
blíðan og ástúðin og lýsti tilfinningum
sínum á svo innilegan hátt, að Rannveig
tók að lokum orð hans trúanleg og leit á
hann sem unnusta sinn. — Svona leið
fram í febrúarmánuð. Þá varð merkisat-
burður í lífi Einars; kvenfjelagið hjer í
Voginum hjelt stóreflis hlutaveltu og var
þar margt manna saman komið, þar á
meðal ráðsmaðurinn frá Nesi og systkin-
in. Svo má ekki gleyma því, að prófasts-
dóttirin frá Felli, Solveig Jónsdóttir,
heiðraði þessa samkomu með nærveru
sinni, — nýlega komin heim frá Höfn,
klædd bleikum silkikjól, í hælaháum
skóm og með bylgjandi hár; þegar þar
við bætist, að stúlkan var myndarleg álit-
um og einkaerfingi að öllum Fellsjörð-
unum, þá liggur það í hlutarins eðli, að
allra augu mændu þangað, er Solveig var.
Þegar fai’ið var að dansa, voru ekki
margir ungir menn, sem ái’æddu út á
gólfið með svo tigna og prúðbúna stúlku
í fanginu, en ráðsmaðurinn í Nesi ljet
ekkert aftra sjer. Eftir því sem lengi’a
leið á nóttina, urðu færri í kringum
prófastsdótturina, og að lokum komst
þar enginn að fyrir ráðsmanninum. Hann
virtist alveg gleyma Rannveigu í Nesi þá
nótt.
Einar var fremur þögull eftir þessa
hlutaveltu, talaði við fáa að fyi’ra bi’agði
heima fyrir og var eitthvað annars hug-
ar. Hann hætti alveg að skifta sjer af
Rannveigu og var líkast því sem hamx
vildi ekki sjá hana, og við ekkjuna var
hann önugur og snúinn. Hann þóttist eiga