Nýjar kvöldvökur - 01.01.1929, Blaðsíða 51

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1929, Blaðsíða 51
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 45 Rannveig og Botten. Þegar þau fóru af stað úr Voginum um háttatíma, var Ein- ar orðinn vel hýr og hafði töluvert um sig. Kalt var í veðri, svo að Rannveigu varð ónotalegt á leiðinni, en Einar ljet sjer þá í fyrsta sinni á æfinni sjeriega ant um hana, vildi láta vel að henni og fór að bjóða henni ýmislegt hressandi til þess að verja hana hrollinum. Og þeha fór náttúrlega á endanum rjett eir.s og gengur. þegar ísmeygilegur dóni ginnir :grur.!ausa og ósjálfstæða stúlku. Hún Ijet tilleiðast að bragða á hroll-lyfjum Einars og þegar heim kom, fylgdi hann henni upp á herbergi hennar, sjálfsagt til þess að hjálpa henni með ýmislegt dót og bögla, sem hún hafði meðferðis, — en bann fór ekki frá henni aftur fyr en und- ir morgun. Er þörf á því, Einar, að jeg lýsi þessu nákvæmar, eða ertu ánægður rneð þessa frásögn?« Einar beit á jaxlinn, sótrauður af 'vonsku. »Jeg get svo sem lýst nánara þessum næturatburði, ef þú einu sinni vilt, t. d. þessu um lykilinn og náttlampann, sem þú hlýtur að muna eftir; — nei, sjáið þjer, sýslumaður, hvað hann Einar er orðin litverpur í framan! Svei því held jeg hann ætli að sveitast blóði«. Sýslumaður var orðinn nokkuð skrít- inn á svipinn og horfði ýmist á Sigvalda eða Einar; valdsmannssvipurinn var al- veg horfinn, og til þess að hafa eitthvað fyrir stafni, var hann að fitla við að stanga úr tönnunum á sjer með eldspýtu. »Jeg mótmæli því að ósvífinn ofbeldis- maður sje látinn sitja hjer og segja lyga- sögur; jeg átti alt annað erindi hingað,« sagði Einar hás af geðvonsku; »og þú sýslumaður, þú skalt fá að kenna á því síðar, ef þú lætur slíkt viðgangast.« Sýslumaður ætlaði að svara, en Sig- "valdi varð fljótari til. »Þjer er velkomið að mótmæla eins oft og kröftuglega og þú vilt, en söguna segi jeg þrátt fyrir það. Mjer finst svipurinn á þjer bera þess ljósastan vottinn, að jeg hefi sagt satt frá, og þá máttu vera á- nægður. — Jeg var að segja frá þessum atburði fyrir jólin, og hann var svo sem ekki einstæður í sinni röð, því að Einar vandi komur sínar framvegis í herbergi Rannveigar; hann var þá ekkert nema blíðan og ástúðin og lýsti tilfinningum sínum á svo innilegan hátt, að Rannveig tók að lokum orð hans trúanleg og leit á hann sem unnusta sinn. — Svona leið fram í febrúarmánuð. Þá varð merkisat- burður í lífi Einars; kvenfjelagið hjer í Voginum hjelt stóreflis hlutaveltu og var þar margt manna saman komið, þar á meðal ráðsmaðurinn frá Nesi og systkin- in. Svo má ekki gleyma því, að prófasts- dóttirin frá Felli, Solveig Jónsdóttir, heiðraði þessa samkomu með nærveru sinni, — nýlega komin heim frá Höfn, klædd bleikum silkikjól, í hælaháum skóm og með bylgjandi hár; þegar þar við bætist, að stúlkan var myndarleg álit- um og einkaerfingi að öllum Fellsjörð- unum, þá liggur það í hlutarins eðli, að allra augu mændu þangað, er Solveig var. Þegar fai’ið var að dansa, voru ekki margir ungir menn, sem ái’æddu út á gólfið með svo tigna og prúðbúna stúlku í fanginu, en ráðsmaðurinn í Nesi ljet ekkert aftra sjer. Eftir því sem lengi’a leið á nóttina, urðu færri í kringum prófastsdótturina, og að lokum komst þar enginn að fyrir ráðsmanninum. Hann virtist alveg gleyma Rannveigu í Nesi þá nótt. Einar var fremur þögull eftir þessa hlutaveltu, talaði við fáa að fyi’ra bi’agði heima fyrir og var eitthvað annars hug- ar. Hann hætti alveg að skifta sjer af Rannveigu og var líkast því sem hamx vildi ekki sjá hana, og við ekkjuna var hann önugur og snúinn. Hann þóttist eiga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.