Nýjar kvöldvökur - 01.01.1929, Side 28

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1929, Side 28
22 NÝJAR KVÖLDVÖKUR í algeru ábyrgðarleysi gagnvart almenn- ingi. Ja, hvernig á nú fólk t. d. að átta sig á því, hvort bók muni vera mikils virði eða léleg, þegar tveir skrifa um hana í sama blaðið gagnstæða dóma, at- hugasemdalaust af hálfu ritstjóra?... Eða hvernig á almenningur að velja um þær bækur, sem einungis fá lof? Hvernig eiga t. d. unglingar að geta gert sér í hugar- lund, hvort þeir eigi heldur að káupa ljóð Davíðs frá Fagraskógi eða Sigurjóns Jónssonar í bankanum? Davíð hefir að maklegleikum fengið ágæta dóma, en vart hefir honum þó verið sungið annað eins lof og Sigurjón hefir stundum hlotið fyr- ir sínar einstæðu setningar um »úIdirín ós í Amsterdam« — og annað þesskonar góðgæti! Væri stór bót að því, að blöðin létu altaf sömu menn skrifa um bækur og leyfðu því aðeins öðrum rúm, að þeir rök- ræddu um bækurnar, svo sem dómar hinna föstu dómenda gæfu tilefni til. En rökræður forðast þeir, sem læða inn blekkidómum um 'bækur og reyna að fegra vítt lýti. Þeir skrifa um bækurnar lofsöng í sama blað og þær hafa verið víttar í og drepa oft alls ekki á það, að þær hafi orð- ið fyrir þungum dómi eða yfirleitt hafi birst um þær nokkur dómur. Þeir skilja sitt hlutverk, sem er: að hæla bókunum, án þess að gefa tilefni til rökræða! Og höfundarnir launa þeim með vinmælum eða greiðvikni, en leggja hatur á þann, sem réttlátur er í dómum sínum. Það er svo sem flestir íslenskir höfundar haldi rit sín alfullkomin og líti á það sem per- sónulega fjandsemi við sig, ef einhver dirfist að finna eitthvað að þeim. Hef eg oft og tíðum orðið var við þetta — og svo mun vera um flesta þá, sem skrifað hafa ritdóma af viti og sanngirni. Að minsta kosti hefi eg orðið þess áskynja, að það hefir komið ritdómurum þeim á óvart, er fundið hafa meira eða minna að mínum hókum, að eg hefi ekki tekið dóma þeirra illa upp eða talið þá skrifaða af fjand- semi eða öfund. Nokkru betri en blöðin eru tímaritin. Þó eru ritdómarnir í þeim oftlega ærið villandi og misjafnir að gæðum, því að ýmsir skrifa og af ýmsum hvötum, þar eð fáir ritstjóranna eru svo grandvarir gagnvart almenningi, að þeir leyfi sér ekki að ljá rúm óverðskulduðu lofi eða fá- bjánalegum misskilningi, sprottnum af mentunar- og þekkingarskorti.. . Og utan ritstjórahópsins er enginn sá, er láti sig svo miklu skifta það, sem borið er af and- legri fæðu á borð fyrir íslenskan almenn- ing, að hann vilji leggja á sig að lesa flest, er út kemur, og skrifa um það af fullu réttdæmi* Er það þó mikið hlutverk og virðulegt. En hnúturnar, fjandskapurinn og getsakirnar frá höfundunum og kunn- ingjum þeirra eru svo magnaðar, að flest- um þykir ilt undir að búa.... Er það þó með öllu óafsakanlegt og vottur um and- lega deyfð og vesalmensku, að þeir, er þjóðin hefir trúað fyrir forustunni í and- legum málum sínum, dragi sig inn í skúmaskot vegna illhryssings þess, er stendur þeim í fang úr vindbelgjum dus- ilmenna. Þjóðin fagnar hverjum hress- andi andblæ og fæst ekki um, þó að svo- hvessi, að hús riði eða hlerar skelli. Hún er veðravön. Er athygli almennings svo vakandi, að vart verður á betra kosið. Má t. d. benda á það, að deila þeirra Einars Hjörleifssonar Kvarans og Sigurðar Nordals próféssors vakti- meiri athygli og meira umtal en flest pólitísk skrif. Þá hafa og skrif Þórbergs Þórðarsonar far- ið eins og fuglinn fljúgandi út á annes og inn í dali. Er Þórbergur nú sá maður á landi hér, sem hæst ber merki æsku, áhuga og hugsanaþors, hversu sem mönn- um kann að geðjast að litnum á merk- inu.... En lítið gengur, þó að rykt sé á og rifið aftur úr í einum keip á þjóðar- skútunni, því að í henni eru mörg rúm,

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.