Nýjar kvöldvökur - 01.01.1929, Blaðsíða 56

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1929, Blaðsíða 56
50 NÝJAR KVÖLDVÖKUR »Hvað á jeg að gera ?« stundi Einar þunglega. »Ráddu sjálfur.« Einar horfði á sýslumann; honum fanst hann einkennilega kuldalegur í til- svari. »Hvað á jeg að gera?« spurði hann Guðmund þreytulegum rómi. »Láttu Sigvalda fara; hann er hvort sem er of sleipur, — og betri er hálfur skaði en allur«, svai*aði hreppstjórinn. Einar þagði enn drykklanga stund. Hugurinn hvarflaði til konu og barns, einu manneskjanna, sem honum var ekki sama um; kökkurinn í hálsinum varð svo óþægilegur, að hann varð að hósta nokkr- um sinnum. »Hvort viltu heldur?« spurði Sigvaldi. »Farðu burtu, — — og þegiðu svo«, svaraði Einar rómlaust. »Jeg tek ykkur til vitnis um það, að Einar Haraldsson hefir beðið mig að fara burtu og þegja og jeg skal verða við því samstundis. Verið þjer sælir, sýslumað- ur, og jeg bið yður að afsaka það ónæði, sem jeg hefi gert yður, en hjá því varð ekki komist. Vertu sæll, Guðmundur, mjer þykir leitt að geta ekki spjallað meira við þig, en tíminn leyfir það ekki. Vertu sæll, Einar, viltu ekki taka í hend- ina á mjer; við getum vel skilið sáttir, eða er ekki svo?« Einar rjetti fram hendina þegjandi og hugsunarlaust; hún var köld og þvöl af svita. Sigvaldi svifti skápnum frá borðstofu- hurðinni og kom honum á sinn stað, opn- aði fremri hurðina, kinkaði kolli til þeirra, sem inni voru og gekk hvatlega ofan í þorpið. Sýslumaður var alt annað en ánægður með þessi leikslok, þegar til kom; hann skálmaði um gólfið í ákafa, sneri sjer svo alt í einu að Einari og sagði stuttlega: »Og þú dignaðir«. »Jeg held það hafi verið rjettara, --- jeg mátti til, — — vegna konunnar og barnsins. Má jeg ekki leggja mig út af snöggvast?« Hann lagðist upp í legubekk og þurk- aði svitann af enni sjer. Guðmundur snýtti sjer hrepþstjóra- snýtu. >'Er þá ekki óhætt að jeg fari?« »Jú, þjer megið fara«. Hreppstjóri kvaddi og fór. Sýslumanni fanst vera þungt lofr, í stofunni, opnaði gluggann og teigaði að sjer hreint útiloftið. Það var brakandi þurkur. Þær fáu hræður, sem heima voiu í þorpinu, voru við ýmisleg störf úti við. Suður og niður í rnýri voru tveir karlar að rista torf; kerling ein vafraði bogin undir mópoka ' niður Naustatröðina og austur við stekk vor tveir strákar að elt- ast við styggan hest. En niður við bryggju sá sýslumaður lítinn vjelbát, sem skirpti smáum reykjargusum út í tært sjávarloft- ið; tveir menn stóðu á bryggjusporðinum. Sýslumaður greip kíki og beindi honum á bryggjuna. Annar maðurinn var grá- klæddur með enska húfu á höfðinu, hinn var í blárri peisu, berhöfðaður. »Sigvaldi og Páll«, tautaði sýslumaður. Mennirnir stigu ofan í bátinn, sem skreið af stað samstundis og bar hratt út með landinu. Sýslumanni varð sjerstak- lega starsýnt á hvítan blett aftan til í bátnum og fylgdi honum eftir, þangað alt hvarf fyrir Hamarstangann. Það var skallinn á Páli »vert«. — — — — Um nónbil daginn eftir stóð svo á, að sýslumaður var staddur niður við bryggjuna. Þá skreið bátur Páls að og gekk sýslumaður til hans og sagði hvatskeytlega: »Hafið þjer þann starfa á hendi að flytja þá, sem ekki þora að ferðast eins og annað fólk? Það er hægt að verða hált á slíku athæfk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.