Nýjar kvöldvökur - 01.01.1929, Blaðsíða 35

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1929, Blaðsíða 35
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 29 hafnarbæir eru notaðir Fiumicino og Chivita- vecchia. Sagt er að Rómaborg hafi fyrst verið reist ca. 800 árum f. Kr. Ekki er það þó sannað. Sögnin um Rómúlus er aðeins þjóðsaga. Trúleg- ■ast er, að hin fyrsta Rómaborg, »Roma quadra- ta«, hafi verið á Kapitolium-hæðinni. Þegar veg- ur Rómaborgar var sem mestur, ca. 100 árum eftir Krist, hefir hún áreiðanlega haft 2 milj. íbúa. Er vestur-rómverska ríkið leið undir lok 476, hafði borgin mist mikið af ljóma sínum. Undir yfirráðum páfanna, sem hjeldust til 1870, komu ýms gullaldartímabil, einkum þó á endur- reisnartímabilinu. 1 september 1870 tóku kon- unglegar hersveitir yfirráðin í Rómaborg og þar með var ítalía sameinuð í eitt ríki. Páfinn dró sig í hlje og settist að í Vatikaníinu, sem síðan þá, ásamt Pjeturskirkjunni, skrautgörðunum og næsta umhverfi, skoðast sem hans sjerstaka borg. 20. Bryssel. Sá hluti þjóðarinnar, sem talar frönsku, kall- ar hana Bruxelles, en þeir, sem tala flæmsku, Brussel. Hún er höfuðborg Belgíu og hafði við síðasta manntal með hinum 13 útborgum ca. 664.000 íbúa. Borginni ei' skift í tvent: hærri og lsegri hluta. í þeim fyrnefnda er konungshöllin, hin skrautlega dómshöll og talsvert af skraut- byggingum. Ekki að ástæðulausu hafa menn kallað Bryssel »Litlu París«. Bryssel er ein með fegurstu borgum í Evrópu. 1 lægri hlutanum eru margar mjög fagi-ar gamlar byggingar, sjer- staklega ráðhúsið og hinir gömlu gildaskálar, sem standa kringum það. Til minja um frelsis- stríðið við Siiánverja og Hollendinga eru reist mörg minnismerki og nú einnig' nokkur til minja um heimsstyrjöldina, þegar borgin var rúm fjög- ur ár alsett Þjóðverjum og átti við miklar hörm- ungar að stríða. Einn borgarstjóri, 5 ráðmenn og 29 bæj arfulltrúar stjórna málefnum borgar- innar. íbúarnir tala sumpart frönsku og sum- part flæmsku, hvorttvegja málin eru jafn rjett- há og öll götunöfn og opinberar tilkynningar eru á báðum málunum. Við Villebrock-síkið er Brys- sel í sambandi við ána Schelden. í Bryssel er há- skóli og mörg listasöfn. Verslun og iðnaður er þar mikill (kniplingar, ábreiður, húsgögn), og talsvert hefir það að segja, að margir, sem lifa á eftirlaunum, setjast að í Bryssel, því að ávalt hefir vei'ið ódýrt að búa þar. — Hægt er að rekja sögu Bryssel aftur á 7. öld. — Eftir stjórn- arbyltinguna 1830, er Belgía og Holland skildu, varð Bryssel höfuðborg í hinu nýja konungsríki. 21. Dresden. Hún er höfuðborg í lýðveldinu, áður konungs- ríkinu Sachsen. Borgin hefir ca. 600.000 íbúa. Stendur hún báðum megin við Sax-elfu (Elben) og er umhverfið sjerlega fagurt með vínbrekk- um, sjónarhæðum og skemtistöðum. Frægur er Briihls-hjallinn fyrir hið ágæta útsýni sitt yfir fljótið. 1 Dresden eru margar hallir mjög fagi'- ar og skrautlegar og eitt málverkasafn: »Dres- den-málverkasafnið«, sem er eitthvert hið dýi - mætasta í heimi. Nokkuð er um iðnað og verslun í Dresden og hefir hið síðartalda sjerstaklega mikla þýðingu. — Borginni er stjórnað af yfir- borgarstjóra, tveim borgarstjórum, 38 ráðmönn- um og 78 borgarfulltrúum. Stjórn lýðveldisins og' helstu embættismenn búa í borginni. Meðal minnismerkja borgarinnar er sjerstaklega ridd- ara-likneski af Ágúst konungi hinum sterka, mótstöðumanni Karls XII. •—- Borgin hefir mjög verið bygð að nýju síðasta mannsaldur. — Nafn- ið Dresden er dregið af gamla slafneska orðinu Drezza, esm þýðir mýrarskógur, því að snemma á miðöldum bjó þar fólk af serbneskum kyn- fiokki. 22. Kairo. Höfuðborgin í hinu nýja Egiptalandi heitir Kairo og er stærsta borgin í Afríku, því að hún hafði eftir manntali 1922 yfir 600.000 íbúa. Inn- fæddir kalla hana Masr, en sjálft nafnið Kairo er komið af arabiska orðinu Kabirah, sem þýð- ir »Sigurvegarinn«. Borgin stendur á eystrL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.