Nýjar kvöldvökur - 01.01.1929, Blaðsíða 42

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1929, Blaðsíða 42
36 NÝJAR KVÖLDVÖKUR En kurteis var hann og bauð mjer að heimsækja sig aftur við tækifæri«. »Hvað sagðir þú honum mikið?« »Jeg sagði honum svona undan og ofan af, svo að hann veit nokkurnveginn í hvaða erindum jeg er kominn; svo sagði hann að hann skyldi ekki hafa orð á þessu við aðra. — Segðu mjer annars, hvað iíð- ur gömlu Stínu?« »Hún er komin fyrir stundarkorni og er frammi í eldhúsi hjá Margrjetu; hún er sá einstakur kaffisvelgur og skraf- skjóða, að það er alveg vandalaust að tefja fyrir henni fram undir miðnætti«. »Jæja, þá fer jeg beint til Einars og kem líklegast aftur laust fyrir miðnætti«. »Vertu sæll, og gangi þjer vel, — en varaðu þig samt á Einari, hann er karl- menni«. »Það er öllu óhætt, jeg tel mig líka karlmenni«, svaraði Sigvaldi stuttlega og fór leiðar sinnar. II. Á sjávarbakkanum austan vogsins stóð bleikmálað timburhús, reisulegt og laglegt að sjá. Ekki sáust þar ljós í gluggum þetta kvöld og var þó ljós í skrifstofunni á neðri hæð, en dökk tjöld fjellu svo þjett út í gluggakisturnar, að þess gætti ekki utan frá. Við skrifborðið sat hár og þjett- vaxinn maður, á að giska hálffimtugur að aldri; hann var fremur stórskorinn í andliti, jarpur á hár og skegg, lítið eitt hæruskotinn í vöngum. Ennið var hátt, nefið langt og beint, efri vör og munnur- inn að miklu leyti hulinn af óvenjumiklu efrivararskeggi. Maðurinn var mikill fyr- irferðar og svipurinn bar vott um sjálfs- traust og geðríki. Það var Einar Haralds- son útgerðarmaður, aðalatvinnuveitandi þorpsins og álitinn að vera mestur efna- maður þar um slóðir. Á hlið við skrif- borðið stóð stór járnskápur og var Einar ýmist að taka blöð og reikninga úr skápn- um eða að koma öðrum fyrir í þeirra stað. Hálf-reyktur vindill lá í öskubakk- anum og svo niðursokkinn var Einar í verk sitt, að hann tók ekki eftir því að drepið var á útihurðina; en þegar það var gert í annað sinn, tók hann eftir því, gekk fram og opnaði. »Gott kvöld«. »Gott kvöld. Hvern ber svo seint að?« »Gest að sunnan«. »Gest að sunnan! Gerið þjer svo vel.« Einar leiddi komumann þegjandi inn dimman ganginn og inn í bjarta skrif- stofuna og þá fyrst leit hann framan í hann. Fyrst í stað gat hann ekki áttað sig á því, hver maðurinn væri og starði á hann spurnaraugum, en svo rankaði hann við sjer, augun stækkuðu, hann fetti sig í herðunum og ræskti sig. »Komdu sæll, Einar«, sagði Sigvaldi og rjetti honum hendina. »Er sem mjer sýnist, er það Sigvaldi Helgason? Komdu sæll; gerðu svo vel að fá þjer sæti«. Sigvaldi fór sjer að engu óðslega; fyrst horfði hann stillilega á Einar, síðan fendi hann augunum um alla skrifstofuna hátt og lágt og að síðustu staðnæmdust þau á opnum járnskápnum. Hann settist í hæg- indastól gagnvart skápnum, lagði hægri fót yfir þann vinstri og hallaði sjer mak- indalega upp að hægándinu. Það kom nokkurt hik á Einar, blóðið hljóp snögg- vast fram í kinnar hans, en hann harkaði af sjer og settist í skrifborðsstólinn. »Þú ert fásjeður gestur«. »Öjá, og sjest sjálfsagt ekki oftar«. Einar virtist ekki átta sig á svarinu. »Hvað má jeg bjóða þjer? Það stendur svo á að konan er ekki heima......« »Nei, frúin kvað vera í Felli núna«. Einar leit framan í Sigvalda og þagði snöggvast, svo hummaði í honum og hann sagði skýrum rómi og óhikandi:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.