Nýjar kvöldvökur - 01.01.1929, Blaðsíða 39

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1929, Blaðsíða 39
G e s t u r. Eftir Jónas Rafnar. I. Það var óvanalega fátt um manninn í Sandvogi; sumarannirnar höfðu dregið þorpsbúa sinn í hverja áttina: sumir voru að þurka fisk úti á söndum, aðrir voru í síldarvinnu út með firði og enn aðrir í heyskap frammi í hólmum. Allir voru önnum kafnir, því að þetta var síðasta skorpan á sumrinu og haustverkin voru ^ð nálgast. Engin manneskja sást úti á gangi og í sundunum á milli húsanna var ekkert á ferð nema stjelhá hænsni og nokkrar heimsæknar dilkrollur, sem lágu á því laginu að stelast inn í kálgarðana, þegar engir sáu til. í gistihúsinu niður við bryggjuna voru hjónin ein heima, og voru þó ekki vön að bæla sig inni, þegar engir gestir voru á ferð og nóg að starfa úti við. Þau sátu bæði í borðstofunni Páll og Margrjet, hann við reikninga og hún með prjóna sína og hvorugt mælti orð af vörum. Páll var auðvitað snöggklæddur eins og vant var og síðdegissólin skein á skallann á honum inn um opinn gluggann. Margrjet var rjett farin að dotta yfir prjónunum, þegar alt í einu heyrðust skellir frá vjel- bát, sem var að renna sjer inn á leguna; hún leit út um gluggann. »Páll, póstbáturinn er að koma«. »Ha? Svona snemma?« Páll stökk á fætur og ætlaði auðsjáanlega að fara út eins og hann var klæddur. »Farðu í jakkann, maður, og settu 11PP höfuðfat; þú verður að vera sæmi- lega til fara, þá loksins frændi þinn kem- ur að heimsækja þig«. Páll ljet að orðum konu sinnar, hafði meira að segja skóskifti og gekk svo hröðum skrefum fram á bryggjuna. Bát- urinn lagðist von bráðar að sporðinum og um leið stökk ungur maður upp á bryggj- una. Hann var á að giska hálfþrítugur, í rösku meðallagi hár, spengilega vaxinn og snar í hrejHingum, klæddur gráum sum- arfötum, með enska kollhúfu á höfði; í hægri hendi hjelt hann á gildum göngu- staf með hnúð á enda, en í hinni á lítilli ferðatösku. Hann gekk rakleiðis að Páli og rjetti honum hendina. »Komdu sæll frændi«. »Komdu sæll, og velkominn«. Þeir horfðu fast hvor á annan ein- kennilega alvarlegir á svip; svo gengu þeir upp bryggjuna. »Loksins ertu kominn«. »Já, og senn fer jeg aftur, — þegar erindinu er lokið. Er ekki alt með sömu kjörum og í gær, þegar þú símaðir?« »Jú«. Þeir gengu þegjandi heim að húsinu og inn í stofuna. »Er þetta Sigvaldi?« sagði Margrjet og tók um báðar hendur hans og kreisti þær; »komdu blessaður og sæll og vertu nú vel- kominn. En hvað þú ert orðinn stór!« »Stór er jeg ekki«, svaraði Sigvaldi og brosti, »en jeg verð líklega aldrei stærri en þetta. Gefðu mjer nú eitthvað í sarp- 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.