Nýjar kvöldvökur - 01.01.1929, Blaðsíða 49

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1929, Blaðsíða 49
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 43 fyrir stafinn, af því að hann var hjer al- veg óþarfur og kemur þetta mál ekkert við; sko, — nú liggur hann þarna fram- an í hlaðvarpanum og sleikir sólskinið, og það fer miklu betur um hann þar en hjer. Þjer eruð altaf að hugsa um að setja mig í höft; það getið þjer ekki, því að svo ve' er jeg að mjer til handanna, að jeg þori að kljást við tvo eða þrjá í einu; en ef þeir væru altof margir og ágengir, þá hefi jeg hjerna í vasa mínum skannn- byssu með skotum á tíu menn. Jeg hefi fengið góða æfingu í skotfimi og gæti sannað yður það samstundis með því að skjóta hjerna út um gluggann í gegnum hausinn á hananum yðar þarna úti á hlaðinu, en fyrst og fremst á jeg ekkert sökótt við hanann og svo er mjer mjög ó- geðfelt að raska morgunblundi frúarinn- ar með 'því að gera hávaða, svo að þ-jer verðið að taka orð mín trúanleg án frek- ari sannana. Þjer hljótið nú að skilja það, að það er skynsamlegast að lofa mjer að hafa orðið fyrst um sinn, — svo getið þjer fengið að gera yðar athugasemdir á eftir«. Sýslumaður var alveg á báðum áttum, hvort hann ætti að telja Sigvalda geggj- aðan eða ekki, en úr því sem komið var, rjeði hann af að bíða átekta í bráð. — Einar var altaf jafnþungur á brúnina, fitlaði við reglustiku á borðinu og var- aðist að líta framan í Sigvalda. Hrepp- stjórinn var hinn rólegasti; hann sat i hægindastól og ljet fara vel um sig, stút- aði sig á pontu við og við, og ef vel var að gætt, leyndi það sjer ekki, að hann átti stundum erfitt með að verjast því að glotta. »Jeg þykist vita«, tók Sigvaldi aftur til niáls, »að Einar hafi skýrt yður frá, hvað fram fór heima hjá honum í gærkvöldi, °g jeg hefi ekki ástæðu til annars en að í- raynda mjer að hann hafi sagt satt frá í öllum aðalatriðum; svo mun hann hafa látið sækja lækni til sín í nótt, því að jeg sje að læknisvottorð liggur þarna á borð- inu. Síðan hefir hann snúið sjer til yðar, sýslumaður, og kært mig fyrir misþyrm- ingar og rán, ykkur hefir komið saman um að senda hreppstjórann eftir afbrota- manninum, og þjappa svo að honum í sameiningu. Jeg hefi ekkert við þetta að athuga, eins og það er, en jeg var því al- veg mótfallinn að þeir Páll og Jóhannes væru viðstaddir af ástæðum, sem jeg kem að síðar. — Þetta, sem gerst hefir, er sjálfsagt merkur atburður í sögu þessa þorps, en upphafið til alls þessa er enn þá ósagt, og jeg ætla að segja þá sögu í stórum dráttum, ef þið viljið gefa mjer hljóð«. »Mjer finst skörin færast upp í bekk- inn, ef Sigvaldi á að fá að leika lausum hala hjer«, sagði Einar með dimmri röddu, er titraði af gremju; »það er eins og honum finnist hann vera heima hjá mjer. Og hvar á jeg að leita laga og rjett- ar, sýslumaður, ef þú lætur annað eins af- skiftalaust?« En þá snerist í sýslurnanni. »Jeg er búinn að heyra þína sögu, Ein- ar, en það er best að heyra líka, hvað Sig- valdi hefir að segja í frjettum; það skað- ar ekki þinn málstað, vænti jeg?« »Það var vel mælt«, sagði Sigvaldi; »jeg fæ mjer sæti og þið hlustið á. Fyr- ir nokkrum árum bjuggu í Nesi hjón, sem hjetu Helgi og Þóra og áttu tvö börn, Rannveigu og Sigvalda. Helgi var fram- gjarn maður og áræðinn, bygði hús, gerði jarðabætur og stundaði sjó þess á milli; hann var fyrsti maður hjer við fjörðinn, sem fjekk sjer vjelbáta og ljet þá ganga bæði til þorsk- og síldveiða. Kona hans var ekki eins gefin fyrir að standa í stór- ræðum, hjelt sig mest innan húss og var afskiftalítil úti við. — í janúarmánuði 1914 rak á ofsaveður að kvöldi dags, og 6*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.