Nýjar kvöldvökur - 01.01.1929, Blaðsíða 7

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1929, Blaðsíða 7
S t e i n n i n n. Saga eftir Guðmund Gíslason Hagalin. I. Dráttarmaðurinn kipti inn tinda- bykkju. Hún hnipraði sig saman svo að öðrum megin varð hún líkust hnykli. — Helvíti er að sjá þetta! sagði and- ófsmaðurinn. -— 0, svei, o, svei! — Þetta er nú fyrsti drátturinn á þess- ari lóðinni! sagði sá, er lóðina dró og leit til formannsins, sem sat á skutþóttunni og beitti út. — Það er ekki sérlega björgulegt, Eyjólfur! Formaðurinn svaraði ekki. Hann sat álútur og virtist hafa allan hugann við verk sitt. — Það er svo sem bærilegt búsílag í lótöskunni, Jón minn, sagði beituskurð- armaðurinn og horfði glottandi á drátt- armanninn, er henti tindabykkjunni aft- ur í skutinn. — Það er kannske ekki hætt við, að krakkaangarnir okkar verði á horleggjunum í vor, ef við fiskum í alt haust eins og við höfum fiskað þessa dag- ana. -— 0, það er ekki gerandi gaman að þessu, Gunni. — Gaman að. Þetta er nu líklega ekk- ert gaman. Hún er svo sem ósvikið fóður, lótaskan. Það er víst hægt að lifa stund á henni, sérlega ef maður drykki nú blá- vatn með. Nú kipti Jón inn smáýsu. — Rígroskin var hún þessi! kallaði Guðmundur. — Líttu á hana, Eyjólfur! Skoðaðu hana. — Andskotans afætur eru þetta! taut- aði andófsmaðurinn vonzkulega. — Æ, vertu ekki að þessu, Bjarni! N. Kv. XXII. ár, 1.—2. h.. sagði Jón. — Það er aldrei nema satt, að þetta lítur ekki vel út. En ekki skulum •við nú vera að blóta þessum fáu ætu nál- um, sem við fáurn. Þær verða ekki fleiri í þetta sinn. Þarna kemur steinninn. ... Eftir örfáar mínútur var báturinn kominn á leið til lands.... Eyjólfur for- maður réri stjórnborðsmegin í austur- rúma. Hann var dapuriegur Ög því nær þunglyndislegur. Hásetar hans höfðu ekki fyr en í dag haldið uppi svona sam- ræðum í hans áheyrn. En einu sinni varð alt fyrst — eins og það, að hásetar Eyj- ólfs í Hrísdal sýndu honum ósvífni — eins og hitt, að hann fengi lótösku, háf og kalýsu, þegar hinir bátarnir fyltu sig af nýgengnum þorski og kambýsu. Það var nú svona: Fiskurinn hafði allur hlaupið inn í djúpið, svo að ekki fékst annað en náfiski á Steinmiðinu. Á því hafði Eyj- ólfur lagt lóðir sfnar hvert einasta haust, alla sína formenskutíð, og faðir hans, afi og langafi höfðu notað miðið allar þær haustvertíðir, sem þeir höfðu róið. Hann hafði eitt sinn látið það í ljós við föður sinn, að það væri undarleg fastheldni við þetta Steinmið.... Hvort ekki mundi nú' fást fiskur annarstaðar. —- Jú, svaraði gamli maðurinn — og það var hiti og þungi í röddinni. — Það er fiskur víðar en á Steinmiðinu. Því að- eins fiska fleiri en við.... En þó að það væri aldrei nema jafngott annarstaðar — eða jafnvei ívið betra, þá mundi eg ekki leita annað með lóðirnar mínar. Það fylg- ir því engin guðsblessun að virða að vett- ugi gamlar og heillaríkar venjur ættar 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.