Nýjar kvöldvökur - 01.01.1929, Blaðsíða 22

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1929, Blaðsíða 22
16 NÝJAR KVÖLDVÖKUR komið honum í gálgan, Signore? Haldið þjer að jeg Sikileyingurinn, þyrði að eiga það í hættu? öll lögregla borgarinnar mundi aldrei geta náð Belisario Cardi. Hún mundi einungis gera sig hlægilega! Vinur vor Donnelly fór heimskulega að ráði sínu. Nú er hann endurminningin einsaman. Hann tók mannslíf og þess manns var hefnt. Hættið fyrir alla muni við áform yðar áður en það er of seint«. Norvin horfði forvitnislega á gest sinn. »Mjer virðist þetta nálgast aðvörun eða jafnvel hótun!« »Nei, í Guðs nafni! Jeg segi aðeins blá- beran sannleikann og er okkur báðum það fyrir bestu. Þar sem Sikileyingar eru verða lögin einatt fótum troðin. Jeg fyrir mitt leyti er því mótfallinn — auðvitað — jeg er nú orðinn Ameríkumaður, en það er satt, sem jeg segi«. »Með öðrum orðum; þjer teljið að við eigum að láta landa yðar í friði?« »Nei, svo róttækur er jeg ekki. Það er auðvitað mál, að lögurn verður að fram- fylgja. En með því að reyna það, sem ó- framkvæmanlegt er, vekið þjer einungis þjóðflokkahatur og gerið æfi okkar hinna heiðarlegu Sikileyinga óþolandi — okkar, sem gjarnan vildum hjálpa yður, ef við gætum. Þjer getið ekki upprætt La Mafia á einum degi. Þjer hafið þegar gert nóg til að framfylgja lögunum«. »Við höfum þegar gripið 5 morðingja og við verðum hið fyrsta að ná þeim sjötta — manninum í regnfrakkanum. Við getum rakið ferilinn upp til þess manns eða manna, sem skipuðu Larubio og fjelögum hans að vinna verkið«. Maruffi hristi mæðulega höfuðið. »Og Cressi-drengui'inn — það voruð þjer sem funduð hann. Var ekki svo?« »Jú«. »Hvernig fóruð þjer að því?« Norvin hló. »Ef þjer vilduð gera bandalag við okkur, skyldi jeg með gleði segja yður leyndarmál mín«. »Ó! hann var svikinn?« Þó Norvin hefði átt lífið að leysa, hefði hann ekki getað sagt hvort Maruffi var glaður eða óánægður yfir leynd hans, en hann fann það á sjer, að Maruffi reyndi, af einhverjum ástæðum, að veiða upp úr honum. »Hann hefir verið svikinn!« sagði Maruffi. »Nú, jeg vildi ógjarnan vera í sporum svikarans«. Hann virtist sökkva sjer niður í hugsanir. »Trúið mjer, að jeg mundi hjálpa yður ef jeg gæti, en jeg veit ekki neitt og auk þess er það hættulegt. Jeg er góður borgari en enginn lögreglu- spæjari. Auðvitað skal jeg láta yður vita, ef jeg kemst að einhverju«. Hann stóð á fætur og fór og Norvin lokaði á eftir honum glaður yfir því, að hann fór burtu, því hann gat ekki skilið í tilgangi heimsóknarinnar og vildi vera í friði til að hugsa málið. Niðurstáðan af því varð sú, að hann varð Donelly sam- mála um að Maruffi væri sá, er sendi hin nafnlausu brjef. Sikileyingurinn virtist neita því að vita nokkuð á þann hátt, að renna mátti gruníað hann vissi mikið, en væri með bláber látalæti. Auk þess var það mjög náttúrlegt, að hann vilcli reyna eftirmann Donellys, áður en hann hjeldi áfram með uppljóstranir sínar. Blake þótti vænt um, hve þagmælskur hann hafði verið, því ef Maruffi var hinn ó- þekti vinur, mundi hann telja sig tiygg- ari fýrir slíka varkárni. Svo sem til staðfestingar skoðun þess- ari kom að nýju bréf eitt, tveim dögum síðar er skýrði frá, að morðinginn, sem enn Ijeki lausum hala (sá sem hafði ver- ið í regnfrakkanum), væri verkamaður og hjeti Frank Normando. Brjefið upp- lýsti ennfremur, að maðurinn hefði dott- ið á steinstjettinni, morðkvöldið þegar hann var að flýja burtu, svo það væri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.